„Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2024 22:20 Strákarnir hans Rúnars Inga Erlingssonar hafa tapað tveimur leikjum í röð, gegn tveimur efstu liðum Bónus deildar karla. vísir/diego Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að herslumuninn hefði vantað hjá hans mönnum gegn toppliði Stjörnunnar í Bónus deild karla í kvöld. Stjörnumenn unnu leikinn, 90-100. „Þetta var held ég góður körfuboltaleikur og rosa barátta, upp og niður. Við enduðum fyrri hálfleikinn kannski ekki alveg nógu vel. Þeir náðu að búa til forystu. Við vorum alltaf að hóta og með leikinn í jafnvægi en náðum aldrei að jafna og komast yfir,“ sagði Rúnar eftir leikinn. „Ég get talað um „pick og roll“ vörnina okkar sem gekk upp á köflum. Svo voru þeir klókir og nýttu sér það að við vorum ekki alveg nógu klárir að fara yfir hindranir. Dom [Dominykas Milka] er í smá svæðisvörn að loka teignum. Það lokar á ýmislegt en gefur annað. Þeir voru töffarar og settu stór skot á lykil augnablikum.“ Rúnar hefði viljað sjá betri frammistöðu frá dómurum leiksins í kvöld. „Ég legg nú ekki í vana minn að kvarta yfir dómurum en það voru nokkrir lykildómar þegar munurinn var sex eða sjö stig. Þetta eru dómar sem breyta augnablikinu. Ég á í nokkuð góðum samskiptum við þá og þeir nánast afsökuðu meðdómara sinn. Við biðjum bara um meiri stöðugleika. Ég garga á mína menn sem gera fullt af mistökum en við þurfum að takast á við afleiðingarnar,“ sagði Rúnar. „Við hefðum líka getað lokað betur á þá. Eitt varnarfrákast til eða frá. Það eru mörg lítil atriði sem vega rosalega þungt á síðustu fjórum mínútunum sem verður til þess að það verður út um leikinn þegar ein og hálf er eftir.“ Í síðustu umferð tapaði Njarðvík fyrir Tindastóli, liðinu í 2. sæti deildarinnar. Rúnari fannst Njarðvíkingar spila mun betur í kvöld en fyrir viku. „Klárlega. Við lögðum áherslu á að hafa stjórn á því sem við erum að gera í gegnum fjörutíu mínútur af körfubolta. Mér fannst við heilt yfir ná því. Við vorum töluvert betri og yfirvegaðri. Það kom smá kafli í seinni hálfleik þar sem sóknin var ekki nógu góð og við vorum ekki alveg nógu agaðir að fara inn í hlutina sem voru að virka. Við vorum staðir og fórum í einstaklingsframtak,“ sagði Rúnar. „Það eru hlutir sem við höfum fínan tíma til að laga og ég er brattur fyrir seinni hluta tímabilsins.“ Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Þetta var held ég góður körfuboltaleikur og rosa barátta, upp og niður. Við enduðum fyrri hálfleikinn kannski ekki alveg nógu vel. Þeir náðu að búa til forystu. Við vorum alltaf að hóta og með leikinn í jafnvægi en náðum aldrei að jafna og komast yfir,“ sagði Rúnar eftir leikinn. „Ég get talað um „pick og roll“ vörnina okkar sem gekk upp á köflum. Svo voru þeir klókir og nýttu sér það að við vorum ekki alveg nógu klárir að fara yfir hindranir. Dom [Dominykas Milka] er í smá svæðisvörn að loka teignum. Það lokar á ýmislegt en gefur annað. Þeir voru töffarar og settu stór skot á lykil augnablikum.“ Rúnar hefði viljað sjá betri frammistöðu frá dómurum leiksins í kvöld. „Ég legg nú ekki í vana minn að kvarta yfir dómurum en það voru nokkrir lykildómar þegar munurinn var sex eða sjö stig. Þetta eru dómar sem breyta augnablikinu. Ég á í nokkuð góðum samskiptum við þá og þeir nánast afsökuðu meðdómara sinn. Við biðjum bara um meiri stöðugleika. Ég garga á mína menn sem gera fullt af mistökum en við þurfum að takast á við afleiðingarnar,“ sagði Rúnar. „Við hefðum líka getað lokað betur á þá. Eitt varnarfrákast til eða frá. Það eru mörg lítil atriði sem vega rosalega þungt á síðustu fjórum mínútunum sem verður til þess að það verður út um leikinn þegar ein og hálf er eftir.“ Í síðustu umferð tapaði Njarðvík fyrir Tindastóli, liðinu í 2. sæti deildarinnar. Rúnari fannst Njarðvíkingar spila mun betur í kvöld en fyrir viku. „Klárlega. Við lögðum áherslu á að hafa stjórn á því sem við erum að gera í gegnum fjörutíu mínútur af körfubolta. Mér fannst við heilt yfir ná því. Við vorum töluvert betri og yfirvegaðri. Það kom smá kafli í seinni hálfleik þar sem sóknin var ekki nógu góð og við vorum ekki alveg nógu agaðir að fara inn í hlutina sem voru að virka. Við vorum staðir og fórum í einstaklingsframtak,“ sagði Rúnar. „Það eru hlutir sem við höfum fínan tíma til að laga og ég er brattur fyrir seinni hluta tímabilsins.“
Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Sjá meira