Ráðist í stóra úttekt á myglu í Fossvogsskóla Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. janúar 2019 08:30 Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/hanna Veikindi nokkurra barna í Fossvogsskóla í vetur eru af foreldrunum rakin til myglu í skólabyggingunni. Verkfræðistofan Mannvit sem tók sýni í haust sagði rakaskemmdir í húsnæðinu einhverjar en ekki miklar. Eftir að fimm ryksýni og eitt efnissýni voru tekin í Fossvogsskóla 20. og 21. september og niðurstöður rannsóknar lágu fyrir var ráðist í alþrif á húsnæðinu í desember samkvæmt ráðleggingum frá umhverfis- og skipulagssviði og skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Einn nemandi mun hafa verið mjög mikið frá vegna veikinda sem myglunni er kennt um og fleiri börn munu hafa fundið til verulegra óþæginda og verið slöpp. Blaðamaður náði ekki tali af Aðalbjörgu Ingadóttur, skólastjóra Fossvogsskóla, í gær en í tölvupósti hennar til foreldra fyrir viku er farið yfir stöðuna. Foreldri barns sem sýnt hafi einkenni sem rekja megi til lélegra loftgæða ásamt foreldri annars barns í skólanum gagnrýni túlkun Mannvits á greiningu Náttúrufræðistofnunar Íslands á sýnunum og sömuleiðis aðgerðirnar í kjölfarið. Telji þeir að í sýnunum sé að finna merki um að húsnæðið sé ekki laust við rakaskemmdir og myglu. „Foreldri barnsins telur að Mannvit mistúlki niðurstöður NÍ og að sýnin sem tekin voru gefi ekki raunsanna mynd af loftgæðum í húsnæðinu,“ segir í pósti skólastjórans sem boðar nýja úttekt í öllum skólanum. „Skólaráð er vel upplýst um alla málavöxtu og lítur málið alvarlegum augum,“ skrifar Aðalbjörg foreldrunum. „Skólaráð væntir þess að fá svör sem allra fyrst um að fyrirhugaðar mælingar á loftgæðum sem gera á á næstunni verði gerðar með ítarlegum hætti þannig að þær gefi raunsanna mynd af loftgæðum í skólahúsnæðinu svo að ekki leiki vafi á því hvort um rakaskemmdir eða myglu er að ræða.“ Fréttablaðið vildi í gær fá að mynda inni í Fossvogsskóla, meðal annars á kaffistofu kennara þar sem rakablettir eru í loftklæðningu. Ljósmyndari hitti þá fyrir Aðalbjörgu skólastjóra sem leyfði ekki myndatökur á meðan málið væri enn í skoðun. Nýtt vinnulag vegna rakaskemmda var kynnt í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur á þriðjudag. Bókaði áheyrnarfulltrúi framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva að þeir fögnuðu því að verklagsreglur vegna myglu verði að veruleika. Skort hafi á mat, eftirfylgni og framkvæmd hjá borginni í þessum efnum. „Í dag er húsnæði þriggja frístundamiðstöðva óhæft til notkunar vegna myglu og er óvissa um fjórðu frístundamiðstöðina. Fyrir liggja óskir framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva um að flýta fyrir að viðeigandi lausnir finnist á húsnæðisvanda frístundamiðstöðvanna, óskir þess efnis hafa því miður ekki komist í ferli þrátt fyrir ítrekaðar óskir,“ bókaði áheyrnarfulltrúinn. gar@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Veikindi nokkurra barna í Fossvogsskóla í vetur eru af foreldrunum rakin til myglu í skólabyggingunni. Verkfræðistofan Mannvit sem tók sýni í haust sagði rakaskemmdir í húsnæðinu einhverjar en ekki miklar. Eftir að fimm ryksýni og eitt efnissýni voru tekin í Fossvogsskóla 20. og 21. september og niðurstöður rannsóknar lágu fyrir var ráðist í alþrif á húsnæðinu í desember samkvæmt ráðleggingum frá umhverfis- og skipulagssviði og skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Einn nemandi mun hafa verið mjög mikið frá vegna veikinda sem myglunni er kennt um og fleiri börn munu hafa fundið til verulegra óþæginda og verið slöpp. Blaðamaður náði ekki tali af Aðalbjörgu Ingadóttur, skólastjóra Fossvogsskóla, í gær en í tölvupósti hennar til foreldra fyrir viku er farið yfir stöðuna. Foreldri barns sem sýnt hafi einkenni sem rekja megi til lélegra loftgæða ásamt foreldri annars barns í skólanum gagnrýni túlkun Mannvits á greiningu Náttúrufræðistofnunar Íslands á sýnunum og sömuleiðis aðgerðirnar í kjölfarið. Telji þeir að í sýnunum sé að finna merki um að húsnæðið sé ekki laust við rakaskemmdir og myglu. „Foreldri barnsins telur að Mannvit mistúlki niðurstöður NÍ og að sýnin sem tekin voru gefi ekki raunsanna mynd af loftgæðum í húsnæðinu,“ segir í pósti skólastjórans sem boðar nýja úttekt í öllum skólanum. „Skólaráð er vel upplýst um alla málavöxtu og lítur málið alvarlegum augum,“ skrifar Aðalbjörg foreldrunum. „Skólaráð væntir þess að fá svör sem allra fyrst um að fyrirhugaðar mælingar á loftgæðum sem gera á á næstunni verði gerðar með ítarlegum hætti þannig að þær gefi raunsanna mynd af loftgæðum í skólahúsnæðinu svo að ekki leiki vafi á því hvort um rakaskemmdir eða myglu er að ræða.“ Fréttablaðið vildi í gær fá að mynda inni í Fossvogsskóla, meðal annars á kaffistofu kennara þar sem rakablettir eru í loftklæðningu. Ljósmyndari hitti þá fyrir Aðalbjörgu skólastjóra sem leyfði ekki myndatökur á meðan málið væri enn í skoðun. Nýtt vinnulag vegna rakaskemmda var kynnt í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur á þriðjudag. Bókaði áheyrnarfulltrúi framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva að þeir fögnuðu því að verklagsreglur vegna myglu verði að veruleika. Skort hafi á mat, eftirfylgni og framkvæmd hjá borginni í þessum efnum. „Í dag er húsnæði þriggja frístundamiðstöðva óhæft til notkunar vegna myglu og er óvissa um fjórðu frístundamiðstöðina. Fyrir liggja óskir framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva um að flýta fyrir að viðeigandi lausnir finnist á húsnæðisvanda frístundamiðstöðvanna, óskir þess efnis hafa því miður ekki komist í ferli þrátt fyrir ítrekaðar óskir,“ bókaði áheyrnarfulltrúinn. gar@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira