Plástrar duga ekki í menntamálum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 23. janúar 2019 08:00 Líkja má hugmyndum menntamálaráðherra um sérstaka styrki til kennaranema við haldlitla plástra. Það stoðar ekki að stoppa í götin heldur þarf að gerbreyta starfsumhverfinu. Það er nefnilega hárrétt hjá menntamálaráðherra, eins og fram kom í Fréttablaðinu á dögunum, að ráðast þarf í róttækar aðgerðir til að auka áhuga á kennaranámi og bæta starfsumhverfi kennara. Kennarar gegna þjóðhagslega mikilvægu starfi. Þeir eru því miður of fáir og þeim fer fækkandi. Það er hættuleg þróun. Góð menntun er undirstaða öflugs lýðræðis og velmegunar. Náttúruauðlindir – en hagnýting þeirra krefst ekki mikillar menntunar – sköpuðu okkur hagsæld á 20. öldinni en þær eru háðar takmörkunum og því mun tækniþróun þurfa knýja áfram hagvöxt á 21. öldinni. Menntun leggur grunninn að þeirri vegferð. Það er mikilvægt að efla menntun landsmanna og starfsumhverfi atvinnulífsins kerfisbundið því annars munu lífskjör verða betri í öðrum löndum enda munu þau ekki láta sitt eftir liggja í þessum efnum. Mörg önnur lönd munu leita leiða til að skara fram úr í tækniþróun. Við viljum ekki sitja eftir. Það er þrennt sem brýnt er að gera hvað varðar menntakerfið. Í fyrsta lagi þarf að stytta kennaranám úr fimm árum í þrjú ár. Langt háskólanám fyrir ekki betri kjör fælir frá. Í öðru lagi þarf að mennta nemendur til að glíma við samtímann og áskoranir framtíðarinnar. Þess vegna er nauðsynlegt er að gera raungreinum og skapandi hugsun hátt undir höfði. Í þriðja lagi þarf hið opinbera að horfast í augu við það að því hefur mistekist að skapa kennarastéttinni áhugavert starfsumhverfi. Samkvæmt PISA-könnunum hefur árangri nemenda sömuleiðis farið hrakandi síðustu ár. Þetta er ekki góður vitnisburður. Sveitarfélög og ríkið þurfa að gefa skólakerfinu lausan tauminn og treysta einkaframtakinu og kappsömu skólafólki. Gefa því frjálsar hendur til reka góða skóla með ólíkar áherslur og námskrár en verði ekki steypt í form sem hamlar framförum. Núverandi fyrirkomulag er ekki að skila viðunandi árangri. Það að efla menntakerfið þarf að vera forgangsmál stjórnvalda. Góð menntun er eitt stærsta hagsmunamál landsins um þessar mundir. Við eigum mikið undir að það takist vel upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Skoðun Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Líkja má hugmyndum menntamálaráðherra um sérstaka styrki til kennaranema við haldlitla plástra. Það stoðar ekki að stoppa í götin heldur þarf að gerbreyta starfsumhverfinu. Það er nefnilega hárrétt hjá menntamálaráðherra, eins og fram kom í Fréttablaðinu á dögunum, að ráðast þarf í róttækar aðgerðir til að auka áhuga á kennaranámi og bæta starfsumhverfi kennara. Kennarar gegna þjóðhagslega mikilvægu starfi. Þeir eru því miður of fáir og þeim fer fækkandi. Það er hættuleg þróun. Góð menntun er undirstaða öflugs lýðræðis og velmegunar. Náttúruauðlindir – en hagnýting þeirra krefst ekki mikillar menntunar – sköpuðu okkur hagsæld á 20. öldinni en þær eru háðar takmörkunum og því mun tækniþróun þurfa knýja áfram hagvöxt á 21. öldinni. Menntun leggur grunninn að þeirri vegferð. Það er mikilvægt að efla menntun landsmanna og starfsumhverfi atvinnulífsins kerfisbundið því annars munu lífskjör verða betri í öðrum löndum enda munu þau ekki láta sitt eftir liggja í þessum efnum. Mörg önnur lönd munu leita leiða til að skara fram úr í tækniþróun. Við viljum ekki sitja eftir. Það er þrennt sem brýnt er að gera hvað varðar menntakerfið. Í fyrsta lagi þarf að stytta kennaranám úr fimm árum í þrjú ár. Langt háskólanám fyrir ekki betri kjör fælir frá. Í öðru lagi þarf að mennta nemendur til að glíma við samtímann og áskoranir framtíðarinnar. Þess vegna er nauðsynlegt er að gera raungreinum og skapandi hugsun hátt undir höfði. Í þriðja lagi þarf hið opinbera að horfast í augu við það að því hefur mistekist að skapa kennarastéttinni áhugavert starfsumhverfi. Samkvæmt PISA-könnunum hefur árangri nemenda sömuleiðis farið hrakandi síðustu ár. Þetta er ekki góður vitnisburður. Sveitarfélög og ríkið þurfa að gefa skólakerfinu lausan tauminn og treysta einkaframtakinu og kappsömu skólafólki. Gefa því frjálsar hendur til reka góða skóla með ólíkar áherslur og námskrár en verði ekki steypt í form sem hamlar framförum. Núverandi fyrirkomulag er ekki að skila viðunandi árangri. Það að efla menntakerfið þarf að vera forgangsmál stjórnvalda. Góð menntun er eitt stærsta hagsmunamál landsins um þessar mundir. Við eigum mikið undir að það takist vel upp.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar