Að byrja á byrjuninni Ólöf Skaftadóttir skrifar 23. janúar 2019 07:30 Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorunin sem ráða þarf fram úr í viðkvæmum kjaraviðræðum og mikið ríður á að leysist farsællega úr. Tillögur sem lagðar voru fram af stýrihópi um málið í gær fela í sér að sveitarfélög verði skylduð til að taka þátt í uppbyggingu almennra leiguíbúða og að stuðningur við óhagnaðardrifin leigufélög verði aukinn. Tillögur hópsins, sem eru í 40 liðum, miða einkum að því að byggðar verði fleiri íbúðir á viðráðanlegu verði. Það er ekkert nýmæli, heldur nokkuð sem fjölmargir hafa bent á undanfarin ár. Forkólfar verkalýðsfélaganna hafa sagt að launahækkanir undanfarinna ára hafi brunnið upp á húsnæðismarkaði. Sumir hafa gengið svo langt að lýsa yfir neyðarástandi í þeim efnum, þá sérstaklega í Reykjavík, stærsta sveitarfélagi landsins. Það er mikið til í þeim fullyrðingum. Fáum dylst ástandið á húsnæðismarkaði þar sem verðið hefur hækkað vel umfram launaþróun síðustu ár. Erfitt er að eignast fyrstu íbúð. Leiguverð hefur hækkað. Íbúðalánasjóður metur sem svo að þúsundir íbúða vanti inn á markaðinn, til viðbótar við það sem þegar er byggt. Þá er nefnt í tillögunum að einfalda þurfi regluverk og rafvæða þurfi stjórnsýsluna til þess að greiða götuna fyrir uppbyggingu. Þar þurfa sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að standa sig betur. Flókið regluverkafargan er stór hluti vandans. Með því að ráðast í að einfalda það er hægt að byggja hagkvæmari íbúðir á skemmri tíma. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins hefur bent á að farganið geri ráð fyrir sömu kröfum við byggingarframkvæmdir hvort sem á að byggja einbýlishús eða hátæknisjúkrahús. Það er einfaldlega galið fyrirkomulag – sem skilar litlu öðru en tímaeyðslu embættismanna, leggur stein í götu verktaka og eykur kostnað almennings. Sveitarfélögin bera mikla ábyrgð. Þau fara með skipulagsvald. Víða hefur ekki verið staðið nægilega vel að uppbyggingu húsnæðis, til að mynda í borginni, þar sem stórar íbúðir eru iðulega byggðar á ódýrum svæðum og litlar íbúðir á dýrum svæðum. Stefna borgaryfirvalda á stóran þátt í því neyðarástandi sem ríkir. Ljóst er að núverandi fyrirkomulag gerir lítið fyrir tekjulitla og eignalága og þá sem eru að festa kaup á sinni fyrstu eign. Vissulega sníða byggingarreglugerðir uppbyggingu þröngan stakk, en það er sveitarfélaga að þrýsta á um sveigjanlegra regluverk. Það er sveitarfélaga að úthluta lóðum á hagstæðum svæðum, undir hagkvæmt húsnæði. Það er sveitarfélaga að stilla gjaldtöku í hóf og það er sveitarfélaga að tryggja skilvirkni í leyfisveitingum. Núverandi stefnu þarf að breyta. Ærið verkefni er fram undan til þess að laga stöðuna á húsnæðismarkaði. Einhvers staðar þarf að byrja. Til dæmis með því að einfalda frumskógarregluverkið sem gerir alla uppbyggingu mun erfiðari. Byrja á byrjuninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorunin sem ráða þarf fram úr í viðkvæmum kjaraviðræðum og mikið ríður á að leysist farsællega úr. Tillögur sem lagðar voru fram af stýrihópi um málið í gær fela í sér að sveitarfélög verði skylduð til að taka þátt í uppbyggingu almennra leiguíbúða og að stuðningur við óhagnaðardrifin leigufélög verði aukinn. Tillögur hópsins, sem eru í 40 liðum, miða einkum að því að byggðar verði fleiri íbúðir á viðráðanlegu verði. Það er ekkert nýmæli, heldur nokkuð sem fjölmargir hafa bent á undanfarin ár. Forkólfar verkalýðsfélaganna hafa sagt að launahækkanir undanfarinna ára hafi brunnið upp á húsnæðismarkaði. Sumir hafa gengið svo langt að lýsa yfir neyðarástandi í þeim efnum, þá sérstaklega í Reykjavík, stærsta sveitarfélagi landsins. Það er mikið til í þeim fullyrðingum. Fáum dylst ástandið á húsnæðismarkaði þar sem verðið hefur hækkað vel umfram launaþróun síðustu ár. Erfitt er að eignast fyrstu íbúð. Leiguverð hefur hækkað. Íbúðalánasjóður metur sem svo að þúsundir íbúða vanti inn á markaðinn, til viðbótar við það sem þegar er byggt. Þá er nefnt í tillögunum að einfalda þurfi regluverk og rafvæða þurfi stjórnsýsluna til þess að greiða götuna fyrir uppbyggingu. Þar þurfa sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að standa sig betur. Flókið regluverkafargan er stór hluti vandans. Með því að ráðast í að einfalda það er hægt að byggja hagkvæmari íbúðir á skemmri tíma. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins hefur bent á að farganið geri ráð fyrir sömu kröfum við byggingarframkvæmdir hvort sem á að byggja einbýlishús eða hátæknisjúkrahús. Það er einfaldlega galið fyrirkomulag – sem skilar litlu öðru en tímaeyðslu embættismanna, leggur stein í götu verktaka og eykur kostnað almennings. Sveitarfélögin bera mikla ábyrgð. Þau fara með skipulagsvald. Víða hefur ekki verið staðið nægilega vel að uppbyggingu húsnæðis, til að mynda í borginni, þar sem stórar íbúðir eru iðulega byggðar á ódýrum svæðum og litlar íbúðir á dýrum svæðum. Stefna borgaryfirvalda á stóran þátt í því neyðarástandi sem ríkir. Ljóst er að núverandi fyrirkomulag gerir lítið fyrir tekjulitla og eignalága og þá sem eru að festa kaup á sinni fyrstu eign. Vissulega sníða byggingarreglugerðir uppbyggingu þröngan stakk, en það er sveitarfélaga að þrýsta á um sveigjanlegra regluverk. Það er sveitarfélaga að úthluta lóðum á hagstæðum svæðum, undir hagkvæmt húsnæði. Það er sveitarfélaga að stilla gjaldtöku í hóf og það er sveitarfélaga að tryggja skilvirkni í leyfisveitingum. Núverandi stefnu þarf að breyta. Ærið verkefni er fram undan til þess að laga stöðuna á húsnæðismarkaði. Einhvers staðar þarf að byrja. Til dæmis með því að einfalda frumskógarregluverkið sem gerir alla uppbyggingu mun erfiðari. Byrja á byrjuninni.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar