Brennið þið vitar! Sveinur Ísheim Tummasson skrifar 3. desember 2018 07:30 Í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan einveldið féll og lýðræðið sigraði hér á landi sendir undirritaður Færeyingur íslensku þjóðinni bestu kveðjur með eftirfarandi hugleiðingum um sögulegar staðreyndir. Elstu núlifandi Íslendingar og Færeyingar fæddust sem borgarar í sama ríki. Hér er ekki átt við danska ríkið, né norska ríkið frá 1814, heldur hið forna norska ríki Sverris konungs. Noregur og Danmörk gengu í konungssamband 1380 og seinna í tvíríkjasamband (union) í Björgvin 1450. Allt er skráð. Konungssetrið var staðsett í Danmörku, og vald konungs jókst síðan um aldir, en það breytti ekki þeirri staðreynd, að Noregur og Danmörk voru tvö ríki. Eftir ósigur danska-norska ríkisins í bandalagi með Napoleon Bonaparte varð tvíríkjakonungur að gefa frá sér Meginlands-Noreg (Continental Norway) sem stríðsskaðabætur úr norska ríkinu undir Svíakonung 1814. Frá þeim tíma, hafa verið til tvö norsk ríki sem er sambærilegt og skipting Þýskalands í tvö ríki eftir seinni heimsstyrjöldina. Í „Austur-Grænlandsmálinu,“ sem endaði með gerðardómsúrskurði í Haag 1933 (http://www.worldcourts.com/pcij/eng/decisions/1933.04.05_greenland.htm), dæmdu fremstu sérfræðingar í alþjóðalögum, að Grænland væri ekki undir nýja norska ríkinu frá 1814, né danska ríkinu, heldur undir hinum forna Noregskonungi, sem samkvæmt áðurgreindum alþjóðasamningum var (og er) einnig konungur danska ríkisins. Þar með er Margrét drottning fyrri Margrét af Danmörku, önnur af Grænlandi og Færeyjum (sambærilegt við: Queen Elisabeth II of England, I of Scotland). Úrskurðurinn í Haag 1933 staðfestir, að Ísland var enn hluti af forna norska ríkinu allt til 1918 (ásamt Grænlandi og Færeyjum). Þá gengu Íslendingar úr hinu forna norska ríki og stofnaðu nýtt ríki: Konungsríkið Ísland í þríríkjasambandi (tripple monarchy) við danska ríkið og hið forna norska ríki okkar. Íslendingar fengu þá stjórnarskrá, sem var þýðing á hinni dönsku stjórnarskrá, sem er upphaflega frá árinu 1849, en konungur var nú kominn undir íslenska stjórnarskrá (constitutional monarchy). Í fullveldissamningnum við Danmörku-Noreg hið forna frá 1918 lá réttur Íslendinga til að leysa sig undan konungsvaldi og var það þess vegna afgreiðslumál þegar Íslendingar afnámu konung 1944 og stofnuðu annað lýðveldi Norðurlanda. Finnland og Ísland eru því einu ríkin á Norðurlöndum, sem eru með nútíma stjórnarskipan, lýðveldi. Frá 1918-2018 eru Grænlendingar og Færeyingar einu þjóðirnar, sem eftir eru í hinu forna norska ríki, og þurfa enn að lúta undir sama stjórnarfar og Íslendingar fyrir 1918, konunglegri einvaldsheimastjórn (royal absolutist homerule systems), þó hafði heimastjórn Íslands sterkari stöðu gagnvart konunglegu samstjórninni í Kaupmannahöfn. Sagan um Norðmenn, sem flúðu undan norsku konungsvaldi vestur í haf fyrir um það bil 1200 árum, er stórkostleg en þversagnarkennd saga um frelsisþrá og þingræði. Þrándur í Götu var mikill þingræðissinni og barðist gegn konungs- og kirkjuvaldi í Færeyjum en hann lést árið 1035. Færeyingar gáfu sig undir norskt konungsvald á undan Grænlendingum og Íslendingum. Fót setur enginn fyrir annan, nema fallkominn sé sjálfur, 1177-1319 ríkti færeyska konungsættin yfir Noregsríki. Var það Hákon gamli, afasonur Sverris konungs og ömmusonur Ástríðar dóttur Hróa biskups, bæði frá Kirkjubö í Færeyjum, sem gerði sáttmála við þing Grænlendinga og Íslendinga 1261 og 1262 um að ganga inn í norska konungsríkið. Má geta þess að lýðræðislega kjörinn forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er afkomandi Sverris konungs, sendi ég honum og íslensku þjóðinni mínar árnaðaróskir á þessum tímamótum. Látið lýðræðisljósið lýsa upp til nágrannaþjóða Íslands!Höfundur er rithöfundur og stjórnmálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan einveldið féll og lýðræðið sigraði hér á landi sendir undirritaður Færeyingur íslensku þjóðinni bestu kveðjur með eftirfarandi hugleiðingum um sögulegar staðreyndir. Elstu núlifandi Íslendingar og Færeyingar fæddust sem borgarar í sama ríki. Hér er ekki átt við danska ríkið, né norska ríkið frá 1814, heldur hið forna norska ríki Sverris konungs. Noregur og Danmörk gengu í konungssamband 1380 og seinna í tvíríkjasamband (union) í Björgvin 1450. Allt er skráð. Konungssetrið var staðsett í Danmörku, og vald konungs jókst síðan um aldir, en það breytti ekki þeirri staðreynd, að Noregur og Danmörk voru tvö ríki. Eftir ósigur danska-norska ríkisins í bandalagi með Napoleon Bonaparte varð tvíríkjakonungur að gefa frá sér Meginlands-Noreg (Continental Norway) sem stríðsskaðabætur úr norska ríkinu undir Svíakonung 1814. Frá þeim tíma, hafa verið til tvö norsk ríki sem er sambærilegt og skipting Þýskalands í tvö ríki eftir seinni heimsstyrjöldina. Í „Austur-Grænlandsmálinu,“ sem endaði með gerðardómsúrskurði í Haag 1933 (http://www.worldcourts.com/pcij/eng/decisions/1933.04.05_greenland.htm), dæmdu fremstu sérfræðingar í alþjóðalögum, að Grænland væri ekki undir nýja norska ríkinu frá 1814, né danska ríkinu, heldur undir hinum forna Noregskonungi, sem samkvæmt áðurgreindum alþjóðasamningum var (og er) einnig konungur danska ríkisins. Þar með er Margrét drottning fyrri Margrét af Danmörku, önnur af Grænlandi og Færeyjum (sambærilegt við: Queen Elisabeth II of England, I of Scotland). Úrskurðurinn í Haag 1933 staðfestir, að Ísland var enn hluti af forna norska ríkinu allt til 1918 (ásamt Grænlandi og Færeyjum). Þá gengu Íslendingar úr hinu forna norska ríki og stofnaðu nýtt ríki: Konungsríkið Ísland í þríríkjasambandi (tripple monarchy) við danska ríkið og hið forna norska ríki okkar. Íslendingar fengu þá stjórnarskrá, sem var þýðing á hinni dönsku stjórnarskrá, sem er upphaflega frá árinu 1849, en konungur var nú kominn undir íslenska stjórnarskrá (constitutional monarchy). Í fullveldissamningnum við Danmörku-Noreg hið forna frá 1918 lá réttur Íslendinga til að leysa sig undan konungsvaldi og var það þess vegna afgreiðslumál þegar Íslendingar afnámu konung 1944 og stofnuðu annað lýðveldi Norðurlanda. Finnland og Ísland eru því einu ríkin á Norðurlöndum, sem eru með nútíma stjórnarskipan, lýðveldi. Frá 1918-2018 eru Grænlendingar og Færeyingar einu þjóðirnar, sem eftir eru í hinu forna norska ríki, og þurfa enn að lúta undir sama stjórnarfar og Íslendingar fyrir 1918, konunglegri einvaldsheimastjórn (royal absolutist homerule systems), þó hafði heimastjórn Íslands sterkari stöðu gagnvart konunglegu samstjórninni í Kaupmannahöfn. Sagan um Norðmenn, sem flúðu undan norsku konungsvaldi vestur í haf fyrir um það bil 1200 árum, er stórkostleg en þversagnarkennd saga um frelsisþrá og þingræði. Þrándur í Götu var mikill þingræðissinni og barðist gegn konungs- og kirkjuvaldi í Færeyjum en hann lést árið 1035. Færeyingar gáfu sig undir norskt konungsvald á undan Grænlendingum og Íslendingum. Fót setur enginn fyrir annan, nema fallkominn sé sjálfur, 1177-1319 ríkti færeyska konungsættin yfir Noregsríki. Var það Hákon gamli, afasonur Sverris konungs og ömmusonur Ástríðar dóttur Hróa biskups, bæði frá Kirkjubö í Færeyjum, sem gerði sáttmála við þing Grænlendinga og Íslendinga 1261 og 1262 um að ganga inn í norska konungsríkið. Má geta þess að lýðræðislega kjörinn forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er afkomandi Sverris konungs, sendi ég honum og íslensku þjóðinni mínar árnaðaróskir á þessum tímamótum. Látið lýðræðisljósið lýsa upp til nágrannaþjóða Íslands!Höfundur er rithöfundur og stjórnmálafræðingur
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar