Segir Trump hafa seinkað brottflutningi hermanna frá Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 31. desember 2018 11:22 Lindsey Graham fyrir utan Hvíta húsið í gær. AP/Pablo Martinez Monsivais Þingmaðurinn Lindsay Graham segir að Donald Trump hafi ákveðið að seinka brottflutningi hermanna Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Graham, sem hefur lengi stutt Trump, fundaði með forsetanum í gær en hann hefur gagnrýnt ákvörðun Trump að kalla um tvö þúsund hermenn frá Sýrlandi. Það ákvað Trump fyrr í mánuðinum og hélt hann því fram að búið væri að sigra Íslamska ríkið, sem er rangt.Sýrlenskir Kúrdar, bandamenn Bandaríkjanna gegn ISIS, segja ákvörðun Trump vera svik en þeir óttast árás Tyrkja og vígamanna sem studdir eru af Tyrklandi og þeir óttast upprisu ISIS sömuleiðis. Áætlað er að samtökin búi enn yfir allt að þrjátíu þúsund vígamönnum í Sýrlandi og Írak. Varnarmálaráðherra Trump og fulltrúi hans í baráttunni gegn ISIS hafa hætt störfum sínum vegna ákvörðunarinnar. Eftir fund Graham og Trump í gær sagði þingmaðurinn að Trump væri meðvitaður um hættuna sem steðjar. Hann tísti í nótt og sagði að Trump hefði lýst því yfir að þremur skilyrðum yrði að ná áður en Bandaríkin færu frá Sýrlandi. Fyrst þyrfti að tryggja að ISIS-liðar yrðu algerlega sigraðir og komið í veg fyrir upprisu samtakanna. Þá þyrfti einnig að tryggja að Íran myndi ekki fylla upp í það tómarúm sem brotthvarf Bandaríkjanna myndi skapa og tryggja þyrfti öryggi Kúrda í Sýrlandi.The President will make sure any withdrawal from Syria will be done in a fashion to ensure: 1) ISIS is permanently destroyed. 2) Iran doesn’t fill in the back end, and 3) our Kurdish allies are protected. — Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) December 30, 2018 Graham sagði Trump vera að ræða við hershöfðingja sína og bandamenn til að ganga úr skugga um að þessum markmiðum verði náð. Vert er að benda á það að þetta eru sömu skilyrði og voru til staðar áður en Trump ákvað að kalla hermennina heim. Þar að auki þarf að taka fram að Trump sjálfur hefur ekki staðfest þessi ummæli Graham.Sen. Lindsey Graham, who criticized President Trump's withdrawal of troops from the Middle East, says Trump today told him "some things I didn't know that make me feel a lot better about where we're headed in Syria" pic.twitter.com/HBbvzirDfO — CBS News (@CBSNews) December 30, 2018 Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Þingmaðurinn Lindsay Graham segir að Donald Trump hafi ákveðið að seinka brottflutningi hermanna Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Graham, sem hefur lengi stutt Trump, fundaði með forsetanum í gær en hann hefur gagnrýnt ákvörðun Trump að kalla um tvö þúsund hermenn frá Sýrlandi. Það ákvað Trump fyrr í mánuðinum og hélt hann því fram að búið væri að sigra Íslamska ríkið, sem er rangt.Sýrlenskir Kúrdar, bandamenn Bandaríkjanna gegn ISIS, segja ákvörðun Trump vera svik en þeir óttast árás Tyrkja og vígamanna sem studdir eru af Tyrklandi og þeir óttast upprisu ISIS sömuleiðis. Áætlað er að samtökin búi enn yfir allt að þrjátíu þúsund vígamönnum í Sýrlandi og Írak. Varnarmálaráðherra Trump og fulltrúi hans í baráttunni gegn ISIS hafa hætt störfum sínum vegna ákvörðunarinnar. Eftir fund Graham og Trump í gær sagði þingmaðurinn að Trump væri meðvitaður um hættuna sem steðjar. Hann tísti í nótt og sagði að Trump hefði lýst því yfir að þremur skilyrðum yrði að ná áður en Bandaríkin færu frá Sýrlandi. Fyrst þyrfti að tryggja að ISIS-liðar yrðu algerlega sigraðir og komið í veg fyrir upprisu samtakanna. Þá þyrfti einnig að tryggja að Íran myndi ekki fylla upp í það tómarúm sem brotthvarf Bandaríkjanna myndi skapa og tryggja þyrfti öryggi Kúrda í Sýrlandi.The President will make sure any withdrawal from Syria will be done in a fashion to ensure: 1) ISIS is permanently destroyed. 2) Iran doesn’t fill in the back end, and 3) our Kurdish allies are protected. — Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) December 30, 2018 Graham sagði Trump vera að ræða við hershöfðingja sína og bandamenn til að ganga úr skugga um að þessum markmiðum verði náð. Vert er að benda á það að þetta eru sömu skilyrði og voru til staðar áður en Trump ákvað að kalla hermennina heim. Þar að auki þarf að taka fram að Trump sjálfur hefur ekki staðfest þessi ummæli Graham.Sen. Lindsey Graham, who criticized President Trump's withdrawal of troops from the Middle East, says Trump today told him "some things I didn't know that make me feel a lot better about where we're headed in Syria" pic.twitter.com/HBbvzirDfO — CBS News (@CBSNews) December 30, 2018
Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira