Hertaka og Khashoggi ofarlega á blaði hjá G20 Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2018 08:00 Mohammed bin Salman og Vladímír Pútín eru líklegast tveir umdeildustu gestir G20-fundarins. Nordicphotos/AFP Leiðtogar G20-ríkjanna mættu til fundar í Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu, í gær. Til umræðu var til að mynda tollastríð Bandaríkjanna og Kína, útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, hertaka þriggja úkraínskra herskipa á Asovshafi og morðið á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, sem Mohammed bin Salman krónprins er sagður bera höfuðábyrgð á. Fundinum lýkur í dag. Gærdagurinn hófst af krafti þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Enrique Pena Nieto, sem lætur af embætti Mexíkóforseta í dag, undirrituðu nýjan fríverslunarsamning sem hugsaður er sem arftaki NAFTA-samningsins. Málið var eitt af helstu loforðum Trumps í kosningabaráttunni. „Þetta hefur verið langt og ansi erfitt ferli. Við höfum þurft að taka á okkur ýmis högg á leiðinni en þetta er öllum ríkjunum til hagsbóta,“ sagði Trump. Samningurinn fer nú fyrir þing ríkjanna þriggja og það gæti reynst Trump erfitt enda fengu Demókratar meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningum í nóvember. Trump átti bókaðan fund með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á G20-fundinum en aflýsti vegna fyrrnefndrar hertöku Rússa á úkraínsku herskipunum. María Sakarova, upplýsingafulltrúi rússneska utanríkisráðuneytisins, véfengdi í gær þessa útskýringu Trumps. Sagði líklegra að svarið lægi í bandarískum innanríkismálum. Þar vitnaði hún til rannsóknar sérstaks saksóknara á meintu samráði forsetaframboðs Trumps við Rússa, sem bæði Trump og Rússar neita að hafi átt sér stað. Þegar Trump mætti til fundar í gær sagði fréttaveita AP að hann hefði heilsað leiðtogum Kanada, Japans og Frakklands og rætt við þá. Hann hafi hins vegar gengið beinustu leið fram hjá, ekki einu sinni heilsað, Pútín og Mohammed krónprins. AP sagði sömuleiðis frá því að óeining á meðal G20-ríkjanna virtist ætla að valda því að ekki næðist nokkur samstaða um sameiginlega yfirlýsingu um stefnu í loftslagsmálum og fríverslun. Eins og frægt er orðið dró Trump ríki sitt út úr Parísarsamkomulaginu og þá á hann sömuleiðis í tollastríði við Evrópu, Kanada og Kína. Xi Jinping, forseti Kína, fundaði með Trump í gær vegna tollastríðsins. Það lá þó ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun hver afrakstur fundarins var. Sömuleiðis fundaði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, með Mohammed krónprins en sömu sögu er að segja af þeim fundi. May hafði áður sagst ætla að ræða sérstaklega um mál Khashoggis. Argentína Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Kanada Morðið á Khashoggi Rússland Suður-Ameríka Úkraína Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Leiðtogar G20-ríkjanna mættu til fundar í Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu, í gær. Til umræðu var til að mynda tollastríð Bandaríkjanna og Kína, útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, hertaka þriggja úkraínskra herskipa á Asovshafi og morðið á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, sem Mohammed bin Salman krónprins er sagður bera höfuðábyrgð á. Fundinum lýkur í dag. Gærdagurinn hófst af krafti þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Enrique Pena Nieto, sem lætur af embætti Mexíkóforseta í dag, undirrituðu nýjan fríverslunarsamning sem hugsaður er sem arftaki NAFTA-samningsins. Málið var eitt af helstu loforðum Trumps í kosningabaráttunni. „Þetta hefur verið langt og ansi erfitt ferli. Við höfum þurft að taka á okkur ýmis högg á leiðinni en þetta er öllum ríkjunum til hagsbóta,“ sagði Trump. Samningurinn fer nú fyrir þing ríkjanna þriggja og það gæti reynst Trump erfitt enda fengu Demókratar meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningum í nóvember. Trump átti bókaðan fund með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á G20-fundinum en aflýsti vegna fyrrnefndrar hertöku Rússa á úkraínsku herskipunum. María Sakarova, upplýsingafulltrúi rússneska utanríkisráðuneytisins, véfengdi í gær þessa útskýringu Trumps. Sagði líklegra að svarið lægi í bandarískum innanríkismálum. Þar vitnaði hún til rannsóknar sérstaks saksóknara á meintu samráði forsetaframboðs Trumps við Rússa, sem bæði Trump og Rússar neita að hafi átt sér stað. Þegar Trump mætti til fundar í gær sagði fréttaveita AP að hann hefði heilsað leiðtogum Kanada, Japans og Frakklands og rætt við þá. Hann hafi hins vegar gengið beinustu leið fram hjá, ekki einu sinni heilsað, Pútín og Mohammed krónprins. AP sagði sömuleiðis frá því að óeining á meðal G20-ríkjanna virtist ætla að valda því að ekki næðist nokkur samstaða um sameiginlega yfirlýsingu um stefnu í loftslagsmálum og fríverslun. Eins og frægt er orðið dró Trump ríki sitt út úr Parísarsamkomulaginu og þá á hann sömuleiðis í tollastríði við Evrópu, Kanada og Kína. Xi Jinping, forseti Kína, fundaði með Trump í gær vegna tollastríðsins. Það lá þó ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun hver afrakstur fundarins var. Sömuleiðis fundaði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, með Mohammed krónprins en sömu sögu er að segja af þeim fundi. May hafði áður sagst ætla að ræða sérstaklega um mál Khashoggis.
Argentína Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Kanada Morðið á Khashoggi Rússland Suður-Ameríka Úkraína Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira