Íslensku félögin verða að birta ársreikning sinn á netinu til að komast í gegnum leyfiskerfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2019 10:30 Valsmenn eru Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára og hafa bætt við sig mörgum sterkum leikmönnum í vetur. Vísir/Bára Upplýsingar um rekstur bestu knattspyrnuliða landsins eiga að vera gegnsæjar og opinberar á netinu hjá þeim félögum sem ætla að komast í gegnum leyfiskerfi KSÍ. Liðin sem ætla að spila í Pepsi-deildinni og Inkasso deildinni sumarið 2019 þurfa að að skila nákvæmum og sértökum gögnum í gegnum leyfiskerfi KSÍ eins og síðustu ár en kröfurnar eru alltaf að aukast. Knattspyrnusamband Íslands hélt á dögunum árlegan vinnufund með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga. Fundurinn stóð yfir í einn og hálfan klukktúma og var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ. KSÍ segir frá fundinum á heimasíðu sinni en þar kemur fram að hann hafi að venju vel sóttur af fulltrúum félaga í efstu tveimur deildum karla, sem eru þær deildir sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.Frá fundinum.Mynd/KSÍÁ fundinum fór Lúðvík Georgsson, formaður leyfisráðs KSÍ, yfir þær breytingar sem orðið hafa á leyfisreglugerð KSÍ og leyfisreglugerð UEFA á milli ára. Undanfarin ellefu ár hefur Lúðvík setið í leyfisnefnd UEFA en á liðnu ári sat hann einnig í sérstökum vinnuhópi hjá UEFA sem vann að áðurnefndum reglugerðarbreytingum. Birna María Sigurðardóttir frá Deloitte fór svo ítarlega yfir fjárhagslega þætti. Auk þess fór Birna María yfir áhersluatriði við skil á fjárhagsgögnum á nýju leyfistímabili í kjölfar breytinga á leyfisreglugerð KSÍ.Í frétt Knattspyrnusamband Íslands um fundinni má nálgast glærukynningar frá vinnufundinum og þar fróðlegt að skoða frekar þessi nýju áhersluatriði. Meðal annars verður leyfisumsækjandi verður að birta á vefsíðu sinni, eða vefsíðu KSÍ, síðasta endurskoðaða ársreikning sinn eftir yfirferð KSÍ. Meðal lágmarkskrafa er að upplýsa um heildarupphæð greiðslu til eða í þágu umboðsmanna á reikningsárinu auk þess að segja frá öllum kostnaði við varanleg félagaskipti. Félögin þurfa einnig að gefa upp hvata- og bónusgreiðslur til leikmanna sem og bætur vegna uppsagnar starfsmanna eins og þjálfara. Félögin þurfa líka að kynna sér reikningsskilareglur vegna sérstakra tekjuliða og þar er nefnt sem dæmi ársmiða, tekjur af útsendingum, greiðslur frá styrktaraðilum og önnur framlög. Meðal atugasemda Deloitte frá leyfisferlinu í fyrra þá kom fram að útistandandi kröfur eða skuldir vegna leikmannaskipta stemma stundum ekki á milli félaganna sem um ræðir. Þar kemur líka fram að háar fjárhæðir eru oft ekki sundurliðaðar, heldur færðar sem aðrar tekjur, aðrar skammtímaskuldir eða aðrar skammtímakröfur. Þetta þarf að laga fyrir skilin í ár. Það hefur líka vantað mikið af gögnum frá félögunum í fyrstu yfirferð en það eru gögn eins og ráðningarbréf og staðfestingarbréf. Hér fyrir neðan má nálgast þessar glærukynningar frá Lúðvíki S. Georgssyni og Birnu Maríu Sigurðardóttur.Breytingar á leyfisreglugerð, útgáfa 4.1. (Lúðvík S. Georgsson)Fjárhagslegir þættir (Birna María Sigurðardóttir) Íslenski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Sjá meira
Upplýsingar um rekstur bestu knattspyrnuliða landsins eiga að vera gegnsæjar og opinberar á netinu hjá þeim félögum sem ætla að komast í gegnum leyfiskerfi KSÍ. Liðin sem ætla að spila í Pepsi-deildinni og Inkasso deildinni sumarið 2019 þurfa að að skila nákvæmum og sértökum gögnum í gegnum leyfiskerfi KSÍ eins og síðustu ár en kröfurnar eru alltaf að aukast. Knattspyrnusamband Íslands hélt á dögunum árlegan vinnufund með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga. Fundurinn stóð yfir í einn og hálfan klukktúma og var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ. KSÍ segir frá fundinum á heimasíðu sinni en þar kemur fram að hann hafi að venju vel sóttur af fulltrúum félaga í efstu tveimur deildum karla, sem eru þær deildir sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.Frá fundinum.Mynd/KSÍÁ fundinum fór Lúðvík Georgsson, formaður leyfisráðs KSÍ, yfir þær breytingar sem orðið hafa á leyfisreglugerð KSÍ og leyfisreglugerð UEFA á milli ára. Undanfarin ellefu ár hefur Lúðvík setið í leyfisnefnd UEFA en á liðnu ári sat hann einnig í sérstökum vinnuhópi hjá UEFA sem vann að áðurnefndum reglugerðarbreytingum. Birna María Sigurðardóttir frá Deloitte fór svo ítarlega yfir fjárhagslega þætti. Auk þess fór Birna María yfir áhersluatriði við skil á fjárhagsgögnum á nýju leyfistímabili í kjölfar breytinga á leyfisreglugerð KSÍ.Í frétt Knattspyrnusamband Íslands um fundinni má nálgast glærukynningar frá vinnufundinum og þar fróðlegt að skoða frekar þessi nýju áhersluatriði. Meðal annars verður leyfisumsækjandi verður að birta á vefsíðu sinni, eða vefsíðu KSÍ, síðasta endurskoðaða ársreikning sinn eftir yfirferð KSÍ. Meðal lágmarkskrafa er að upplýsa um heildarupphæð greiðslu til eða í þágu umboðsmanna á reikningsárinu auk þess að segja frá öllum kostnaði við varanleg félagaskipti. Félögin þurfa einnig að gefa upp hvata- og bónusgreiðslur til leikmanna sem og bætur vegna uppsagnar starfsmanna eins og þjálfara. Félögin þurfa líka að kynna sér reikningsskilareglur vegna sérstakra tekjuliða og þar er nefnt sem dæmi ársmiða, tekjur af útsendingum, greiðslur frá styrktaraðilum og önnur framlög. Meðal atugasemda Deloitte frá leyfisferlinu í fyrra þá kom fram að útistandandi kröfur eða skuldir vegna leikmannaskipta stemma stundum ekki á milli félaganna sem um ræðir. Þar kemur líka fram að háar fjárhæðir eru oft ekki sundurliðaðar, heldur færðar sem aðrar tekjur, aðrar skammtímaskuldir eða aðrar skammtímakröfur. Þetta þarf að laga fyrir skilin í ár. Það hefur líka vantað mikið af gögnum frá félögunum í fyrstu yfirferð en það eru gögn eins og ráðningarbréf og staðfestingarbréf. Hér fyrir neðan má nálgast þessar glærukynningar frá Lúðvíki S. Georgssyni og Birnu Maríu Sigurðardóttur.Breytingar á leyfisreglugerð, útgáfa 4.1. (Lúðvík S. Georgsson)Fjárhagslegir þættir (Birna María Sigurðardóttir)
Íslenski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Sjá meira