Er báðum leikjum kvöldsins var lokið fór Trump á Twitter og óskaði New England Patriots til hamingju með sætið í Super Bowl. Eigandinn, þjálfarinn og leikstjórnandinn Tom Brady sérstaklega teknir út í kveðjunni.
Congratulations to Bob Kraft, Bill Belichick, Tom Brady and the entire New England Patriots team on a great game and season. Will be a fantastic Super Bowl!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 21, 2019
Það kemur þó ekki á óvart að Trump óski Patriots sérstaklega til hamingju enda hafa þessir lykilmenn hjá félaginu staðið með Trump og hjálpuðu honum meðal annars í kosningabaráttunni á sínum tíma. Það fór misvel í fólk.
Strákarnir hans Trump komnir í Super Bowl og nokkuð ljóst með hvaða liði forsetinn heldur er úrslitaleikur NFL-deildarinnar fer fram eftir tæpar tvær vikur.