Geir Þorsteinsson mun fara fram gegn Guðna Bergssyni, sitjandi formanni KSÍ, á ársþingi sambandsins í næsta mánuði en Guðni tók við formannsstöðunni af Geir á síðasta ársþingi árið 2017.
Guðni var í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem leitað var viðbragða hans við framboði Geirs. Kemur framboð Geirs formanninum á óvart?
„Bæði og. Ég vissi af því að Geir væri að velta þessu fyrir sér og væri í sambandi við fólk í hreyfingunni um það mögulega að fara fram. Að því leyti kom það mér ekki á óvart. Hins vegar; miðað við stöðuna, ég búinn að vera í tvö ár og hvað við höfum verið að gera í hreyfingunni með frábæru starfsfólki og frábærri stjórn. Geir steig til hliðar eftir 25 ára starf og er heiðursformaður. Í ljósi þessa kom þetta mér á óvart,“ segir Guðni.
Geir telur þörf á að breyta skipulagi íslenskrar knattspyrnu og leggur mikla áherslu á bætta samvinnu við aðildarfélögin. Hvað hefur Guðni um það að segja?
„Við erum, að ég tel, mjög virk í því að reyna að hlusta vel á aðildarfélögin og taka fótboltann fram á við líkt og við höfum verið að gera með stefnumótun og nýju skipuriti og svo framvegis,“ segir Guðni.
Innslagið með viðtalinu við Guðna má sjá í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.
Guðni vonast eftir málefnalegri baráttu um formannsstöðuna
Tengdar fréttir

Geir býður sig fram gegn Guðna: Formannsslagur í febrúar
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun fá mótframboð á ársþingi KSÍ í febrúar en Geir Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig fram á nýjan leik.

Geir: Átök innan hreyfingarinnar sem eru ekki á yfirborðinu
Geir Þorsteinsson segir að það þurfi að gera róttækar breytingar á KSÍ og íslenskum fótbolta.

Geir vill breyta skipulagi íslenskrar knattspyrnu
Geir Þorsteinsson mun bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í febrúar. Hann ræddi ákvörðun sína við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2.