Hann hét raunverulega Richard Jay Potash, fæddist í New York og byrjaði að koma fram sem töframaður þegar fjögurra ára gamall. Hann er talinn einn fyrsti töframaðurinn sem byrjaði að troða upp á grín- og næturklúbbum.
Í frétt BBC kemur fram að hann hafi einnig verið þekktur fyrir getu sína að kasta spilum úr spilastokk langar leiðir. Í Heimsmetabók Guinness segir að hann hafi eitt sinn kastað spili úr spilastokk heila 58 metra þar sem það mældist mest á 145 kílómetra hraða.
Í Bond-myndinni Tomorrow Never Dies fór hann með hlutverk ómennisins og tölvuþrjótsins Henry Gupta sem starfaði á snærum aðal vonda karlsins, Elliot Carver. Í Boogie Nights, mynd Paul Thomas Anderson frá árinu 1997, fór hann með hlutverk Kurt Longjohn og þá talaði hann inn á kvikmynd Anderson frá 1999, Magnolia. Einnig má nefna að hann fór með hlutverk Eddie Sawyer í fyrstu þáttaröð Deadwood.
Behold Ricky Jay attacking Conan O'Brien and Jackie Chan with playing cards, one of the primary reasons for which late night television was created. https://t.co/TiYiKmyb50
— Dan Telfer (@dantelfer) November 25, 2018
Master magician and historian Ricky Jay has passed away. The breadth of his knowledge and appreciation for magic and the allied arts was truly remarkable. Such sad news, such a profound loss. #RIP https://t.co/VRYRxhkQKr
— Neil Patrick Harris (@ActuallyNPH) November 25, 2018
Oh man, Ricky Jay. Just a genius. One of the best who ever lived. We'll all miss you, Ricky. Oh man.
— Penn Jillette (@pennjillette) November 25, 2018