Hertaka og Khashoggi ofarlega á blaði hjá G20 Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2018 08:00 Mohammed bin Salman og Vladímír Pútín eru líklegast tveir umdeildustu gestir G20-fundarins. Nordicphotos/AFP Leiðtogar G20-ríkjanna mættu til fundar í Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu, í gær. Til umræðu var til að mynda tollastríð Bandaríkjanna og Kína, útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, hertaka þriggja úkraínskra herskipa á Asovshafi og morðið á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, sem Mohammed bin Salman krónprins er sagður bera höfuðábyrgð á. Fundinum lýkur í dag. Gærdagurinn hófst af krafti þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Enrique Pena Nieto, sem lætur af embætti Mexíkóforseta í dag, undirrituðu nýjan fríverslunarsamning sem hugsaður er sem arftaki NAFTA-samningsins. Málið var eitt af helstu loforðum Trumps í kosningabaráttunni. „Þetta hefur verið langt og ansi erfitt ferli. Við höfum þurft að taka á okkur ýmis högg á leiðinni en þetta er öllum ríkjunum til hagsbóta,“ sagði Trump. Samningurinn fer nú fyrir þing ríkjanna þriggja og það gæti reynst Trump erfitt enda fengu Demókratar meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningum í nóvember. Trump átti bókaðan fund með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á G20-fundinum en aflýsti vegna fyrrnefndrar hertöku Rússa á úkraínsku herskipunum. María Sakarova, upplýsingafulltrúi rússneska utanríkisráðuneytisins, véfengdi í gær þessa útskýringu Trumps. Sagði líklegra að svarið lægi í bandarískum innanríkismálum. Þar vitnaði hún til rannsóknar sérstaks saksóknara á meintu samráði forsetaframboðs Trumps við Rússa, sem bæði Trump og Rússar neita að hafi átt sér stað. Þegar Trump mætti til fundar í gær sagði fréttaveita AP að hann hefði heilsað leiðtogum Kanada, Japans og Frakklands og rætt við þá. Hann hafi hins vegar gengið beinustu leið fram hjá, ekki einu sinni heilsað, Pútín og Mohammed krónprins. AP sagði sömuleiðis frá því að óeining á meðal G20-ríkjanna virtist ætla að valda því að ekki næðist nokkur samstaða um sameiginlega yfirlýsingu um stefnu í loftslagsmálum og fríverslun. Eins og frægt er orðið dró Trump ríki sitt út úr Parísarsamkomulaginu og þá á hann sömuleiðis í tollastríði við Evrópu, Kanada og Kína. Xi Jinping, forseti Kína, fundaði með Trump í gær vegna tollastríðsins. Það lá þó ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun hver afrakstur fundarins var. Sömuleiðis fundaði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, með Mohammed krónprins en sömu sögu er að segja af þeim fundi. May hafði áður sagst ætla að ræða sérstaklega um mál Khashoggis. Argentína Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Kanada Morðið á Khashoggi Rússland Suður-Ameríka Úkraína Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Leiðtogar G20-ríkjanna mættu til fundar í Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu, í gær. Til umræðu var til að mynda tollastríð Bandaríkjanna og Kína, útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, hertaka þriggja úkraínskra herskipa á Asovshafi og morðið á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, sem Mohammed bin Salman krónprins er sagður bera höfuðábyrgð á. Fundinum lýkur í dag. Gærdagurinn hófst af krafti þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Enrique Pena Nieto, sem lætur af embætti Mexíkóforseta í dag, undirrituðu nýjan fríverslunarsamning sem hugsaður er sem arftaki NAFTA-samningsins. Málið var eitt af helstu loforðum Trumps í kosningabaráttunni. „Þetta hefur verið langt og ansi erfitt ferli. Við höfum þurft að taka á okkur ýmis högg á leiðinni en þetta er öllum ríkjunum til hagsbóta,“ sagði Trump. Samningurinn fer nú fyrir þing ríkjanna þriggja og það gæti reynst Trump erfitt enda fengu Demókratar meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningum í nóvember. Trump átti bókaðan fund með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á G20-fundinum en aflýsti vegna fyrrnefndrar hertöku Rússa á úkraínsku herskipunum. María Sakarova, upplýsingafulltrúi rússneska utanríkisráðuneytisins, véfengdi í gær þessa útskýringu Trumps. Sagði líklegra að svarið lægi í bandarískum innanríkismálum. Þar vitnaði hún til rannsóknar sérstaks saksóknara á meintu samráði forsetaframboðs Trumps við Rússa, sem bæði Trump og Rússar neita að hafi átt sér stað. Þegar Trump mætti til fundar í gær sagði fréttaveita AP að hann hefði heilsað leiðtogum Kanada, Japans og Frakklands og rætt við þá. Hann hafi hins vegar gengið beinustu leið fram hjá, ekki einu sinni heilsað, Pútín og Mohammed krónprins. AP sagði sömuleiðis frá því að óeining á meðal G20-ríkjanna virtist ætla að valda því að ekki næðist nokkur samstaða um sameiginlega yfirlýsingu um stefnu í loftslagsmálum og fríverslun. Eins og frægt er orðið dró Trump ríki sitt út úr Parísarsamkomulaginu og þá á hann sömuleiðis í tollastríði við Evrópu, Kanada og Kína. Xi Jinping, forseti Kína, fundaði með Trump í gær vegna tollastríðsins. Það lá þó ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun hver afrakstur fundarins var. Sömuleiðis fundaði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, með Mohammed krónprins en sömu sögu er að segja af þeim fundi. May hafði áður sagst ætla að ræða sérstaklega um mál Khashoggis.
Argentína Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Kanada Morðið á Khashoggi Rússland Suður-Ameríka Úkraína Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent