Pompeo gagnrýndi Obama harðlega Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2019 15:53 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Amr Nabil Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýnd Barack Obama, fyrrverandi forseta, harðlega í ræðu í Kaíró nú í dag. Pompeo sagði Obama hafa skaðað orðspor og hlutverk Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, hafa skaðað bandamenn Bandaríkjanna á svæðinu og ekki staðið nægjanlega í hárinu á Íran. Hann sagði Obama hafa verið barnalegan og ragan. Þá sagði utanríkisráðherrann að Bandaríkin hefðu lært af mistökum sínum í Mið-Austurlöndum. Bandaríkin væru nú orðin afl til góðs á svæðinu. Pompeo minntist ekkert á mannréttindi íbúa og hrósaði einræðisríkjunum Sádi-Arabíu og Barein í hástert fyrir að sporna gegn áhrifum Íran. Pompeo gagnrýndi Obama einnig fyrir ræðu hans í Kaíró árið 2009, þegar forsetinn sagði að Bandaríkin sætu ekki á svörum við flóknum vandræðum Mið-Austurlanda. Pompeo sagði Obama ekki hafa sýnt nægjanlegt stolt og að tímabil sjálfs-skammar væri liðið í Bandaríkjunum..@SecPompeo: "The age of self-inflicted American shame is over and so are the policies that produced so much needless suffering." Watch complete remarks in Cairo, Egypt here: https://t.co/1Q5Z3bl8dEpic.twitter.com/ucafKRW41P — CSPAN (@cspan) January 10, 2019 Það hefur vakið mikla athygli að meðal þeirra mistaka sem Pompeo sagði að Bandaríkin hefðu lært af væri að þegar Bandaríkin færu í flýti frá átakasvæðum fylltist það tómarúm sem eftir yrði oft með óreiðu. Þetta sagði hann þrátt fyrir skyndiákvörðun Donald Trump, forseta, að kalla um tvö þúsund hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi. Sú ákvörðun kom ráðgjöfum og starfsmönnum Trump, sem og forsvarsmönnum hersins, verulega á óvart og leiddi til þess að Jim Mattis, varnarmálaráðherra sagði af sér. Pompeo ítrekaði að hermennirnir myndu fara frá Sýrlandi en sagði að þrátt fyrir það yrði baráttunni gegn Íslamska ríkinu haldið áfram og hann sagði einnig að Bandaríkin myndu bola öllum Írönum frá Sýrlandi. Hann sagði þó ekki hvernig ríkisstjórn Trump ætlaði að gera það og þá sérstaklega með tilliti til þess að sýrlenskir Kúrdar, helstu og jafnframt einu bandamenn Bandaríkjanna í Sýrlandi, líta á ákvörðun Trump sem svik og að Tyrkir hafi ítrekað hótað að gera innrás í Sýrlandi og herja á sýrlenska Kúrda. Samtökin National Security Action, sem inniheldur að mestu fyrrverandi starfsmenn Obama, sögðu ræðu Pompeo vera smásálarlega. „Að þessi ríkisstjórn finni enn þörfina, nærri því tíu árum síðar, til að gagnrýna viðleitni til að mynda tengsl við íbúa Mið-Austurlanda og vestrænna ríkja bendir ekki bara á smásálarleika ríkisstjórnar Donald Trump, heldur einnig á skort á sýn ríkisstjórnarinnar varðandi hlutverk Bandaríkjanna á svæðinu og höfnun gilda Bandaríkjanna,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum.Ræðu Pompeo má sjá hér að neðan. Hún hefst eftir um níu mínútur. Bandaríkin Barein Íran Mið-Austurlönd Sádi-Arabía Sýrland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýnd Barack Obama, fyrrverandi forseta, harðlega í ræðu í Kaíró nú í dag. Pompeo sagði Obama hafa skaðað orðspor og hlutverk Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, hafa skaðað bandamenn Bandaríkjanna á svæðinu og ekki staðið nægjanlega í hárinu á Íran. Hann sagði Obama hafa verið barnalegan og ragan. Þá sagði utanríkisráðherrann að Bandaríkin hefðu lært af mistökum sínum í Mið-Austurlöndum. Bandaríkin væru nú orðin afl til góðs á svæðinu. Pompeo minntist ekkert á mannréttindi íbúa og hrósaði einræðisríkjunum Sádi-Arabíu og Barein í hástert fyrir að sporna gegn áhrifum Íran. Pompeo gagnrýndi Obama einnig fyrir ræðu hans í Kaíró árið 2009, þegar forsetinn sagði að Bandaríkin sætu ekki á svörum við flóknum vandræðum Mið-Austurlanda. Pompeo sagði Obama ekki hafa sýnt nægjanlegt stolt og að tímabil sjálfs-skammar væri liðið í Bandaríkjunum..@SecPompeo: "The age of self-inflicted American shame is over and so are the policies that produced so much needless suffering." Watch complete remarks in Cairo, Egypt here: https://t.co/1Q5Z3bl8dEpic.twitter.com/ucafKRW41P — CSPAN (@cspan) January 10, 2019 Það hefur vakið mikla athygli að meðal þeirra mistaka sem Pompeo sagði að Bandaríkin hefðu lært af væri að þegar Bandaríkin færu í flýti frá átakasvæðum fylltist það tómarúm sem eftir yrði oft með óreiðu. Þetta sagði hann þrátt fyrir skyndiákvörðun Donald Trump, forseta, að kalla um tvö þúsund hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi. Sú ákvörðun kom ráðgjöfum og starfsmönnum Trump, sem og forsvarsmönnum hersins, verulega á óvart og leiddi til þess að Jim Mattis, varnarmálaráðherra sagði af sér. Pompeo ítrekaði að hermennirnir myndu fara frá Sýrlandi en sagði að þrátt fyrir það yrði baráttunni gegn Íslamska ríkinu haldið áfram og hann sagði einnig að Bandaríkin myndu bola öllum Írönum frá Sýrlandi. Hann sagði þó ekki hvernig ríkisstjórn Trump ætlaði að gera það og þá sérstaklega með tilliti til þess að sýrlenskir Kúrdar, helstu og jafnframt einu bandamenn Bandaríkjanna í Sýrlandi, líta á ákvörðun Trump sem svik og að Tyrkir hafi ítrekað hótað að gera innrás í Sýrlandi og herja á sýrlenska Kúrda. Samtökin National Security Action, sem inniheldur að mestu fyrrverandi starfsmenn Obama, sögðu ræðu Pompeo vera smásálarlega. „Að þessi ríkisstjórn finni enn þörfina, nærri því tíu árum síðar, til að gagnrýna viðleitni til að mynda tengsl við íbúa Mið-Austurlanda og vestrænna ríkja bendir ekki bara á smásálarleika ríkisstjórnar Donald Trump, heldur einnig á skort á sýn ríkisstjórnarinnar varðandi hlutverk Bandaríkjanna á svæðinu og höfnun gilda Bandaríkjanna,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum.Ræðu Pompeo má sjá hér að neðan. Hún hefst eftir um níu mínútur.
Bandaríkin Barein Íran Mið-Austurlönd Sádi-Arabía Sýrland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira