Bein tenging á milli umferðarhraða og alvarleika slysa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2019 11:30 Það stórminnkar alvarleika slysa að minnka umferðarhraða úr 50 kílómetra hraða á klukkustund í 40 kílómetra á klukkustund. vísir/vilhelm Það er bein tenging á milli umferðarhraða, slysahættu og alvarleika slysa að sögn Ólafar Kristjánsdóttur, umferðarverkfræðings hjá Mannviti. Þannig stórminnkar það alvarleika slysa að minnka umferðarhraða úr 50 kílómetra hraða á klukkustund í 40 kílómetra á klukkustund. Ólöf ræddi umferðina í Bítinu á Bylgjunni í morgun en mikið hefur verið rætt um Hringbrautina í því samhengi eftir að keyrt var á barn sem var að fara yfir á gönguljósum á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í liðinni viku. Ólöf segir að rannsóknir sýni að það að minnka umferðarhraða dragi mjög úr líkum þess að gangandi vegfarendur láti lífið við árekstur. Þannig séu rúmlega 80 prósent líkur á dauðsfalli þar sem umferðarhraði er 50 kílómetrar á klukkustund en tæplega 40 prósent líkur ef umferðarhraðinn er 40 kílómetrar á klukkustund. Ólöf Kristjánsdóttir er umferðarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Mannvit.Ólöf segir mikilvægt að lækka umferðarhraðann á Hringbrautinni og gera gönguleiðir öruggari. Spurð út í hvort ráð væri að setja göngubrú eða undirgöng á þeim stað þar sem slysið varð í síðustu viku segir Ólöf að það væri fróðlegt að skoða hvort hægt væri að koma fyrir göngubrú á svæðinu. Mannvit hefði hins vegar skoðað hvort þarna væri hægt að koma fyrir undirgöngum og var niðurstaðan sú að það yrði mjög erfitt þar sem það myndu ekki nást ásættanlegir rampar. Viðtalið við Ólöfu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þar er nánar rætt um umferðarhraða og áhrif hans á mengun sem berst frá bílum. Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42 Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Það er bein tenging á milli umferðarhraða, slysahættu og alvarleika slysa að sögn Ólafar Kristjánsdóttur, umferðarverkfræðings hjá Mannviti. Þannig stórminnkar það alvarleika slysa að minnka umferðarhraða úr 50 kílómetra hraða á klukkustund í 40 kílómetra á klukkustund. Ólöf ræddi umferðina í Bítinu á Bylgjunni í morgun en mikið hefur verið rætt um Hringbrautina í því samhengi eftir að keyrt var á barn sem var að fara yfir á gönguljósum á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í liðinni viku. Ólöf segir að rannsóknir sýni að það að minnka umferðarhraða dragi mjög úr líkum þess að gangandi vegfarendur láti lífið við árekstur. Þannig séu rúmlega 80 prósent líkur á dauðsfalli þar sem umferðarhraði er 50 kílómetrar á klukkustund en tæplega 40 prósent líkur ef umferðarhraðinn er 40 kílómetrar á klukkustund. Ólöf Kristjánsdóttir er umferðarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Mannvit.Ólöf segir mikilvægt að lækka umferðarhraðann á Hringbrautinni og gera gönguleiðir öruggari. Spurð út í hvort ráð væri að setja göngubrú eða undirgöng á þeim stað þar sem slysið varð í síðustu viku segir Ólöf að það væri fróðlegt að skoða hvort hægt væri að koma fyrir göngubrú á svæðinu. Mannvit hefði hins vegar skoðað hvort þarna væri hægt að koma fyrir undirgöngum og var niðurstaðan sú að það yrði mjög erfitt þar sem það myndu ekki nást ásættanlegir rampar. Viðtalið við Ólöfu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þar er nánar rætt um umferðarhraða og áhrif hans á mengun sem berst frá bílum.
Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42 Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00
Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42
Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16