Ívar: Kominn tími á ferskt blóð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 22:24 Ívar stýrði landsliðinu síðan árið 2014 vísir/daníel Ívar Ásgrímsson kvaddi íslenska kvennalandsliðið í körfubolta í kvöld, hann stýrði liðinu í síðasta skipti í tíu stiga tapi gegn Bosníu í Laugardalshöll. Íslenska liðið leiddi nær allan fyrri hálfleikinn en náði ekki að halda út gegn sterku liði Bosníu og tapaði 74-84 í lokaleik undankeppni EM 2019. „Ég er stoltur með þennan leik. Mér fannst við vera að spila gríðarlega vel, boltaflæðið var gott og við vorum að fá fullt af flottum færum bæði inn í teig og fyrir utan teig,“ sagði Ívar í leikslok. „Við vorum að skapa okkur færi í dag sem að við gerðum ekki á móti Slóvakíu. Við hefðum þurft að vera með betri þriggja stiga nýtingu en við vorum að taka góð skot sem því miður duttu ekki niður. Það er kannski munurinn.“ „Það var mikið dæmt í þessum leik, ég held ég hafi aldrei áður séð lið fá fjórar eða fimm villur fyrir það að stíga út. Þær fóru oft á línuna og það kostaði okkur mikið. Það voru litlir hlutir sem kostuðu það að sigurinn datt þeirra en ekki okkar.“ Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins í þessum leik en á móti Slóvakíu fyrir nokkrum dögum síðan þegar Ísland tapaði með þrjátíu stigum. „Boltaflæðið var betra og við vorum að finna fríu mennina, við vorum búin að fara yfir það á vídeói. Við vorum að þröngva sendingar á móti Slóvakíu og bakverðirnir voru að reyna að gefa yfir inn á Hildi. Núna fengum við aukasendinguna og síðan inn. Við vissum líka að þær yrðu tvær að dekka Helenu og við leystum það mjög vel.“ Undankeppninni er lokið og samningur Ívars runninn út. Hann ákvað að halda ekki áfram með liðið og tilkynnti KKÍ það fyrir þessa tvo leiki. „Þetta voru mínir síðustu leikir. Samningurinn var búinn og ég veit ekkert hvort ég hefði orðið endurráðinn eða ekki en ég taldi bara kominn tíma á breytingu.“ „Ég er búinn að vera lengi og ég held það þurfi ferskt blóð og aðeins að trukka þetta upp,“ sagði Ívar Ásgrímsson. Körfubolti Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Ívar Ásgrímsson kvaddi íslenska kvennalandsliðið í körfubolta í kvöld, hann stýrði liðinu í síðasta skipti í tíu stiga tapi gegn Bosníu í Laugardalshöll. Íslenska liðið leiddi nær allan fyrri hálfleikinn en náði ekki að halda út gegn sterku liði Bosníu og tapaði 74-84 í lokaleik undankeppni EM 2019. „Ég er stoltur með þennan leik. Mér fannst við vera að spila gríðarlega vel, boltaflæðið var gott og við vorum að fá fullt af flottum færum bæði inn í teig og fyrir utan teig,“ sagði Ívar í leikslok. „Við vorum að skapa okkur færi í dag sem að við gerðum ekki á móti Slóvakíu. Við hefðum þurft að vera með betri þriggja stiga nýtingu en við vorum að taka góð skot sem því miður duttu ekki niður. Það er kannski munurinn.“ „Það var mikið dæmt í þessum leik, ég held ég hafi aldrei áður séð lið fá fjórar eða fimm villur fyrir það að stíga út. Þær fóru oft á línuna og það kostaði okkur mikið. Það voru litlir hlutir sem kostuðu það að sigurinn datt þeirra en ekki okkar.“ Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins í þessum leik en á móti Slóvakíu fyrir nokkrum dögum síðan þegar Ísland tapaði með þrjátíu stigum. „Boltaflæðið var betra og við vorum að finna fríu mennina, við vorum búin að fara yfir það á vídeói. Við vorum að þröngva sendingar á móti Slóvakíu og bakverðirnir voru að reyna að gefa yfir inn á Hildi. Núna fengum við aukasendinguna og síðan inn. Við vissum líka að þær yrðu tvær að dekka Helenu og við leystum það mjög vel.“ Undankeppninni er lokið og samningur Ívars runninn út. Hann ákvað að halda ekki áfram með liðið og tilkynnti KKÍ það fyrir þessa tvo leiki. „Þetta voru mínir síðustu leikir. Samningurinn var búinn og ég veit ekkert hvort ég hefði orðið endurráðinn eða ekki en ég taldi bara kominn tíma á breytingu.“ „Ég er búinn að vera lengi og ég held það þurfi ferskt blóð og aðeins að trukka þetta upp,“ sagði Ívar Ásgrímsson.
Körfubolti Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum