Trump dregur niðurstöður loftslagsskýrslunnar í efa Andri Eysteinsson skrifar 26. nóvember 2018 23:24 Trump stóð fyrir svörum fyrir utan Hvíta húsið í dag. EPA/ Shawn Thew Donald Trump, forseti Bandaríkjanna dregur í efa niðurstöður nýlegrar skýrslu í loftslagsmálum sem unnið var fyrir bandarísk yfirvöld. Skýrslan dró fram dökka mynd af efnahagslegri framtíð Bandaríkjanna, erfiðleikum við ræktun matvæla og fleiri vandamálum. Trump var spurður út í skýrsluna af blaðamönnum fyrir framan Hvíta húsið í Washington í dag. BBC greinir frá. Trump sagði í viðtölum ekki trúa niðurstöðu skýrslunnar og sagði að aðrar þjóðir þyrftu að taka til hendinni í loftslagsmálum og nefndi þar helst Kína og Japan. Trump sagði einnig að Bandaríkin hefðu aldrei verið „hreinni“ en sagði það ekki skipta máli ef heimurinn allur væri „skítugur“. „Ég vil hreint loft, ég vil hreint vatn, mjög mikilvægt,“ sagði forsetinn.Sjá einnig: Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð BandaríkjamannaÁður hafði talskona Hvíta Hússins, Lindsay Walters sagt skýrsluna villandi og óáreiðanlega. Skýrslan gerði ráð fyrir allra verstu mögulegu útkomu og gerði ekki ráð fyrir þeim tækniframförum sem munu verða á næstu áratugum. Í skýrslunni var til dæmis fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á efnahagslíf Bandaríkjanna. Í skýrslunni var því spáð að fyrir lok 21. aldarinnar myndi árlegt tap á nokkrum efnahagssviðum nema hundruðum milljarða dala. Sú upphæð er meiri en verg landsframleiðsla margra ríkja Bandaríkjanna. Fyrrum mótherji Trump í forsetakosningunum 2016, demókratinn Hillary Clinton, sakaði Trump stjórnina um óheiðarleika í kringum skýrsluna. Clinton sagði stjórnina hafa með því að birta skýrsluna daginn eftir Þakkagjörðahátiðina reynt að þagga hana niður. The Trump administration tried to bury a federally-mandated climate change study by releasing it the Friday after Thanksgiving. Here's what they didn't want you to hear: — Hillary Clinton (@HillaryClinton) November 26, 2018 Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Lokuðu landamærunum að Mexíkó og skutu táragasi að hælisleitendum Hópur fólk reyndi að komast yfir landamærin í kjölfar mótmæla gegn því hversu lengi tekur að fara yfir hælisumsóknir þeirra í Bandaríkjunum. 26. nóvember 2018 07:33 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. 26. nóvember 2018 22:28 Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Forseti Bandaríkjanna segir ástandið í Tijuana stjórnlaust vegna flóttamannalestar. 23. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna dregur í efa niðurstöður nýlegrar skýrslu í loftslagsmálum sem unnið var fyrir bandarísk yfirvöld. Skýrslan dró fram dökka mynd af efnahagslegri framtíð Bandaríkjanna, erfiðleikum við ræktun matvæla og fleiri vandamálum. Trump var spurður út í skýrsluna af blaðamönnum fyrir framan Hvíta húsið í Washington í dag. BBC greinir frá. Trump sagði í viðtölum ekki trúa niðurstöðu skýrslunnar og sagði að aðrar þjóðir þyrftu að taka til hendinni í loftslagsmálum og nefndi þar helst Kína og Japan. Trump sagði einnig að Bandaríkin hefðu aldrei verið „hreinni“ en sagði það ekki skipta máli ef heimurinn allur væri „skítugur“. „Ég vil hreint loft, ég vil hreint vatn, mjög mikilvægt,“ sagði forsetinn.Sjá einnig: Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð BandaríkjamannaÁður hafði talskona Hvíta Hússins, Lindsay Walters sagt skýrsluna villandi og óáreiðanlega. Skýrslan gerði ráð fyrir allra verstu mögulegu útkomu og gerði ekki ráð fyrir þeim tækniframförum sem munu verða á næstu áratugum. Í skýrslunni var til dæmis fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á efnahagslíf Bandaríkjanna. Í skýrslunni var því spáð að fyrir lok 21. aldarinnar myndi árlegt tap á nokkrum efnahagssviðum nema hundruðum milljarða dala. Sú upphæð er meiri en verg landsframleiðsla margra ríkja Bandaríkjanna. Fyrrum mótherji Trump í forsetakosningunum 2016, demókratinn Hillary Clinton, sakaði Trump stjórnina um óheiðarleika í kringum skýrsluna. Clinton sagði stjórnina hafa með því að birta skýrsluna daginn eftir Þakkagjörðahátiðina reynt að þagga hana niður. The Trump administration tried to bury a federally-mandated climate change study by releasing it the Friday after Thanksgiving. Here's what they didn't want you to hear: — Hillary Clinton (@HillaryClinton) November 26, 2018
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Lokuðu landamærunum að Mexíkó og skutu táragasi að hælisleitendum Hópur fólk reyndi að komast yfir landamærin í kjölfar mótmæla gegn því hversu lengi tekur að fara yfir hælisumsóknir þeirra í Bandaríkjunum. 26. nóvember 2018 07:33 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. 26. nóvember 2018 22:28 Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Forseti Bandaríkjanna segir ástandið í Tijuana stjórnlaust vegna flóttamannalestar. 23. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Lokuðu landamærunum að Mexíkó og skutu táragasi að hælisleitendum Hópur fólk reyndi að komast yfir landamærin í kjölfar mótmæla gegn því hversu lengi tekur að fara yfir hælisumsóknir þeirra í Bandaríkjunum. 26. nóvember 2018 07:33
Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34
Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. 26. nóvember 2018 22:28
Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Forseti Bandaríkjanna segir ástandið í Tijuana stjórnlaust vegna flóttamannalestar. 23. nóvember 2018 07:00