Rándýr lexía Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. nóvember 2018 07:00 Enn á ný liggur framtíð WOW air eins og mara á íslensku viðskiptalífi, en Icelandair hefur fallið frá áformum um kaup á félaginu. Skúli Mogensen, forstjóri WOW, lætur hins vegar engan bilbug á sér finna og staðhæfir að flugáætlun félagsins fyrir komandi vetur standi óbreytt. Ekki nóg með það heldur boðar Skúli gleðifréttir og segir fjársterkan aðila skoða kaup á félaginu. Þá hefur fjármálastjórinn sagt að laun verði greidd um mánaðamótin. Vonandi tekst Skúla ætlunarverk sitt, en við aðstæður sem þessar dugar ekki bjartsýnin ein og sér. Athygli vakti að WOW losaði sig við fjórar vélar úr flota sínum í vikunni, þá virðist sem Samgöngustofa sé komin í málið en hún er það stjórnvald sem tekur ákvörðun um hvort flugfélög uppfylli skilyrði flugrekstrarleyfis. Án slíks leyfis fer ekki ein einasta flugvél á loft. Markaðurinn bregst vitaskuld ekki vel við þessari óvissu. Nánast öll félög lækkuðu í Kauphöllinni í gær, og nam lækkun úrvalsvísitölunnar rétt tæpum 3%. Miklar sveiflur hafa verið á skuldabréfamarkaði. Markaðurinn og landsmenn allir þurfa að fara að fá einhverja vissu í þessi mál. Varla gengur að félag, þó ekki stærra en WOW air, haldi öllu hagkerfinu í heljargreipum svo vikum skipti. Skyldi þó engan undra að svo sé enda gerir sviðsmyndagreining stjórnvalda vegna falls WOW air ráð fyrir allt að 3% samdrætti í hagvexti og talsverðri veikingu krónunnar fari svo að félagið leggi upp laupana. Einmitt af þessari ástæðu veldur áhyggjum að stjórnvöld virðast ætla að sitja hjá í málinu. Einkum og sér í lagi í ljósi þess að rekstrarvandræði WOW hafa verið fyrirséð um nokkurn tíma, og raunar verið opinbert leyndarmál frá því á síðasta ári. Í þessu samhengi má rifja upp aðgerðir þýskra stjórnvalda þegar ljóst var að Air Berlin væri óstarfhæft. Þýsk stjórnvöld, með samþykki evrópskra samkeppnisyfirvalda, lögðu Air Berlin til 150 milljóna evra lán sem tryggja átti reksturinn til sex mánaða. Sá tími var nýttur til að selja eignir félagsins og sjá til þess að lágmarka tjón þýska hagkerfisins. Vel þótti takast til. Ekkert flug féll niður og lunganum af rekstrinum var komið í hendur Lufthansa. Ljóst er að þær fjárhæðir sem leggja þyrfti til WOW air væru mun lægri en sú fjárhæð sem þýska ríkið innti af hendi. Fjárfestingin væri tiltölulega léttvæg ef horft er til dæmis á það eignatjón sem lífeyrissjóðirnir hafa orðið fyrir vegna lækkandi eignaverðs að undanförnu. Vitaskuld kynnu einhverjir að sitja eftir með hugmyndafræðilegt óbragð í munni, en spurningin sem stjórnvöld sitja frammi fyrir er einfaldlega eftirfarandi: Eru hægrimennirnir í ríkisstjórninni svo stífir á meiningunni að þeir ætli að tefla efnahagslegum stöðugleika í tvísýnu til að kenna landsmönnum rándýra lexíu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný liggur framtíð WOW air eins og mara á íslensku viðskiptalífi, en Icelandair hefur fallið frá áformum um kaup á félaginu. Skúli Mogensen, forstjóri WOW, lætur hins vegar engan bilbug á sér finna og staðhæfir að flugáætlun félagsins fyrir komandi vetur standi óbreytt. Ekki nóg með það heldur boðar Skúli gleðifréttir og segir fjársterkan aðila skoða kaup á félaginu. Þá hefur fjármálastjórinn sagt að laun verði greidd um mánaðamótin. Vonandi tekst Skúla ætlunarverk sitt, en við aðstæður sem þessar dugar ekki bjartsýnin ein og sér. Athygli vakti að WOW losaði sig við fjórar vélar úr flota sínum í vikunni, þá virðist sem Samgöngustofa sé komin í málið en hún er það stjórnvald sem tekur ákvörðun um hvort flugfélög uppfylli skilyrði flugrekstrarleyfis. Án slíks leyfis fer ekki ein einasta flugvél á loft. Markaðurinn bregst vitaskuld ekki vel við þessari óvissu. Nánast öll félög lækkuðu í Kauphöllinni í gær, og nam lækkun úrvalsvísitölunnar rétt tæpum 3%. Miklar sveiflur hafa verið á skuldabréfamarkaði. Markaðurinn og landsmenn allir þurfa að fara að fá einhverja vissu í þessi mál. Varla gengur að félag, þó ekki stærra en WOW air, haldi öllu hagkerfinu í heljargreipum svo vikum skipti. Skyldi þó engan undra að svo sé enda gerir sviðsmyndagreining stjórnvalda vegna falls WOW air ráð fyrir allt að 3% samdrætti í hagvexti og talsverðri veikingu krónunnar fari svo að félagið leggi upp laupana. Einmitt af þessari ástæðu veldur áhyggjum að stjórnvöld virðast ætla að sitja hjá í málinu. Einkum og sér í lagi í ljósi þess að rekstrarvandræði WOW hafa verið fyrirséð um nokkurn tíma, og raunar verið opinbert leyndarmál frá því á síðasta ári. Í þessu samhengi má rifja upp aðgerðir þýskra stjórnvalda þegar ljóst var að Air Berlin væri óstarfhæft. Þýsk stjórnvöld, með samþykki evrópskra samkeppnisyfirvalda, lögðu Air Berlin til 150 milljóna evra lán sem tryggja átti reksturinn til sex mánaða. Sá tími var nýttur til að selja eignir félagsins og sjá til þess að lágmarka tjón þýska hagkerfisins. Vel þótti takast til. Ekkert flug féll niður og lunganum af rekstrinum var komið í hendur Lufthansa. Ljóst er að þær fjárhæðir sem leggja þyrfti til WOW air væru mun lægri en sú fjárhæð sem þýska ríkið innti af hendi. Fjárfestingin væri tiltölulega léttvæg ef horft er til dæmis á það eignatjón sem lífeyrissjóðirnir hafa orðið fyrir vegna lækkandi eignaverðs að undanförnu. Vitaskuld kynnu einhverjir að sitja eftir með hugmyndafræðilegt óbragð í munni, en spurningin sem stjórnvöld sitja frammi fyrir er einfaldlega eftirfarandi: Eru hægrimennirnir í ríkisstjórninni svo stífir á meiningunni að þeir ætli að tefla efnahagslegum stöðugleika í tvísýnu til að kenna landsmönnum rándýra lexíu?
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar