Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Árni Jóhannsson skrifar 18. desember 2024 21:31 Grindavík - Stjarnan Bónus deild kvenna Haust 2024 Þorleifur Ólafsson Vísir / Pawel Cieslikiewicz Gengi Grindavíkur í Bónus deild kvenna hefur ekki verið upp á marga fiska og ekki skánaði það í kvöld þegar liðið tapaði sjötta leiknum í röð. Valur vann 69-67 þar sem úrslitin réðust á lokasekúndum leiksins þegar Alyssa Marie Cerino fékk vinalegt skopp á hringnum til að tryggja Val sigurinn. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt vonbrigðum sínum en gat ekki komið því í orð hversu súr þessi niðurstaða var. „Þetta er bara pirrandi“, sagði Þorleifur og hélt svo áfram þegar hann var spurður að því hvað hafi klikkað í lok leiksins. „Gat ekki beðið um meira. Við gerðum lokaskotið erfitt en það fór ofan í og svo náðum við ekki að framkvæma okkar lokasókn nógu vel. Þetta er bara erfitt en þetta var ekki bara í restina. Við missum hausinn nokkrum sinnum en náum alltaf að koma til baka og ég er ánægður með það. Ég er ánægður með íslensku stelpurnar. Þær voru frábærar, við fengum framlag frá þeim stigalega og þær voru að leggja sig fram. Isabella var þó frábær og var að frákasta vel eins og hún á að gera“, sagði hann en Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði 23 stig og tók 19 fráköst ásamt ýmsu fleira en hún var með 37 í framlag í kvöld. Þorleifur var þá spurður að því hvort hann gæti tekið eitthvað út úr leiknum þó að sigur hafi ekki unnist. „Ég sá breytingar á sóknarleik liðsins. Við bjuggum til skot sem voru opin en vildu ekki ofan í. Svo vorum við að fara í kött til að opna en oft og tíðum höfum við verið í því að standa og horfa á. Ég sá breytingu sem skilaði sér ekki í stigum en það er hægt að byggja ofan á þetta.“ Grindvíkingar hafa átt erfitt þennan fyrri part vetrar en mikil meiðsli hafa sett strik í reikninginn. Var þessi fyrri partur af vetrinum ekki bara hræðilegur? „Jú, í raun og veru. Í öllu. Mikið af meiðslum, mikið af veikindum. Byrjar á því að Isabella misstígur sig á landsliðsæfingu og svo koll af kolli. Mér fannst við vera að komast á sprett en þá meiðast Hulda og Alexis. Svo var ég mjög jákvæður í gær og fannst við líklega vera að fara að rúlla þessum leik upp en þá meiðist Alexis aftur. Ég er ekki að fela mig bakvið þetta en þetta er samt erfitt. Erfitt fyrir stelpurnar að geta ekki sýnt sitt rétta andlit með fullskipað lið.“ „Þetta er erftitt fyrir mig upp á að skipuleggja okkur og við erum með leikmann sem er rosalega góður en hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Þetta er ákveðin svona skita. Við ætluðum okkur meira og hvað er það sem orsakar? Það er mikið sem hægt er að líta til og það lítum við á núna og reynum að mæta klárar eftir áramót.“ Verða þá einhverjar breytingar eftir áramót? „Ekki eins og staðan er núna. Ég ætla samt ekki að ljúga en ég er farinn að líta í kringum mig. Markaðurinn er erfiður og mjög lélegur en ég er ekki að fara í einhverjar skiptingar þar sem ég er búinn að skipta um 6-7 leikmenn fyrir febrúar. Það er á hreinu.“ Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Valur vann Grindavík í lokaleik ársins í Bónus-deild kvenna í körfubolta með tveimur stigum 69-67 þar sem sigurinn réðst á síðustu andartökunum. 18. desember 2024 18:30 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt vonbrigðum sínum en gat ekki komið því í orð hversu súr þessi niðurstaða var. „Þetta er bara pirrandi“, sagði Þorleifur og hélt svo áfram þegar hann var spurður að því hvað hafi klikkað í lok leiksins. „Gat ekki beðið um meira. Við gerðum lokaskotið erfitt en það fór ofan í og svo náðum við ekki að framkvæma okkar lokasókn nógu vel. Þetta er bara erfitt en þetta var ekki bara í restina. Við missum hausinn nokkrum sinnum en náum alltaf að koma til baka og ég er ánægður með það. Ég er ánægður með íslensku stelpurnar. Þær voru frábærar, við fengum framlag frá þeim stigalega og þær voru að leggja sig fram. Isabella var þó frábær og var að frákasta vel eins og hún á að gera“, sagði hann en Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði 23 stig og tók 19 fráköst ásamt ýmsu fleira en hún var með 37 í framlag í kvöld. Þorleifur var þá spurður að því hvort hann gæti tekið eitthvað út úr leiknum þó að sigur hafi ekki unnist. „Ég sá breytingar á sóknarleik liðsins. Við bjuggum til skot sem voru opin en vildu ekki ofan í. Svo vorum við að fara í kött til að opna en oft og tíðum höfum við verið í því að standa og horfa á. Ég sá breytingu sem skilaði sér ekki í stigum en það er hægt að byggja ofan á þetta.“ Grindvíkingar hafa átt erfitt þennan fyrri part vetrar en mikil meiðsli hafa sett strik í reikninginn. Var þessi fyrri partur af vetrinum ekki bara hræðilegur? „Jú, í raun og veru. Í öllu. Mikið af meiðslum, mikið af veikindum. Byrjar á því að Isabella misstígur sig á landsliðsæfingu og svo koll af kolli. Mér fannst við vera að komast á sprett en þá meiðast Hulda og Alexis. Svo var ég mjög jákvæður í gær og fannst við líklega vera að fara að rúlla þessum leik upp en þá meiðist Alexis aftur. Ég er ekki að fela mig bakvið þetta en þetta er samt erfitt. Erfitt fyrir stelpurnar að geta ekki sýnt sitt rétta andlit með fullskipað lið.“ „Þetta er erftitt fyrir mig upp á að skipuleggja okkur og við erum með leikmann sem er rosalega góður en hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Þetta er ákveðin svona skita. Við ætluðum okkur meira og hvað er það sem orsakar? Það er mikið sem hægt er að líta til og það lítum við á núna og reynum að mæta klárar eftir áramót.“ Verða þá einhverjar breytingar eftir áramót? „Ekki eins og staðan er núna. Ég ætla samt ekki að ljúga en ég er farinn að líta í kringum mig. Markaðurinn er erfiður og mjög lélegur en ég er ekki að fara í einhverjar skiptingar þar sem ég er búinn að skipta um 6-7 leikmenn fyrir febrúar. Það er á hreinu.“
Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Valur vann Grindavík í lokaleik ársins í Bónus-deild kvenna í körfubolta með tveimur stigum 69-67 þar sem sigurinn réðst á síðustu andartökunum. 18. desember 2024 18:30 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Valur vann Grindavík í lokaleik ársins í Bónus-deild kvenna í körfubolta með tveimur stigum 69-67 þar sem sigurinn réðst á síðustu andartökunum. 18. desember 2024 18:30