Vonar að páfinn „sjái villu síns vegar“ vegna ummæla um samkynhneigð Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2018 22:37 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Vísir/vilhelm Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra sárnar ummæli um samkynhneigð sem nýlega voru höfð eftir Frans páfa. Guðmundur, sem sjálfur er samkynhneigður, beinir því til páfans að kynhneigð sé hvorki lífsstíll né val og vonar að hann sjái villu síns vegar. Í viðtali vegna nýrrar bókar sagði Frans að samkynhneigð meðal kaþólskra presta væri„alvarlegt mál“ sem hann hefði áhyggjur af. Þá sagði hann samkynhneigð jafnframt vera „í tísku“ og hvatti presta til að standa við skírlífseið sinn. Guðmundur sagði í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í kvöld að hann hefði orðið dapur að heyra það sem haft var eftir Frans páfa í bókinni. Því hafi hann ákveðið að birta fyrstu drög af „rafrænu bréfi“ til páfans. „Kæri Francis. Kynhneigð er ekki lífsstíll. Kynhneigð er ekki val og ekki kynvitund heldur. Hún bara er. Líka kynhneigð hinsegin fólks. Kynhneigð okkar er ekki tískufyrirbrigði sem við skiptum út með nýrri vorlínu. Við bara erum svona,“ skrifar Guðmundur. Þá greinir hann frá því að hann hafi eitt sinn íhugað að verða munkur og dvaldi í kaþólsku klaustri þegar hann var 21 árs. „Ég veit að það að ganga í klaustur er nokkurra ára strangt lærdómsferli og ég veit að það þarf að gera kröfur til þeirra sem ákveða að gerast kirkjunnar þjónar. En það kemur kynhneigð ekkert við. Bara ekki neitt. Ég verð dapur að heyra að þú sem ég hef annars haft ágætis mætur á sjáir ekkert rými fyrir hinsegin fólk á meðal presta, munka og nunna.“Sjá einnig: Frans páfi um samkynhneigð: „Guð skapaði þig í þessari mynd og elskar þig eins og þú ert“ Að lokum biðlar Guðmundur til Frans páfa að vera meðvitaður um að orðunum fylgi ábyrgð. „Kæri Francis. Þú gerir stór mistök með því að útiloka framlag hinsegin fólks. Eftir því sem þú hefur fjölbreyttari hóp í vinnu hjá þér, eru meiri líkur á að kirkjan þín geti betur rækt hlutverk sitt – að vera boðberi kærleika, friðar og ástar. Það verður meiri skilningur innan hennar. Kæri Francis. Maður í jafn valdamikilli stöðu og þú hefur áhrif á fjölda fólks um allan heim. Orðum þínum fylgir ábyrgð. Mikil ábyrgð. Ég vona að þú sjáir villu þíns vegar. Gangi þér vel. Kærar kveðjur frá Íslandi, Mummi.“ Alþingi Evrópa Trúmál Tengdar fréttir Frans páfi um samkynhneigð: „Guð skapaði þig í þessari mynd og elskar þig eins og þú ert“ Haft var eftir Frans páfa að kynhneigð fólks skipti ekki máli hvað varðar ást guðs. 21. maí 2018 16:52 Páfinn hefur áhyggjur af samkynhneigð presta Frans páfi segir ekki rétt að samkynhneigt fólk verði prestar eða nunnur. 2. desember 2018 17:56 Frans páfi: "Afhverju ætti ég að dæma samkynhneigða?“ Frans páfi sagði á blaðamannafundi í dag að hann dæmdi ekki samkynhneigða. 29. júlí 2013 14:35 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra sárnar ummæli um samkynhneigð sem nýlega voru höfð eftir Frans páfa. Guðmundur, sem sjálfur er samkynhneigður, beinir því til páfans að kynhneigð sé hvorki lífsstíll né val og vonar að hann sjái villu síns vegar. Í viðtali vegna nýrrar bókar sagði Frans að samkynhneigð meðal kaþólskra presta væri„alvarlegt mál“ sem hann hefði áhyggjur af. Þá sagði hann samkynhneigð jafnframt vera „í tísku“ og hvatti presta til að standa við skírlífseið sinn. Guðmundur sagði í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í kvöld að hann hefði orðið dapur að heyra það sem haft var eftir Frans páfa í bókinni. Því hafi hann ákveðið að birta fyrstu drög af „rafrænu bréfi“ til páfans. „Kæri Francis. Kynhneigð er ekki lífsstíll. Kynhneigð er ekki val og ekki kynvitund heldur. Hún bara er. Líka kynhneigð hinsegin fólks. Kynhneigð okkar er ekki tískufyrirbrigði sem við skiptum út með nýrri vorlínu. Við bara erum svona,“ skrifar Guðmundur. Þá greinir hann frá því að hann hafi eitt sinn íhugað að verða munkur og dvaldi í kaþólsku klaustri þegar hann var 21 árs. „Ég veit að það að ganga í klaustur er nokkurra ára strangt lærdómsferli og ég veit að það þarf að gera kröfur til þeirra sem ákveða að gerast kirkjunnar þjónar. En það kemur kynhneigð ekkert við. Bara ekki neitt. Ég verð dapur að heyra að þú sem ég hef annars haft ágætis mætur á sjáir ekkert rými fyrir hinsegin fólk á meðal presta, munka og nunna.“Sjá einnig: Frans páfi um samkynhneigð: „Guð skapaði þig í þessari mynd og elskar þig eins og þú ert“ Að lokum biðlar Guðmundur til Frans páfa að vera meðvitaður um að orðunum fylgi ábyrgð. „Kæri Francis. Þú gerir stór mistök með því að útiloka framlag hinsegin fólks. Eftir því sem þú hefur fjölbreyttari hóp í vinnu hjá þér, eru meiri líkur á að kirkjan þín geti betur rækt hlutverk sitt – að vera boðberi kærleika, friðar og ástar. Það verður meiri skilningur innan hennar. Kæri Francis. Maður í jafn valdamikilli stöðu og þú hefur áhrif á fjölda fólks um allan heim. Orðum þínum fylgir ábyrgð. Mikil ábyrgð. Ég vona að þú sjáir villu þíns vegar. Gangi þér vel. Kærar kveðjur frá Íslandi, Mummi.“
Alþingi Evrópa Trúmál Tengdar fréttir Frans páfi um samkynhneigð: „Guð skapaði þig í þessari mynd og elskar þig eins og þú ert“ Haft var eftir Frans páfa að kynhneigð fólks skipti ekki máli hvað varðar ást guðs. 21. maí 2018 16:52 Páfinn hefur áhyggjur af samkynhneigð presta Frans páfi segir ekki rétt að samkynhneigt fólk verði prestar eða nunnur. 2. desember 2018 17:56 Frans páfi: "Afhverju ætti ég að dæma samkynhneigða?“ Frans páfi sagði á blaðamannafundi í dag að hann dæmdi ekki samkynhneigða. 29. júlí 2013 14:35 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Frans páfi um samkynhneigð: „Guð skapaði þig í þessari mynd og elskar þig eins og þú ert“ Haft var eftir Frans páfa að kynhneigð fólks skipti ekki máli hvað varðar ást guðs. 21. maí 2018 16:52
Páfinn hefur áhyggjur af samkynhneigð presta Frans páfi segir ekki rétt að samkynhneigt fólk verði prestar eða nunnur. 2. desember 2018 17:56
Frans páfi: "Afhverju ætti ég að dæma samkynhneigða?“ Frans páfi sagði á blaðamannafundi í dag að hann dæmdi ekki samkynhneigða. 29. júlí 2013 14:35