22 þúsund sörur fleyta fimleikahópnum til Bandaríkjanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. desember 2018 11:43 Hluti hópsins við baksturinn, í húsakynnum Dunkin' Donuts, í október. Ella Holt „Krúttlega fjáröflunarhugmyndin“ fyrir meistarahóp Gróttu í fimleikum gekk vonum framar, að sögn eins aðstandenda hópsins. Greint var frá því um miðjan október að fimleikastelpurnar, sem eru á aldrinum 13 til 18 ára, væru byrjaðar að baka sörur af miklum móð og ætluðu sér svo að selja þær á 100 krónur stykkið. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Að sögn Ellu Holt, móðir einnar stúlku í hópnum, bakaði hópurinn alls rúmlega 22 þúsund sörur sem seldust allar. „Og gott betur, við erum löngu hættar að taka pantanir,“ segir Ella og bætir við að nú sér verið að ganga frá síðustu afhendingunum, en sörurnar voru afhentar í gjafaumbúðum.Sjá einnig: Krúttleg fjáröflun varð að tíu þúsund sörumEinfaldur reikningur sýnir að óhætt er að áætla að með því að selja 22 þúsund sörur á 100 krónur stykkið hafi hópnum tekist að safna rúmum 2,2 milljónum króna með uppátækinu. Stelpurnar komist því í keppnisferða til Bandaríkjanna eins og stefnt var að og mun hópurinn fljúga til Tennessee þann 14. febrúar næstkomandi. Ella segir stúlkurnar þakklátar þeim styrktaraðilum sem gerðu baksturinn mögulegan; Mjólkursamsölunni, Nathan og Olsen, ísbúðin Skúbb auk Freyju. Þá hafi hópurinn fengið afnot af eldhúsi Dunkin’ Donuts við baksturinn og segir Ella að þetta hafi verið „ótrúlega lærdómsríkt ferli“ sem hafi gefist vel. Þá vilji hópurinn koma á framfæri þökkum til íbúa Vesturbæjar Reykjavíkur og Seltjarnarness, sem Ella segir að hafa veitt stúlkunum frábærar móttökur. Jól Matur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Krúttleg fjáröflun varð að tíu þúsund sörum Móður stúlku í meistarahópi Gróttu í fimleikum datt í hug að sörubakstur væri góð fjáröflun. Hana óraði þó ekki fyrir undirtektunum. 19. október 2018 07:00 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Sjá meira
„Krúttlega fjáröflunarhugmyndin“ fyrir meistarahóp Gróttu í fimleikum gekk vonum framar, að sögn eins aðstandenda hópsins. Greint var frá því um miðjan október að fimleikastelpurnar, sem eru á aldrinum 13 til 18 ára, væru byrjaðar að baka sörur af miklum móð og ætluðu sér svo að selja þær á 100 krónur stykkið. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Að sögn Ellu Holt, móðir einnar stúlku í hópnum, bakaði hópurinn alls rúmlega 22 þúsund sörur sem seldust allar. „Og gott betur, við erum löngu hættar að taka pantanir,“ segir Ella og bætir við að nú sér verið að ganga frá síðustu afhendingunum, en sörurnar voru afhentar í gjafaumbúðum.Sjá einnig: Krúttleg fjáröflun varð að tíu þúsund sörumEinfaldur reikningur sýnir að óhætt er að áætla að með því að selja 22 þúsund sörur á 100 krónur stykkið hafi hópnum tekist að safna rúmum 2,2 milljónum króna með uppátækinu. Stelpurnar komist því í keppnisferða til Bandaríkjanna eins og stefnt var að og mun hópurinn fljúga til Tennessee þann 14. febrúar næstkomandi. Ella segir stúlkurnar þakklátar þeim styrktaraðilum sem gerðu baksturinn mögulegan; Mjólkursamsölunni, Nathan og Olsen, ísbúðin Skúbb auk Freyju. Þá hafi hópurinn fengið afnot af eldhúsi Dunkin’ Donuts við baksturinn og segir Ella að þetta hafi verið „ótrúlega lærdómsríkt ferli“ sem hafi gefist vel. Þá vilji hópurinn koma á framfæri þökkum til íbúa Vesturbæjar Reykjavíkur og Seltjarnarness, sem Ella segir að hafa veitt stúlkunum frábærar móttökur.
Jól Matur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Krúttleg fjáröflun varð að tíu þúsund sörum Móður stúlku í meistarahópi Gróttu í fimleikum datt í hug að sörubakstur væri góð fjáröflun. Hana óraði þó ekki fyrir undirtektunum. 19. október 2018 07:00 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Sjá meira
Krúttleg fjáröflun varð að tíu þúsund sörum Móður stúlku í meistarahópi Gróttu í fimleikum datt í hug að sörubakstur væri góð fjáröflun. Hana óraði þó ekki fyrir undirtektunum. 19. október 2018 07:00