Pissa í skóinn Hörður Ægisson skrifar 7. desember 2018 07:00 Eru íslensku bankarnir verr reknir en bankar á hinum Norðurlöndunum? Um slíkt er erfitt að fullyrða en hins vegar er óumdeilt að þeir búa við strangari eiginfjárkröfur og umtalsvert meiri skattbyrði en þekkist víðast hvar annars staðar. Þetta veldur því, eins og Swedbank fjallar um í nýrri greiningu á íslenska bankakerfinu, að bankarnir eiga erfiðara um vik að ná sömu arðsemi og sambærilegir bankar á hinum Norðurlöndunum. Sérstakir skattar, þar sem skattur á skuldir fjármálastofnana vegur þyngst, kostar þá samanlagt um 16 milljarða á ári. Talið er að skattheimtan hafi áhrif til fjögurra prósenta lækkunar á arðsemi sem er margfalt meira en í samanburði við nágrannaríki okkar. Skiptir þetta almenning máli? Fyrir utan þá augljósu staðreynd að það eru að lokum heimili og fyrirtæki sem standa undir sköttunum í formi lakari lánakjara þá rýra hinir sérstöku skattar stórkostlega heildarvirði bankanna – sem nemur vel yfir hundrað milljörðum – sem aftur þýðir að endurheimtur við sölu þeirra verða umtalsvert minni. Ríkið, sem er í þeirri stöðu að vera með meirihluta bankakerfisins í fanginu, er því með öðrum orðum að pissa í skóinn sinn. Ekki er að sjá að þetta fyrirkomulag þjóni hagsmunum skattgreiðenda en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að „leita leiða til að draga úr“ eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum. Engar slíkar ákvarðanir verða þó teknar fyrr en eftir að hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins liggur fyrir, sem mun birtast á næstu dögum, og þá ættu í kjölfarið að skapast forsendur fyrir því að stjórnvöld hefji þá vegferð að selja Íslandsbanka og Landsbanka. Fyrstu skrefin í þá veru að minnka áhættu skattgreiðenda af bankarekstri voru stigin fyrr á árinu þegar ríkið seldi 13 prósenta hlut sinn í Arion banka fyrir rúmlega 23 milljarða. Sú ráðstöfun, sem kom til vegna ákvörðunar Kaupþings um að nýta sér kauprétt sinn að hlutnum, reyndist afar farsæl fyrir ríkissjóð. Verðið sem fékkst var umtalsvert hærra en það sem bréf bankans ganga nú kaupum og sölum á á markaði. Við hlutafjárútboð og skráningu Arion banka voru væntingar um að með nýjum og virkum eigendum, sem hefðu yfir að ráða sínum eigin stjórnarmönnum, yrði lögð fram skýrari sýn á hverju þyrfti að breyta og hvað bæta í rekstri bankans. Óhætt er að fullyrða að þær væntingar hafi ekki enn gengið eftir. Arðsemin er döpur, einkum hvað varðar útlán til fyrirtækja, og fjárfestar eru orðnir langþreyttir eftir aðgerðum sem miða að því að minnka rekstrarkostnað og bæta afkomu bankans. Núverandi fyrirkomulag – óhagkvæmt bankakerfi sem skilar lélegri arðsemi og er að stórum hluta í eigu ríkisins – felur í sér slæma meðferð á fjármunum skattgreiðenda og undirstrikar mikilvægi þess að einhverjir aðrir taki á sig áhættuna af bankarekstri. Það verður mikil áskorun fyrir bankana að skila betri arðsemi, ekki síst meðan opinberar álögur eru margfalt hærri en hjá öðrum evrópskum bönkum, á sama tíma og þeir leita allra leiða til að laga viðskiptamódel sitt að aukinni samkeppni frá nýjum leikendum í fjármálaþjónustu. Það mun taka tíma, að lágmarki fimm til tíu ár, að koma bönkunum úr höndum ríkisins til fjárfesta sem vilja eiga þá til lengri tíma litið og mikilvægt er að vanda til verka og hámarka endurheimtur ríkissjóðs. Tíminn vinnur hins vegar ekki með stjórnvöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Hörður Ægisson Íslenskir bankar Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Eru íslensku bankarnir verr reknir en bankar á hinum Norðurlöndunum? Um slíkt er erfitt að fullyrða en hins vegar er óumdeilt að þeir búa við strangari eiginfjárkröfur og umtalsvert meiri skattbyrði en þekkist víðast hvar annars staðar. Þetta veldur því, eins og Swedbank fjallar um í nýrri greiningu á íslenska bankakerfinu, að bankarnir eiga erfiðara um vik að ná sömu arðsemi og sambærilegir bankar á hinum Norðurlöndunum. Sérstakir skattar, þar sem skattur á skuldir fjármálastofnana vegur þyngst, kostar þá samanlagt um 16 milljarða á ári. Talið er að skattheimtan hafi áhrif til fjögurra prósenta lækkunar á arðsemi sem er margfalt meira en í samanburði við nágrannaríki okkar. Skiptir þetta almenning máli? Fyrir utan þá augljósu staðreynd að það eru að lokum heimili og fyrirtæki sem standa undir sköttunum í formi lakari lánakjara þá rýra hinir sérstöku skattar stórkostlega heildarvirði bankanna – sem nemur vel yfir hundrað milljörðum – sem aftur þýðir að endurheimtur við sölu þeirra verða umtalsvert minni. Ríkið, sem er í þeirri stöðu að vera með meirihluta bankakerfisins í fanginu, er því með öðrum orðum að pissa í skóinn sinn. Ekki er að sjá að þetta fyrirkomulag þjóni hagsmunum skattgreiðenda en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að „leita leiða til að draga úr“ eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum. Engar slíkar ákvarðanir verða þó teknar fyrr en eftir að hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins liggur fyrir, sem mun birtast á næstu dögum, og þá ættu í kjölfarið að skapast forsendur fyrir því að stjórnvöld hefji þá vegferð að selja Íslandsbanka og Landsbanka. Fyrstu skrefin í þá veru að minnka áhættu skattgreiðenda af bankarekstri voru stigin fyrr á árinu þegar ríkið seldi 13 prósenta hlut sinn í Arion banka fyrir rúmlega 23 milljarða. Sú ráðstöfun, sem kom til vegna ákvörðunar Kaupþings um að nýta sér kauprétt sinn að hlutnum, reyndist afar farsæl fyrir ríkissjóð. Verðið sem fékkst var umtalsvert hærra en það sem bréf bankans ganga nú kaupum og sölum á á markaði. Við hlutafjárútboð og skráningu Arion banka voru væntingar um að með nýjum og virkum eigendum, sem hefðu yfir að ráða sínum eigin stjórnarmönnum, yrði lögð fram skýrari sýn á hverju þyrfti að breyta og hvað bæta í rekstri bankans. Óhætt er að fullyrða að þær væntingar hafi ekki enn gengið eftir. Arðsemin er döpur, einkum hvað varðar útlán til fyrirtækja, og fjárfestar eru orðnir langþreyttir eftir aðgerðum sem miða að því að minnka rekstrarkostnað og bæta afkomu bankans. Núverandi fyrirkomulag – óhagkvæmt bankakerfi sem skilar lélegri arðsemi og er að stórum hluta í eigu ríkisins – felur í sér slæma meðferð á fjármunum skattgreiðenda og undirstrikar mikilvægi þess að einhverjir aðrir taki á sig áhættuna af bankarekstri. Það verður mikil áskorun fyrir bankana að skila betri arðsemi, ekki síst meðan opinberar álögur eru margfalt hærri en hjá öðrum evrópskum bönkum, á sama tíma og þeir leita allra leiða til að laga viðskiptamódel sitt að aukinni samkeppni frá nýjum leikendum í fjármálaþjónustu. Það mun taka tíma, að lágmarki fimm til tíu ár, að koma bönkunum úr höndum ríkisins til fjárfesta sem vilja eiga þá til lengri tíma litið og mikilvægt er að vanda til verka og hámarka endurheimtur ríkissjóðs. Tíminn vinnur hins vegar ekki með stjórnvöldum.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar