Fórnarlamb vikunnar Óttar Guðmundsson skrifar 8. desember 2018 09:00 Sá einstaklingur sem sætir mestum ofsóknum í fjölmiðlaumræðu samtímans er stundum útnefndur „fórnarlamb vikunnar“. Sigmundur Davíð vinnur titilinn að þessu sinni með yfirburðum, enda er saga hans sérlega raunaleg. Hann hitti nokkra vini sína á bar í miðjum vinnutíma. Umræðuefnið á Alþingi var óvenju leiðinlegt (fjárlögin) svo að hann lét tilleiðast að fá sér í glas (þótt hann langaði ekki til þess). Menn skiptust á skoðunum og létu vaða á súðum. Sigmundur er manna orðvarastur og kunni ekki að meta svona sóðatal. Pólitískir andstæðingar, öryrkjar og samkynhneigðir fá það óþvegið. Menn vega og meta kynþokka alþingiskvenna og stæra sig af pólitískum hrossakaupum. Sigmundur er á móti svona sleggjudómum og kemur vanþóknun sinni skýrt á framfæri þótt hann virðist hlæja og samsinna félögum sínum. Samtalið var tekið upp og sent fjölmiðlum. Samfélagið fór á hliðina Sigmundi til mikillar undrunar. Fólk misskildi og rangtúlkaði allt sem sagt var og lagði út á versta veg. Engu skipti þótt hann segði að aðrir flokksforingjar og alþingismenn væru ekki hótinu skárri. Hann var meira að segja kallaður ofbeldismaður af fyrrum vinkonu sinni. Sigmundi er vorkunn enda lendir hann eins og áður í hringiðu atburðanna án þess að hafa neitt til saka unnið. Hann veit eins og allur almenningur að það er úti um Ísland ef hann verður flæmdur af þingi. Nú er að bera höfuðið hátt, bretta upp ermarnar og stofna nýjan flokk með nýju fólki. Kannski væri þó betra að hafa einhverja bindindismenn með í för þegar farið verður á barinn til að fagna unnum sigrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Sá einstaklingur sem sætir mestum ofsóknum í fjölmiðlaumræðu samtímans er stundum útnefndur „fórnarlamb vikunnar“. Sigmundur Davíð vinnur titilinn að þessu sinni með yfirburðum, enda er saga hans sérlega raunaleg. Hann hitti nokkra vini sína á bar í miðjum vinnutíma. Umræðuefnið á Alþingi var óvenju leiðinlegt (fjárlögin) svo að hann lét tilleiðast að fá sér í glas (þótt hann langaði ekki til þess). Menn skiptust á skoðunum og létu vaða á súðum. Sigmundur er manna orðvarastur og kunni ekki að meta svona sóðatal. Pólitískir andstæðingar, öryrkjar og samkynhneigðir fá það óþvegið. Menn vega og meta kynþokka alþingiskvenna og stæra sig af pólitískum hrossakaupum. Sigmundur er á móti svona sleggjudómum og kemur vanþóknun sinni skýrt á framfæri þótt hann virðist hlæja og samsinna félögum sínum. Samtalið var tekið upp og sent fjölmiðlum. Samfélagið fór á hliðina Sigmundi til mikillar undrunar. Fólk misskildi og rangtúlkaði allt sem sagt var og lagði út á versta veg. Engu skipti þótt hann segði að aðrir flokksforingjar og alþingismenn væru ekki hótinu skárri. Hann var meira að segja kallaður ofbeldismaður af fyrrum vinkonu sinni. Sigmundi er vorkunn enda lendir hann eins og áður í hringiðu atburðanna án þess að hafa neitt til saka unnið. Hann veit eins og allur almenningur að það er úti um Ísland ef hann verður flæmdur af þingi. Nú er að bera höfuðið hátt, bretta upp ermarnar og stofna nýjan flokk með nýju fólki. Kannski væri þó betra að hafa einhverja bindindismenn með í för þegar farið verður á barinn til að fagna unnum sigrum.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar