„Engin spurning“ að Trump sé rasisti að mati þingmannsins unga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2019 16:30 Alexandria Ocasio-Cortez hefur komið inn sem stormsveipur í stjórnmálin í Bandaríkjunum. Getty/Cheriss May Alexandria Ocasio-Cortez, nýr þingmaður Demókrata og ein helsta vonarstjarna flokksins segir að það sé „engin spurning“ að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé rasisti. Þetta kom fram í viðtali Ocasio-Cortez í 60 mínútum sem birt var í gær. Hin 29 ára gamla Ocasio-Cortez er yngsta konan sem kjörin hefur verið á Bandaríkjaþing. Gefur hún sig út fyrir að vera róttækur vinstri sinni og hefur hún heldur betur hrist upp í þinginu frá því að hún tók sæti í síðustu viku. Í viðtalinu var hún spurð að því hvort hún teldi Trump forseta vera kynþáttahatara. „Já, engin spurning,“ svaraði Ocasio-Cortez áður en hún hélt áfram. „Þegar þú skoðar orðin sem hann notar, sem sögulega séð eru einskonar kallmerki hvítra þjóðernissinna, þegar þú skoðar hvernig hann brást við atvikinu í Charlottesville, þar sem nýnasistar myrtu konu og berð það svo saman við hvernig hann býr til vandamál eins og við landamærin þar sem innflytjendur óska eftir hæli á löglegan hátt. Munurinn er eins og munurinn á degi og nóttu,“ sagði Ocasio CortezRepúblikanar og aðrir sem eru mótfallnir því sem Ocasio-Cortez segist standa fyrir hafa reynt að koma höggi á hana frá því að ljóst var að hún hefði náð kjöri á þing. Hefur hún verið kölluð róttæklingur og öfgamaður en hún segist stolt af því að vera kallaður róttæklingur. „Þeir einu sem hafa breytt heiminum hafa verið róttæklingar,“ sagði Cortez sem meðal annars hefur lagt til að settur verði 70 prósent skattur á hæstu tekjur einstaklinga í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Tilraun til að smána yngstu þingkonuna misheppnaðist Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez dansandi á háskólaárum sínum fór í dreifingu á netinu en hlaut önnur viðbrögð en ætlunin virðist hafa verið. 4. janúar 2019 10:58 Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11 Svarar smánunartilraun hægrimanna með fleiri danssporum Alexandria Ocasio-Cortez, yngsta konan sem tekið hefur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, svaraði í dag myndbandi sem bandarískir hægrimenn deildu í tilraun til að lítillæka hana. 4. janúar 2019 18:58 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Alexandria Ocasio-Cortez, nýr þingmaður Demókrata og ein helsta vonarstjarna flokksins segir að það sé „engin spurning“ að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé rasisti. Þetta kom fram í viðtali Ocasio-Cortez í 60 mínútum sem birt var í gær. Hin 29 ára gamla Ocasio-Cortez er yngsta konan sem kjörin hefur verið á Bandaríkjaþing. Gefur hún sig út fyrir að vera róttækur vinstri sinni og hefur hún heldur betur hrist upp í þinginu frá því að hún tók sæti í síðustu viku. Í viðtalinu var hún spurð að því hvort hún teldi Trump forseta vera kynþáttahatara. „Já, engin spurning,“ svaraði Ocasio-Cortez áður en hún hélt áfram. „Þegar þú skoðar orðin sem hann notar, sem sögulega séð eru einskonar kallmerki hvítra þjóðernissinna, þegar þú skoðar hvernig hann brást við atvikinu í Charlottesville, þar sem nýnasistar myrtu konu og berð það svo saman við hvernig hann býr til vandamál eins og við landamærin þar sem innflytjendur óska eftir hæli á löglegan hátt. Munurinn er eins og munurinn á degi og nóttu,“ sagði Ocasio CortezRepúblikanar og aðrir sem eru mótfallnir því sem Ocasio-Cortez segist standa fyrir hafa reynt að koma höggi á hana frá því að ljóst var að hún hefði náð kjöri á þing. Hefur hún verið kölluð róttæklingur og öfgamaður en hún segist stolt af því að vera kallaður róttæklingur. „Þeir einu sem hafa breytt heiminum hafa verið róttæklingar,“ sagði Cortez sem meðal annars hefur lagt til að settur verði 70 prósent skattur á hæstu tekjur einstaklinga í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Tilraun til að smána yngstu þingkonuna misheppnaðist Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez dansandi á háskólaárum sínum fór í dreifingu á netinu en hlaut önnur viðbrögð en ætlunin virðist hafa verið. 4. janúar 2019 10:58 Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11 Svarar smánunartilraun hægrimanna með fleiri danssporum Alexandria Ocasio-Cortez, yngsta konan sem tekið hefur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, svaraði í dag myndbandi sem bandarískir hægrimenn deildu í tilraun til að lítillæka hana. 4. janúar 2019 18:58 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Tilraun til að smána yngstu þingkonuna misheppnaðist Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez dansandi á háskólaárum sínum fór í dreifingu á netinu en hlaut önnur viðbrögð en ætlunin virðist hafa verið. 4. janúar 2019 10:58
Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11
Svarar smánunartilraun hægrimanna með fleiri danssporum Alexandria Ocasio-Cortez, yngsta konan sem tekið hefur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, svaraði í dag myndbandi sem bandarískir hægrimenn deildu í tilraun til að lítillæka hana. 4. janúar 2019 18:58