Yfir helmingur í skuldavanda vegna skyndilána Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 19:30 Ung kona sem sótti nýverið um greiðsluaðlögun safnaði 2,7 milljóna króna skuldum vegna skyndilána á einungis fimm mánuðum. Umboðsmaður skuldara segir þetta vera sorglega algengt og mikið áhyggjuefni en meirihluti þeirra sem hafa leitað til embættisins á árinu hafa gert það vegna skyndilána. Umboðsmaður skuldara skilgreinir skyndilán sem lán sem tekin eru í gegnum sms, app eða netið en undir það falla peningalán hjá smálánafyrirtækjum auk lána sem veitt eru fyrir vöru eða þjónustu hjá fyrirtækjum líkt og Netgíró og Pei. Við lántöku er greiðslugeta einstaklinga ekki metin og hægt er að taka lánin hvenær sem er sólarhringsins. Sífellt fleiri hafa verið að leita til Umboðsmanns skuldara vegna skuldavanda. Á fyrri hluta þessa árs bárust 718 umsóknir um greiðsluaðlögun samanborið við 698 á fyrri hluta síðasta árs. Þá fer hópurinn sem leitar til embættisins vegna skyndilána ört stækkandi. Fyrsta smálánafyrirtækið var opnað hér á landi árið 2009 og árið 2012, eða þremur árum síðar, voru 6% umsækjenda um greiðsluaðlögun í vanda vegna smálána. Núna, tæpum áratug eftir fyrstu opnun, er hlutfallið komið upp í 59%. „Við höfum miklar áhyggjur af þessari þróun og við sjáum hana náttúrulega kristallast hjá okkur. Þetta er bara stígandi," segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. „Það sem við höfum einna mestar áhyggjur af er þessi yngsti hópur og hversu aðgengilegt þetta er og hversu öflug markaðssetningin er, það er sett mikil pressa á einstaklinga," bætir Sara Jasonardóttir, fræðslustjóri hjá embættinu við. Taka lán til að borga lán „Þetta eru oft kannski lítil lán í upphafi en síðan vaxa þau og þetta eru náttúrulega mjög dýr lán og oft er fólk komið í þá stöðu að það er að taka lán til að borga önnur lán," segir Ásta. „Skuldsetning er mjög hröð, ólíkt því sem var áður en þessi lán komu á markað. Þetta gerist alveg gífurlega hratt."Sem dæmi má nefna aðstæður 21 árs gamallar konu, sem býr í foreldrahúsum og leitaði nýverið eftir greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara. Á fimm mánaða tímabili frá janúar til maí tók hún alls 34 skyndilán upp á tæpar tvær milljónir króna. Þegar hún sótti um greiðsluaðlögun nokkru síðar voru lánin með vöxtum komin upp í tæplega 2,7 milljónir króna. Lánin höfðu því hækkað um 700 þúsund krónur á örfáum mánuðum.Þriðjungur undir þrítugu Í dag er þriðja hver umsókn um greiðsluaðlögun frá fólki yngra en þrjátíu ára. „Við sjáum bara núna milli ára hvað hlutfall ungs fólks hjá okkur hefur vaxið gífurlega og það má kannski segja að við sjáum bara toppinn á ísjakanum, við sjáum eingöngu þá sem leita til okkar," segir Ásta. „Ég held að við þurfum að taka samfélagslega umræðu um þessi lán og hvernig megi koma böndum á þessar lánveitingar". Smálán Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Ung kona sem sótti nýverið um greiðsluaðlögun safnaði 2,7 milljóna króna skuldum vegna skyndilána á einungis fimm mánuðum. Umboðsmaður skuldara segir þetta vera sorglega algengt og mikið áhyggjuefni en meirihluti þeirra sem hafa leitað til embættisins á árinu hafa gert það vegna skyndilána. Umboðsmaður skuldara skilgreinir skyndilán sem lán sem tekin eru í gegnum sms, app eða netið en undir það falla peningalán hjá smálánafyrirtækjum auk lána sem veitt eru fyrir vöru eða þjónustu hjá fyrirtækjum líkt og Netgíró og Pei. Við lántöku er greiðslugeta einstaklinga ekki metin og hægt er að taka lánin hvenær sem er sólarhringsins. Sífellt fleiri hafa verið að leita til Umboðsmanns skuldara vegna skuldavanda. Á fyrri hluta þessa árs bárust 718 umsóknir um greiðsluaðlögun samanborið við 698 á fyrri hluta síðasta árs. Þá fer hópurinn sem leitar til embættisins vegna skyndilána ört stækkandi. Fyrsta smálánafyrirtækið var opnað hér á landi árið 2009 og árið 2012, eða þremur árum síðar, voru 6% umsækjenda um greiðsluaðlögun í vanda vegna smálána. Núna, tæpum áratug eftir fyrstu opnun, er hlutfallið komið upp í 59%. „Við höfum miklar áhyggjur af þessari þróun og við sjáum hana náttúrulega kristallast hjá okkur. Þetta er bara stígandi," segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. „Það sem við höfum einna mestar áhyggjur af er þessi yngsti hópur og hversu aðgengilegt þetta er og hversu öflug markaðssetningin er, það er sett mikil pressa á einstaklinga," bætir Sara Jasonardóttir, fræðslustjóri hjá embættinu við. Taka lán til að borga lán „Þetta eru oft kannski lítil lán í upphafi en síðan vaxa þau og þetta eru náttúrulega mjög dýr lán og oft er fólk komið í þá stöðu að það er að taka lán til að borga önnur lán," segir Ásta. „Skuldsetning er mjög hröð, ólíkt því sem var áður en þessi lán komu á markað. Þetta gerist alveg gífurlega hratt."Sem dæmi má nefna aðstæður 21 árs gamallar konu, sem býr í foreldrahúsum og leitaði nýverið eftir greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara. Á fimm mánaða tímabili frá janúar til maí tók hún alls 34 skyndilán upp á tæpar tvær milljónir króna. Þegar hún sótti um greiðsluaðlögun nokkru síðar voru lánin með vöxtum komin upp í tæplega 2,7 milljónir króna. Lánin höfðu því hækkað um 700 þúsund krónur á örfáum mánuðum.Þriðjungur undir þrítugu Í dag er þriðja hver umsókn um greiðsluaðlögun frá fólki yngra en þrjátíu ára. „Við sjáum bara núna milli ára hvað hlutfall ungs fólks hjá okkur hefur vaxið gífurlega og það má kannski segja að við sjáum bara toppinn á ísjakanum, við sjáum eingöngu þá sem leita til okkar," segir Ásta. „Ég held að við þurfum að taka samfélagslega umræðu um þessi lán og hvernig megi koma böndum á þessar lánveitingar".
Smálán Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent