Listin að missa bolta Sif Sigmarsdóttir skrifar 8. desember 2018 09:00 Um síðustu helgi gekk ég um heimili mitt og gerði úttekt á ástandinu. Á eldhúsborðinu súrnaði mjólk í morgunverðarskálum; inni á baði flæddi óhreint tau upp úr þvottakörfunni eins og seigfljótandi kvika sem ógnaði nærliggjandi vistarverum; barnaherbergið var hamfarasvæði þar sem aurskriða af dóti hafði stráfellt heilt Barbie-dúkkuþorp; þótt aðeins örfáar vikur væru til jóla voru engar gjafir komnar í hús, engar sortir bakaðar, engir skápar sótthreinsaðir. Hvert plan dagsins yrði lá í augum uppi: Ég og Netflix, uppi í sófa – kannski smá Facebook á símanum – á meðan tveggja ára sonurinn tæki lúr og fimm ára dóttirin léki sér með iPaddinn. Facebook kippti mér hins vegar óþyrmilega aftur í land hinna fullorðnu. Á Facebook sá ég mynd af fallega skreyttu jólatré. Við tréð stóð skælbrosandi stúlka sem hélt á diski fullum af piparkökum. Þetta var dóttir vinkonu minnar og bekkjarsystir dóttur minnar. Ég vissi að ég yrði að gera eitthvað í þessu. Ég lagði frá mér sjónvarpsfjarstýringuna, setti Facebook í vasann, stóð upp úr sófanum og hrópaði: „Allir í föt. Við erum að fara út að kaupa jólatré.“ Dóttirin sperrtist við. „En þú sagðir að ég mætti leika með iPaddinn.“ „Ekki núna. Við ætlum að eiga huggulega fjölskyldustund hvort sem ykkur líkar betur eða verr.“ Gervigráturinn ómaði eins og hljóðútgáfan af pólýester. „En þú sagðir ...“ „Hættu þessu væli. Þetta verður frábært. Ég sá það á Facebook.“ Við höfðum aldrei verið með jólatré áður hér í London og fundum loks hverfisverslun sem seldi jólaskraut. Um leið og við stigum yfir þröskuldinn greip hringrás lífsins í taumana. „Ég þarf að kúka,“ sagði dóttirin. Eftir leiðangur á illa lyktandi almenningsklósett snerum við aftur í búðina. „Bolti,“ hrópaði tveggja ára sonur minn, teygði sig eftir jólakúlu og gerði sig líklegan til að dúndra henni í systur sína. „Nei!“ hrópaði ég og hrifsaði af honum kúluna. „Komum í eltingaleik,“ sagði dóttirin og tók á sprett. Sonurinn renndi fingrunum eftir kúlum sem héngu í glampandi röðum á veggjunum og þaut á eftir henni. „Stopp!“ Glóandi rauðar kúlur féllu til jarðar eins og brennandi snjókorn í helvíti – sjálfsköpuðu helvíti. Ég skreið um gólfið, týndi upp kúlurnar sem skoppuðu um öll gólf og reyndi að brosa framan í afgreiðslukonuna er ég framreiddi heimabakaða afsökun – það eina sem ég mun baka um jólin – syninum til handa: „Hann er ekki búinn að taka lúrinn sinn, greyið.“ Draumurinn um stílhreint tré í skandinavískum stíl fór fyrir lítið þegar ég henti í óðagoti ósamstæðum jólakúlum í körfu, borgaði og smalaði óstýrilátri hersingunni út. Við náðum í blómabúðina rétt fyrir lokun. „Trén eru búin í dag. Það koma fleiri á morgun.“ Mér féllust hendur. Þetta líktist ekkert því sem ég sá á Facebook. Á mánudagsmorgun hitti ég vinkonu mína og dóttur hennar á skólalóðinni. „Ég sá að þið áttuð huggulega helgi.“ Vinkonan ranghvolfdi augunum. „Suma daga vildi ég að ég yrði fyrir strætó bara svo að ég fengi smá hvíld frá öllu sem þarf að gera.“Besta jólagjöfin Samtíminn er háður annríki. Annríki er keppni, annríki er mælikvarði á mikilvægi okkar, annríki er tilgangur okkar á þessari jörðu. Við berum annríki okkar með stolti eins og fálkaorðu í barmi. En annríki er líka plága, annríki er smitandi, annríki er faraldur. Genginn er í garð sá árstími er annríkið nær hámarki. Þegar rétt rúmar tvær vikur eru til jóla er gott að rifja upp listina að missa bolta. Að horfast í augu við staðreyndir er undarlega valdeflandi: Við getum ekki gert allt. Hvernig væri að sleppa sumu? Jafnvel mörgu? Besta jólagjöfin sem við getum gefið sjálfum okkur er að missa nokkra af þeim fjölmörgu boltum – eða jólakúlum í ljósi árstímans – sem við berjumst við að halda á lofti. Eins og sonur minn sannaði þegar hann sneri jólabúð hverfisins á hvolf eru afleiðingarnar engar – ekki ein einasta kúla brotnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Um síðustu helgi gekk ég um heimili mitt og gerði úttekt á ástandinu. Á eldhúsborðinu súrnaði mjólk í morgunverðarskálum; inni á baði flæddi óhreint tau upp úr þvottakörfunni eins og seigfljótandi kvika sem ógnaði nærliggjandi vistarverum; barnaherbergið var hamfarasvæði þar sem aurskriða af dóti hafði stráfellt heilt Barbie-dúkkuþorp; þótt aðeins örfáar vikur væru til jóla voru engar gjafir komnar í hús, engar sortir bakaðar, engir skápar sótthreinsaðir. Hvert plan dagsins yrði lá í augum uppi: Ég og Netflix, uppi í sófa – kannski smá Facebook á símanum – á meðan tveggja ára sonurinn tæki lúr og fimm ára dóttirin léki sér með iPaddinn. Facebook kippti mér hins vegar óþyrmilega aftur í land hinna fullorðnu. Á Facebook sá ég mynd af fallega skreyttu jólatré. Við tréð stóð skælbrosandi stúlka sem hélt á diski fullum af piparkökum. Þetta var dóttir vinkonu minnar og bekkjarsystir dóttur minnar. Ég vissi að ég yrði að gera eitthvað í þessu. Ég lagði frá mér sjónvarpsfjarstýringuna, setti Facebook í vasann, stóð upp úr sófanum og hrópaði: „Allir í föt. Við erum að fara út að kaupa jólatré.“ Dóttirin sperrtist við. „En þú sagðir að ég mætti leika með iPaddinn.“ „Ekki núna. Við ætlum að eiga huggulega fjölskyldustund hvort sem ykkur líkar betur eða verr.“ Gervigráturinn ómaði eins og hljóðútgáfan af pólýester. „En þú sagðir ...“ „Hættu þessu væli. Þetta verður frábært. Ég sá það á Facebook.“ Við höfðum aldrei verið með jólatré áður hér í London og fundum loks hverfisverslun sem seldi jólaskraut. Um leið og við stigum yfir þröskuldinn greip hringrás lífsins í taumana. „Ég þarf að kúka,“ sagði dóttirin. Eftir leiðangur á illa lyktandi almenningsklósett snerum við aftur í búðina. „Bolti,“ hrópaði tveggja ára sonur minn, teygði sig eftir jólakúlu og gerði sig líklegan til að dúndra henni í systur sína. „Nei!“ hrópaði ég og hrifsaði af honum kúluna. „Komum í eltingaleik,“ sagði dóttirin og tók á sprett. Sonurinn renndi fingrunum eftir kúlum sem héngu í glampandi röðum á veggjunum og þaut á eftir henni. „Stopp!“ Glóandi rauðar kúlur féllu til jarðar eins og brennandi snjókorn í helvíti – sjálfsköpuðu helvíti. Ég skreið um gólfið, týndi upp kúlurnar sem skoppuðu um öll gólf og reyndi að brosa framan í afgreiðslukonuna er ég framreiddi heimabakaða afsökun – það eina sem ég mun baka um jólin – syninum til handa: „Hann er ekki búinn að taka lúrinn sinn, greyið.“ Draumurinn um stílhreint tré í skandinavískum stíl fór fyrir lítið þegar ég henti í óðagoti ósamstæðum jólakúlum í körfu, borgaði og smalaði óstýrilátri hersingunni út. Við náðum í blómabúðina rétt fyrir lokun. „Trén eru búin í dag. Það koma fleiri á morgun.“ Mér féllust hendur. Þetta líktist ekkert því sem ég sá á Facebook. Á mánudagsmorgun hitti ég vinkonu mína og dóttur hennar á skólalóðinni. „Ég sá að þið áttuð huggulega helgi.“ Vinkonan ranghvolfdi augunum. „Suma daga vildi ég að ég yrði fyrir strætó bara svo að ég fengi smá hvíld frá öllu sem þarf að gera.“Besta jólagjöfin Samtíminn er háður annríki. Annríki er keppni, annríki er mælikvarði á mikilvægi okkar, annríki er tilgangur okkar á þessari jörðu. Við berum annríki okkar með stolti eins og fálkaorðu í barmi. En annríki er líka plága, annríki er smitandi, annríki er faraldur. Genginn er í garð sá árstími er annríkið nær hámarki. Þegar rétt rúmar tvær vikur eru til jóla er gott að rifja upp listina að missa bolta. Að horfast í augu við staðreyndir er undarlega valdeflandi: Við getum ekki gert allt. Hvernig væri að sleppa sumu? Jafnvel mörgu? Besta jólagjöfin sem við getum gefið sjálfum okkur er að missa nokkra af þeim fjölmörgu boltum – eða jólakúlum í ljósi árstímans – sem við berjumst við að halda á lofti. Eins og sonur minn sannaði þegar hann sneri jólabúð hverfisins á hvolf eru afleiðingarnar engar – ekki ein einasta kúla brotnaði.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar