Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2018 14:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Rúmlega tvö þúsund bandarískir hermenn verða dregnir frá Sýrlandi og öllum landaðgerðum gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams verður hætt samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Erlendir miðlar greinar frá ákvörðun Trump og vitna til embættismanna varnarmálaráðuneytisins. Reuters-fréttastofan segir að hún myndi stangast á við stefnu Jim Mattis, varnarmálaráðherra, um að Bandaríkin hafi áfram viðveru í Sýrlandi til að koma í veg fyrir að Ríki íslams nái að hasla sér völl þar aftur. Hryðjuverkamennirnir stefndu að því að stofna kalífadæmi á landsvæðum í Írak og Sýrlandi.Washington Post segir að Bandaríkjaher hafi enn ekki tekist að uppræta samtökin algerlega í miðju Sýrlandi. Hætta sé á að þau nái aftur fótfestu hverfi bandarískir hermenn þaðan. Ákvörðunin hafi verið tekin skyndilega í gær í skugga ágreinings við tyrknesk stjórnvöld. Tyrkir segja að kúrdískir bandamenn Bandaríkjahers séu hryðjuverkamenn og hafa heitið því að beita hervaldi gegn þeim. Trump forseti hefur ítrekað viljað draga herlið Bandaríkjanna frá átakasvæðum eins og Sýrlandi, Afganistan og Írak. Ráðgjöfum hans og yfirmönnum hersins hefur fram að þessu tekist að tala hann ofan af því. „Við höfum sigrað Ríki íslams í Sýrlandi, eina ástæða mín fyrir að vera þarna í Trump-forsetatíðinni,“ tísti Trump í dag inn á milli fullyrðinga um að Mexíkóar myndu greiða fyrir landamæramúr og ásakana um pólitískar ásakanir gegn sér vegna góðgerðasamtaka sem saksóknarar segja að hafi verið notuð ólöglega.We have defeated ISIS in Syria, my only reason for being there during the Trump Presidency.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 19, 2018 Kúvending á stefnu ríkisstjórnarinnar Ákvörðun Trump nú virðist alger kúvending á stefnu ríkisstjórnar hans. Brett McGurk, sérstakur fulltrúi forsetans í baráttunni gegn Ríki íslams, sagði á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í síðustu viku að bandarískir hermenn yrðu áfram í Sýrlandi eftir að Ríki íslams yrði lagt að velli þar til tryggt yrði að ósigur þess yrði varanlegur. Endalok hryðjuverkasamtakanna væru lengri tíma verkefni. „Enginn sem vinnur að þessum málefnum frá degi til dags er andvaralaus. Það er enginn að lýsa því yfir að sigur sé unninn. Að sigra kalífadæmið í núverandi mynd er eitt stig í mun lengri herferð,“ sagði McGurk 11. desember. Lindsay Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana og einn helsti áhrifamaður flokksins í utanríkismálum, segir að það yrðu risavaxin mistök í anda Baracks Obama fyrrverandi forseta að draga herliðið til baka frá Sýrlandi. Ekki sé búið að sigra Ríki íslams í Sýrlandi eða Írak og allra síst Afganistan. Afturköllun herliðsins yrði hvatning fyrir Ríki íslams að safna aftur liði. „Donald Trump forseti hefur rétt fyrir sér að vilja að halda aftur af útþenslu Írans. Hins vegar að græfi það gríðarlega undan þeim tilraunum að draga herliðið okkar í Sýrlandi til baka og setti bandamenn okkar Kúrda í hættu,“ tísti Graham.Withdrawal of this small American force in Syria would be a huge Obama-like mistake. https://t.co/atsjHUyJlB— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) December 19, 2018 Afganistan Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Sýrland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira
Rúmlega tvö þúsund bandarískir hermenn verða dregnir frá Sýrlandi og öllum landaðgerðum gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams verður hætt samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Erlendir miðlar greinar frá ákvörðun Trump og vitna til embættismanna varnarmálaráðuneytisins. Reuters-fréttastofan segir að hún myndi stangast á við stefnu Jim Mattis, varnarmálaráðherra, um að Bandaríkin hafi áfram viðveru í Sýrlandi til að koma í veg fyrir að Ríki íslams nái að hasla sér völl þar aftur. Hryðjuverkamennirnir stefndu að því að stofna kalífadæmi á landsvæðum í Írak og Sýrlandi.Washington Post segir að Bandaríkjaher hafi enn ekki tekist að uppræta samtökin algerlega í miðju Sýrlandi. Hætta sé á að þau nái aftur fótfestu hverfi bandarískir hermenn þaðan. Ákvörðunin hafi verið tekin skyndilega í gær í skugga ágreinings við tyrknesk stjórnvöld. Tyrkir segja að kúrdískir bandamenn Bandaríkjahers séu hryðjuverkamenn og hafa heitið því að beita hervaldi gegn þeim. Trump forseti hefur ítrekað viljað draga herlið Bandaríkjanna frá átakasvæðum eins og Sýrlandi, Afganistan og Írak. Ráðgjöfum hans og yfirmönnum hersins hefur fram að þessu tekist að tala hann ofan af því. „Við höfum sigrað Ríki íslams í Sýrlandi, eina ástæða mín fyrir að vera þarna í Trump-forsetatíðinni,“ tísti Trump í dag inn á milli fullyrðinga um að Mexíkóar myndu greiða fyrir landamæramúr og ásakana um pólitískar ásakanir gegn sér vegna góðgerðasamtaka sem saksóknarar segja að hafi verið notuð ólöglega.We have defeated ISIS in Syria, my only reason for being there during the Trump Presidency.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 19, 2018 Kúvending á stefnu ríkisstjórnarinnar Ákvörðun Trump nú virðist alger kúvending á stefnu ríkisstjórnar hans. Brett McGurk, sérstakur fulltrúi forsetans í baráttunni gegn Ríki íslams, sagði á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í síðustu viku að bandarískir hermenn yrðu áfram í Sýrlandi eftir að Ríki íslams yrði lagt að velli þar til tryggt yrði að ósigur þess yrði varanlegur. Endalok hryðjuverkasamtakanna væru lengri tíma verkefni. „Enginn sem vinnur að þessum málefnum frá degi til dags er andvaralaus. Það er enginn að lýsa því yfir að sigur sé unninn. Að sigra kalífadæmið í núverandi mynd er eitt stig í mun lengri herferð,“ sagði McGurk 11. desember. Lindsay Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana og einn helsti áhrifamaður flokksins í utanríkismálum, segir að það yrðu risavaxin mistök í anda Baracks Obama fyrrverandi forseta að draga herliðið til baka frá Sýrlandi. Ekki sé búið að sigra Ríki íslams í Sýrlandi eða Írak og allra síst Afganistan. Afturköllun herliðsins yrði hvatning fyrir Ríki íslams að safna aftur liði. „Donald Trump forseti hefur rétt fyrir sér að vilja að halda aftur af útþenslu Írans. Hins vegar að græfi það gríðarlega undan þeim tilraunum að draga herliðið okkar í Sýrlandi til baka og setti bandamenn okkar Kúrda í hættu,“ tísti Graham.Withdrawal of this small American force in Syria would be a huge Obama-like mistake. https://t.co/atsjHUyJlB— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) December 19, 2018
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Sýrland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira