Juan Guaido, forseti venesúelska þingsins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, lýsti sjálfan sig réttmætan forseta landsins í dag. Trump tilkynnti skömmu síðar að Bandaríkin viðurkenndu Guaido sem forseta.
Þegar Maduro ávarpaði stuðningsmenn sína í höfuðborginni Karakas í dag sagðist hann gefa bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Þúsundir manna hafa tekið þátt í mótmælum gegn ríkisstjórn Maduro sem hefur steypt Venesúela í efnahagskreppu í Karakas dag. Maduro náði endurkjöri í kosningum fyrr í þessum mánuði sem önnur ríki hafa dregið í efa að hafi farið heiðarlega fram.