Guðni: Ekki átti ég nú von á að fara í formannsslag við heiðursformann sambandsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2019 13:15 Guðni Bergsson. Getty/Shaun Botterill Guðni Bergsson, formaður KSÍ, viðurkennir það á Twitter reikningi sínum að hann hafi ekki átt von á því að vera fara í formannskjör á móti Geir Þorsteinssyni. Geir Þorsteinsson tilkynnti það um helgina að hann ætli að bjóða sig fram sem formann KSÍ á 73. ársþingi KSÍ sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica þann 9. febrúar næstkomandi. Geir var formaður KSÍ í tíu ár frá 2007 til 2017 en þar á undan hafði hann verið framkvæmdastjóri knattspyrnusambandsins í áratug. Árin 2017 og 2018 voru því tvö fyrstu árin í tvo áratugi þar sem Geir var ekki innanbúðarmaður hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Nú vill Geir komast aftur að kjötkötlunum.Ekki átti ég nú von á að fara í formannsslag við heiðursformann sambandsins. Það hefur verið unnið gott starf hér innan KSÍ síðustu 2 árin. Höfum verið framsækin og kraftmikil - ég er til í baráttuna #fotboltinet — Guðni Bergsson (@gudnibergs) January 7, 2019 Guðni Bergsson tók við formennsku af Geir á 71. ársþingi KSÍ í Höllinni í Vestmannaeyjum 11. febrúar 2017. Guðni segist þrátt fyrir óvænt framboð vera til í baráttuna. „Ekki átti ég nú von á að fara í formannsslag við heiðursformann sambandsins. Það hefur verið unnið gott starf hér innan KSÍ síðustu 2 árin. Höfum verið framsækin og kraftmikil - ég er til í baráttuna,“ skrifaði Guðni. Á umræddu ársþingi KSÍ sem fór fram í Vestmannaeyjum í febrúar 2017 var Geir Þorsteinsson kosinn heiðursformaður sambandsins. Samkvæmt 43. grein í lögum KSÍ þá hefur heiðursformaður rétt til setu og málfrelsi á stjórnarfundum KSÍ og kemur fram fyrir hönd sambandsins þegar stjórn þess óskar eftir. Heiðursformenn KSÍ eru nú þrír; þeir Geir Þorsteinsson, Eggert Magnússon og Ellert B Schram. Geir Þorsteinsson var í spjalli í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði það ekki hlutverk sitt að dæma störf Guðna. Það væri aðildarfélaganna.Klippa: Bítið - Geir Þorsteinsson býður sig fram til formennsku í KSÍ á nýjan leik Íslenski boltinn Tengdar fréttir Mikil togstreita hefur myndast Geir Þorsteinsson býður sig fram til formanns KSÍ en gegndi þeirri stöðu á árunum 2007-17. Hann vill efla félögin í landinu og breyta skipulagi KSÍ. Hann segir nauðsynlegt að lægja öldurnar í íslenskum fótbolta. 7. janúar 2019 08:00 Guðni vonast eftir málefnalegri baráttu um formannsstöðuna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem leitað var viðbragða hans við framboði Geirs Þorsteinssonar. 5. janúar 2019 19:58 Geir býður sig fram gegn Guðna: Formannsslagur í febrúar Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun fá mótframboð á ársþingi KSÍ í febrúar en Geir Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig fram á nýjan leik. 5. janúar 2019 12:15 Geir: Átök innan hreyfingarinnar sem eru ekki á yfirborðinu Geir Þorsteinsson segir að það þurfi að gera róttækar breytingar á KSÍ og íslenskum fótbolta. 5. janúar 2019 13:16 Geir vill breyta skipulagi íslenskrar knattspyrnu Geir Þorsteinsson mun bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í febrúar. Hann ræddi ákvörðun sína við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. 