„Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2024 22:20 Strákarnir hans Rúnars Inga Erlingssonar hafa tapað tveimur leikjum í röð, gegn tveimur efstu liðum Bónus deildar karla. vísir/diego Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að herslumuninn hefði vantað hjá hans mönnum gegn toppliði Stjörnunnar í Bónus deild karla í kvöld. Stjörnumenn unnu leikinn, 90-100. „Þetta var held ég góður körfuboltaleikur og rosa barátta, upp og niður. Við enduðum fyrri hálfleikinn kannski ekki alveg nógu vel. Þeir náðu að búa til forystu. Við vorum alltaf að hóta og með leikinn í jafnvægi en náðum aldrei að jafna og komast yfir,“ sagði Rúnar eftir leikinn. „Ég get talað um „pick og roll“ vörnina okkar sem gekk upp á köflum. Svo voru þeir klókir og nýttu sér það að við vorum ekki alveg nógu klárir að fara yfir hindranir. Dom [Dominykas Milka] er í smá svæðisvörn að loka teignum. Það lokar á ýmislegt en gefur annað. Þeir voru töffarar og settu stór skot á lykil augnablikum.“ Rúnar hefði viljað sjá betri frammistöðu frá dómurum leiksins í kvöld. „Ég legg nú ekki í vana minn að kvarta yfir dómurum en það voru nokkrir lykildómar þegar munurinn var sex eða sjö stig. Þetta eru dómar sem breyta augnablikinu. Ég á í nokkuð góðum samskiptum við þá og þeir nánast afsökuðu meðdómara sinn. Við biðjum bara um meiri stöðugleika. Ég garga á mína menn sem gera fullt af mistökum en við þurfum að takast á við afleiðingarnar,“ sagði Rúnar. „Við hefðum líka getað lokað betur á þá. Eitt varnarfrákast til eða frá. Það eru mörg lítil atriði sem vega rosalega þungt á síðustu fjórum mínútunum sem verður til þess að það verður út um leikinn þegar ein og hálf er eftir.“ Í síðustu umferð tapaði Njarðvík fyrir Tindastóli, liðinu í 2. sæti deildarinnar. Rúnari fannst Njarðvíkingar spila mun betur í kvöld en fyrir viku. „Klárlega. Við lögðum áherslu á að hafa stjórn á því sem við erum að gera í gegnum fjörutíu mínútur af körfubolta. Mér fannst við heilt yfir ná því. Við vorum töluvert betri og yfirvegaðri. Það kom smá kafli í seinni hálfleik þar sem sóknin var ekki nógu góð og við vorum ekki alveg nógu agaðir að fara inn í hlutina sem voru að virka. Við vorum staðir og fórum í einstaklingsframtak,“ sagði Rúnar. „Það eru hlutir sem við höfum fínan tíma til að laga og ég er brattur fyrir seinni hluta tímabilsins.“ Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
„Þetta var held ég góður körfuboltaleikur og rosa barátta, upp og niður. Við enduðum fyrri hálfleikinn kannski ekki alveg nógu vel. Þeir náðu að búa til forystu. Við vorum alltaf að hóta og með leikinn í jafnvægi en náðum aldrei að jafna og komast yfir,“ sagði Rúnar eftir leikinn. „Ég get talað um „pick og roll“ vörnina okkar sem gekk upp á köflum. Svo voru þeir klókir og nýttu sér það að við vorum ekki alveg nógu klárir að fara yfir hindranir. Dom [Dominykas Milka] er í smá svæðisvörn að loka teignum. Það lokar á ýmislegt en gefur annað. Þeir voru töffarar og settu stór skot á lykil augnablikum.“ Rúnar hefði viljað sjá betri frammistöðu frá dómurum leiksins í kvöld. „Ég legg nú ekki í vana minn að kvarta yfir dómurum en það voru nokkrir lykildómar þegar munurinn var sex eða sjö stig. Þetta eru dómar sem breyta augnablikinu. Ég á í nokkuð góðum samskiptum við þá og þeir nánast afsökuðu meðdómara sinn. Við biðjum bara um meiri stöðugleika. Ég garga á mína menn sem gera fullt af mistökum en við þurfum að takast á við afleiðingarnar,“ sagði Rúnar. „Við hefðum líka getað lokað betur á þá. Eitt varnarfrákast til eða frá. Það eru mörg lítil atriði sem vega rosalega þungt á síðustu fjórum mínútunum sem verður til þess að það verður út um leikinn þegar ein og hálf er eftir.“ Í síðustu umferð tapaði Njarðvík fyrir Tindastóli, liðinu í 2. sæti deildarinnar. Rúnari fannst Njarðvíkingar spila mun betur í kvöld en fyrir viku. „Klárlega. Við lögðum áherslu á að hafa stjórn á því sem við erum að gera í gegnum fjörutíu mínútur af körfubolta. Mér fannst við heilt yfir ná því. Við vorum töluvert betri og yfirvegaðri. Það kom smá kafli í seinni hálfleik þar sem sóknin var ekki nógu góð og við vorum ekki alveg nógu agaðir að fara inn í hlutina sem voru að virka. Við vorum staðir og fórum í einstaklingsframtak,“ sagði Rúnar. „Það eru hlutir sem við höfum fínan tíma til að laga og ég er brattur fyrir seinni hluta tímabilsins.“
Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira