Umboðsmannahópurinn á Íslandi næstum því tvöfaldaðist í þessum mánuði þegar KSÍ tók við þremur nýjum í hópinn.
Þrír nýir umboðsmenn í knattspyrnu hafa verið skráðir hjá KSÍ í upphafi árs 2019 og hafa því öðlast réttindi til að koma fram fyrir hönd leikmanna og/eða félaga við gerð leikmannasamninga eða gerð samninga um félagaskipti. Knattspyrnusambandið segir frá þessu í frétt á heimasíðu sinni.
Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands og umboðsmennirnir eru þeir Albert A. Larrea, Saint Paul Edeh og Sigurður Freyr Sigurðsson.
Albert A. Larrea hefur tengst íslenskri knattspyrnu í sjö ár, sem leikmaður, þjálfari og ráðgjafi fyrir neðri deildar lið. Í dag vill hann hjálpa knattspyrnumönnum að ná sem mestu út úr ferlinum.
Saint Paul Edeh notar reynslu sína sem fyrrum leikmaður ásamt þekkingu sinni á vinnu- og samingalöggjöf til að hjálpa leikmönnum.
Sigurður Freyr Sigurðsson starfar sem lögmaður og gefur alhliða ráðgjöf og þjónustu við samningagerð og félagaskipti.
Fyrir voru fimm skráðir sem umboðsmenn hjá KSÍ eða þeir Bjarki Gunnlaugsson, Brjánn Guðjónsson, Erling Reynisson, Kristinn Björgúlfsson og Ólafur Garðarsson.
Átta umboðsmenn eru nú skráðir hjá Knattspyrnusambandi Íslands
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Fylkir og Valur í formlegt samstarf
Körfubolti





Pedro skaut Chelsea í úrslitin
Fótbolti

Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar
Íslenski boltinn

