„Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. desember 2024 14:03 Thelma Aðalsteinsdóttir með ein af fjórum gullverðlaunum sem hún vann á Norður-Evrópumótinu í Írlandi. Stephen McCarthy/Sportsfile via Getty Images Fimleikakonan Thelma Aðalsteinsdóttir var ekki tilnefnd sem íþróttamaður ársins þrátt fyrir frábæran árangur á árinu. Sigmundi Steinarssyni, íþróttafréttamanni til fjölda ára, var mjög brugðið og veltir því fyrir sér eftir hverju farið er þegar afrek íþróttamanna eru metin. Thelma var kjörin fimleikakona ársins hjá Fimleikasambandi Íslands á dögunum. Hún vann til gullverðlauna í öllum fjórum greinunum sem keppt var í á Norður-Evrópumótinu, varð sú fyrsta til að gera nýja æfingu á stórmóti þegar hún sópaði til sín þremur titlum á Íslandsmótinu, auk þess að verða bikarmeistari með félagi sínu Gerplu og Norðurlandameistari með íslenska landsliðinu. „Eftir hverju er farið, þegar afrek íþróttamanna eru metin?“ skrifar Sigmundur Steinarsson á Facebook síðu sinni. Hann býr yfir áratuga reynslu sem íþróttafréttamaður og hefur skrifað fjölda bóka um íþróttir. Sigmundur er einn reyndasti íþróttafréttamaður landsins eftir marga áratugi í starfi. Hann er höfundur 100 ára sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu og fleiri bóka um íþróttir. vísir / ernir „Ég tel það „ótrúlegt afrek“ að hægt sé að gleyma bestu íþróttakonu/manni landsins undanfarin ár, þegar valinn er Íþróttamaður ársins 2024. Thelmu er sárt saknað á listanum yfir 10 bestu íþróttamenn Íslands. Fyrirgefðu Thelma!“ skrifaði hann einnig. Thelma var ekki í hópi þeirra sex kvenna sem tilnefndar voru sem Íþróttamaður ársins. Hún var ein af fimm sem var tilnefnd í fyrra en ekki núna. Meira má finna um tilnefningarnar hér fyrir neðan. Fimleikar Íþróttamaður ársins Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Sjá meira
Thelma var kjörin fimleikakona ársins hjá Fimleikasambandi Íslands á dögunum. Hún vann til gullverðlauna í öllum fjórum greinunum sem keppt var í á Norður-Evrópumótinu, varð sú fyrsta til að gera nýja æfingu á stórmóti þegar hún sópaði til sín þremur titlum á Íslandsmótinu, auk þess að verða bikarmeistari með félagi sínu Gerplu og Norðurlandameistari með íslenska landsliðinu. „Eftir hverju er farið, þegar afrek íþróttamanna eru metin?“ skrifar Sigmundur Steinarsson á Facebook síðu sinni. Hann býr yfir áratuga reynslu sem íþróttafréttamaður og hefur skrifað fjölda bóka um íþróttir. Sigmundur er einn reyndasti íþróttafréttamaður landsins eftir marga áratugi í starfi. Hann er höfundur 100 ára sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu og fleiri bóka um íþróttir. vísir / ernir „Ég tel það „ótrúlegt afrek“ að hægt sé að gleyma bestu íþróttakonu/manni landsins undanfarin ár, þegar valinn er Íþróttamaður ársins 2024. Thelmu er sárt saknað á listanum yfir 10 bestu íþróttamenn Íslands. Fyrirgefðu Thelma!“ skrifaði hann einnig. Thelma var ekki í hópi þeirra sex kvenna sem tilnefndar voru sem Íþróttamaður ársins. Hún var ein af fimm sem var tilnefnd í fyrra en ekki núna. Meira má finna um tilnefningarnar hér fyrir neðan.
Fimleikar Íþróttamaður ársins Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Sjá meira