Bein tenging á milli umferðarhraða og alvarleika slysa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2019 11:30 Það stórminnkar alvarleika slysa að minnka umferðarhraða úr 50 kílómetra hraða á klukkustund í 40 kílómetra á klukkustund. vísir/vilhelm Það er bein tenging á milli umferðarhraða, slysahættu og alvarleika slysa að sögn Ólafar Kristjánsdóttur, umferðarverkfræðings hjá Mannviti. Þannig stórminnkar það alvarleika slysa að minnka umferðarhraða úr 50 kílómetra hraða á klukkustund í 40 kílómetra á klukkustund. Ólöf ræddi umferðina í Bítinu á Bylgjunni í morgun en mikið hefur verið rætt um Hringbrautina í því samhengi eftir að keyrt var á barn sem var að fara yfir á gönguljósum á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í liðinni viku. Ólöf segir að rannsóknir sýni að það að minnka umferðarhraða dragi mjög úr líkum þess að gangandi vegfarendur láti lífið við árekstur. Þannig séu rúmlega 80 prósent líkur á dauðsfalli þar sem umferðarhraði er 50 kílómetrar á klukkustund en tæplega 40 prósent líkur ef umferðarhraðinn er 40 kílómetrar á klukkustund. Ólöf Kristjánsdóttir er umferðarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Mannvit.Ólöf segir mikilvægt að lækka umferðarhraðann á Hringbrautinni og gera gönguleiðir öruggari. Spurð út í hvort ráð væri að setja göngubrú eða undirgöng á þeim stað þar sem slysið varð í síðustu viku segir Ólöf að það væri fróðlegt að skoða hvort hægt væri að koma fyrir göngubrú á svæðinu. Mannvit hefði hins vegar skoðað hvort þarna væri hægt að koma fyrir undirgöngum og var niðurstaðan sú að það yrði mjög erfitt þar sem það myndu ekki nást ásættanlegir rampar. Viðtalið við Ólöfu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þar er nánar rætt um umferðarhraða og áhrif hans á mengun sem berst frá bílum. Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42 Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Það er bein tenging á milli umferðarhraða, slysahættu og alvarleika slysa að sögn Ólafar Kristjánsdóttur, umferðarverkfræðings hjá Mannviti. Þannig stórminnkar það alvarleika slysa að minnka umferðarhraða úr 50 kílómetra hraða á klukkustund í 40 kílómetra á klukkustund. Ólöf ræddi umferðina í Bítinu á Bylgjunni í morgun en mikið hefur verið rætt um Hringbrautina í því samhengi eftir að keyrt var á barn sem var að fara yfir á gönguljósum á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í liðinni viku. Ólöf segir að rannsóknir sýni að það að minnka umferðarhraða dragi mjög úr líkum þess að gangandi vegfarendur láti lífið við árekstur. Þannig séu rúmlega 80 prósent líkur á dauðsfalli þar sem umferðarhraði er 50 kílómetrar á klukkustund en tæplega 40 prósent líkur ef umferðarhraðinn er 40 kílómetrar á klukkustund. Ólöf Kristjánsdóttir er umferðarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Mannvit.Ólöf segir mikilvægt að lækka umferðarhraðann á Hringbrautinni og gera gönguleiðir öruggari. Spurð út í hvort ráð væri að setja göngubrú eða undirgöng á þeim stað þar sem slysið varð í síðustu viku segir Ólöf að það væri fróðlegt að skoða hvort hægt væri að koma fyrir göngubrú á svæðinu. Mannvit hefði hins vegar skoðað hvort þarna væri hægt að koma fyrir undirgöngum og var niðurstaðan sú að það yrði mjög erfitt þar sem það myndu ekki nást ásættanlegir rampar. Viðtalið við Ólöfu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þar er nánar rætt um umferðarhraða og áhrif hans á mengun sem berst frá bílum.
Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42 Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00
Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42
Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16