ÍA vann stórsigur á Keflavík þegar liðin mættust í A-deild Fótbolta.net mótsins í morgun en leikið var á Akranesi.
Stefán Teitur Þórðarson kom Skagamönnum yfir strax á 11. mínútu leiksins. Arnar Már Guðjónsson og Gonzalo Zamorano bættu sínu markinu við hvor undir lok fyrri hálfleiks og fór ÍA því með vænlega stöðu inn í hálfleikinn.
Fjórða og síðasta markið skoraði Einar Logi Einarsson þegar um klukkutími var liðinn af leiknum.
Þetta var fyrsti leikur beggja liða í mótinu en það hófst í gærkvöld. Með þeim í riðli spila Stjarnan og FH.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
