Dómarar leiksins misstu af augljósu broti varnarmanns Rams í leiknum sem hafði stór áhrif á framhaldið. Saint varð að reyna við vallarmark en hefði liðið fengið vítið þá hefðu þeir fengið fjórar nýjar tilraunir við mark Rams. Liðið hefði átt góðan möguleika á snertimarki í stað þess að sætta sig við vallarmark.
Þar sem munurinn var aðeins þrjú stig náði Rams að jafna og senda leikinn í framlengingu. Þar unnu Hrútarnir svo en skuggi hvílir yfir úrslitunum vegna dómaramistakanna.
Saints hefur grafið upp reglu sem gefur yfirmanni deildarinnar, Roger Goodell, tækifæri til þess að bregðast við einhverju mjög ósanngjörnu sem átti sér stað.
Rule 17 Section 2 Article 3 @NFL
— Michael Thomas (@Cantguardmike) January 21, 2019
Ef Goodell vildi gæti hann látið endurtaka leikinn en nákvæmlega engar líkur eru á því að hann geri það. Þessari reglu hefur aldrei verið beitt til að breyta úrslitum leiks. Það er stutt í Super Bowl og Goodell mun því ekkert gera.
Hey Roger pick up the phone.
— Michael Thomas (@Cantguardmike) January 21, 2019
Atvikið sem um ræðir má ekki endurskoða samkvæmt núgildandi reglum en því verður klárlega breytt núna. Það gerir þó lítið fyrir svekkta leikmenn Saints sem fá ekki að upplifa drauminn og spila í Super Bowl.