5. janúar 2019 19:40 Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, viðurkennir það á Twitter reikningi sínum að hann hafi ekki átt von á því að vera fara í formannskjör á móti Geir Þorsteinssyni. Geir Þorsteinsson tilkynnti það um helgina að hann ætli að bjóða sig fram sem formann KSÍ á 73. ársþingi KSÍ sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica þann 9. febrúar næstkomandi. Geir var formaður KSÍ í tíu ár frá 2007 til 2017 en þar á undan hafði hann verið framkvæmdastjóri knattspyrnusambandsins í áratug. Árin 2017 og 2018 voru því tvö fyrstu árin í tvo áratugi þar sem Geir var ekki innanbúðarmaður hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Nú vill Geir komast aftur að kjötkötlunum.Ekki átti ég nú von á að fara í formannsslag við heiðursformann sambandsins. Það hefur verið unnið gott starf hér innan KSÍ síðustu 2 árin. Höfum verið framsækin og kraftmikil - ég er til í baráttuna #fotboltinet — Guðni Bergsson (@gudnibergs) January 7, 2019 Guðni Bergsson tók við formennsku af Geir á 71. ársþingi KSÍ í Höllinni í Vestmannaeyjum 11. febrúar 2017. Guðni segist þrátt fyrir óvænt framboð vera til í baráttuna. „Ekki átti ég nú von á að fara í formannsslag við heiðursformann sambandsins. Það hefur verið unnið gott starf hér innan KSÍ síðustu 2 árin. Höfum verið framsækin og kraftmikil - ég er til í baráttuna,“ skrifaði Guðni. Á umræddu ársþingi KSÍ sem fór fram í Vestmannaeyjum í febrúar 2017 var Geir Þorsteinsson kosinn heiðursformaður sambandsins. Samkvæmt 43. grein í lögum KSÍ þá hefur heiðursformaður rétt til setu og málfrelsi á stjórnarfundum KSÍ og kemur fram fyrir hönd sambandsins þegar stjórn þess óskar eftir. Heiðursformenn KSÍ eru nú þrír; þeir Geir Þorsteinsson, Eggert Magnússon og Ellert B Schram. Geir Þorsteinsson var í spjalli í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði það ekki hlutverk sitt að dæma störf Guðna. Það væri aðildarfélaganna.Klippa: Bítið - Geir Þorsteinsson býður sig fram til formennsku í KSÍ á nýjan leik
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Mikil togstreita hefur myndast Geir Þorsteinsson býður sig fram til formanns KSÍ en gegndi þeirri stöðu á árunum 2007-17. Hann vill efla félögin í landinu og breyta skipulagi KSÍ. Hann segir nauðsynlegt að lægja öldurnar í íslenskum fótbolta. 7. janúar 2019 08:00 Guðni vonast eftir málefnalegri baráttu um formannsstöðuna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem leitað var viðbragða hans við framboði Geirs Þorsteinssonar. 5. janúar 2019 19:58 Geir býður sig fram gegn Guðna: Formannsslagur í febrúar Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun fá mótframboð á ársþingi KSÍ í febrúar en Geir Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig fram á nýjan leik. 5. janúar 2019 12:15 Geir: Átök innan hreyfingarinnar sem eru ekki á yfirborðinu Geir Þorsteinsson segir að það þurfi að gera róttækar breytingar á KSÍ og íslenskum fótbolta. 5. janúar 2019 13:16 Geir vill breyta skipulagi íslenskrar knattspyrnu Geir Þorsteinsson mun bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í febrúar. Hann ræddi ákvörðun sína við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. 5. janúar 2019 19:40 Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Sjá meira
Mikil togstreita hefur myndast Geir Þorsteinsson býður sig fram til formanns KSÍ en gegndi þeirri stöðu á árunum 2007-17. Hann vill efla félögin í landinu og breyta skipulagi KSÍ. Hann segir nauðsynlegt að lægja öldurnar í íslenskum fótbolta. 7. janúar 2019 08:00
Guðni vonast eftir málefnalegri baráttu um formannsstöðuna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem leitað var viðbragða hans við framboði Geirs Þorsteinssonar. 5. janúar 2019 19:58
Geir býður sig fram gegn Guðna: Formannsslagur í febrúar Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun fá mótframboð á ársþingi KSÍ í febrúar en Geir Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig fram á nýjan leik. 5. janúar 2019 12:15
Geir: Átök innan hreyfingarinnar sem eru ekki á yfirborðinu Geir Þorsteinsson segir að það þurfi að gera róttækar breytingar á KSÍ og íslenskum fótbolta. 5. janúar 2019 13:16
Geir vill breyta skipulagi íslenskrar knattspyrnu Geir Þorsteinsson mun bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í febrúar. Hann ræddi ákvörðun sína við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. 5. janúar 2019 19:40