Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Eiður Þór Árnason skrifar 28. október 2025 18:52 Umferð hefur víða raskast vegna snjóþungans í dag. Landsbjörg Áfram eru miklar tafir á ferðum Strætó á höfuðborgarsvæðinu og eru farþegar beðnir um að sýna þolinmæði. Fimm strætisvagnar eru fastir en aðeins einn sagður trufla umferð. Engir vagnar eru á nagladekkjum. Mælt er með því að fólk fylgist með staðsetningu vagna á rauntímakorti sem aðgengilegt er í appi og á heimasíðu Strætó í stað þess að einblína á tímatöflur. Þetta sagði Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs hjá Strætó, í samtali við fréttastofu á sjötta tímanum í dag. Steinar Karl Hlífarsson segir daginn hafa verið krefjandi fyrir Strætó eins og aðra. Strætó „Það gengur ekkert sérstaklega vel en það er svona að greiðast úr þessu. Það er líka því að þakka að það er búið að minnka mikið umferð á götunum núna og hætt að snjóa. Áætlunin er mjög mikið úr skorðum en við erum samt með bíla á öllum leiðum og að halda þjónustu á öllum leiðum,“ segir Steinar. Ólíklegt sé að það náist að rétta af tímaáætlanir fyrr en seint í kvöld. Mikið af fólki sé búið að vera í vögnunum í dag og greinileg aukning eftir hádegi miðað við venjubundnari þriðjudag. „Þetta gengur hægt en þetta gengur. Heilt yfir er þetta allt í lagi og engin óhöpp eða þannig. Þetta hefur gengið ágætlega miðað við aðstæður.“ Steinar segir að vagnar séu fastir við Óla Rún tún og Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði, Stekkjarbakka og Gufunes í Reykjavík og Miðgarð í Garðabæ. Sá fyrsti sé bilaður en aðrir séu ekki fastir í umferðinni. Unnið sé að því að láta dráttarbíl færa vagnana. Ekki á nöglum Engir strætisvagnar eru á nagladekkjum á höfuðborgarsvæðinu í dag. „Það var samningur gerður við borgina um að strætóleiðir væru í forgangi varðandi mokstur og þá værum við ekki á nöglum. Þetta hefur gengið ágætlega og við þurfum í 99,99% tilfella ekki að vera á nöglum,“ segir Steinar. Hann á von á því að staðan á leiðakerfinu lagist í kvöld eftir því sem snjómokstur heldur áfram og umferð minnkar. Fréttin hefur verið uppfærð. Strætó Veður Tengdar fréttir Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs, segir aðstæður verulega krefjandi fyrir akstur Strætó í dag. Vagnar hafi setið fastir í umferð vegna vanbúinna bíla. Hann segir allt að fjóra vagna fasta í snjó og dráttarbíll strætó hafi verið nýttur til að losa bílana í dag. 28. október 2025 13:58 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Mælt er með því að fólk fylgist með staðsetningu vagna á rauntímakorti sem aðgengilegt er í appi og á heimasíðu Strætó í stað þess að einblína á tímatöflur. Þetta sagði Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs hjá Strætó, í samtali við fréttastofu á sjötta tímanum í dag. Steinar Karl Hlífarsson segir daginn hafa verið krefjandi fyrir Strætó eins og aðra. Strætó „Það gengur ekkert sérstaklega vel en það er svona að greiðast úr þessu. Það er líka því að þakka að það er búið að minnka mikið umferð á götunum núna og hætt að snjóa. Áætlunin er mjög mikið úr skorðum en við erum samt með bíla á öllum leiðum og að halda þjónustu á öllum leiðum,“ segir Steinar. Ólíklegt sé að það náist að rétta af tímaáætlanir fyrr en seint í kvöld. Mikið af fólki sé búið að vera í vögnunum í dag og greinileg aukning eftir hádegi miðað við venjubundnari þriðjudag. „Þetta gengur hægt en þetta gengur. Heilt yfir er þetta allt í lagi og engin óhöpp eða þannig. Þetta hefur gengið ágætlega miðað við aðstæður.“ Steinar segir að vagnar séu fastir við Óla Rún tún og Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði, Stekkjarbakka og Gufunes í Reykjavík og Miðgarð í Garðabæ. Sá fyrsti sé bilaður en aðrir séu ekki fastir í umferðinni. Unnið sé að því að láta dráttarbíl færa vagnana. Ekki á nöglum Engir strætisvagnar eru á nagladekkjum á höfuðborgarsvæðinu í dag. „Það var samningur gerður við borgina um að strætóleiðir væru í forgangi varðandi mokstur og þá værum við ekki á nöglum. Þetta hefur gengið ágætlega og við þurfum í 99,99% tilfella ekki að vera á nöglum,“ segir Steinar. Hann á von á því að staðan á leiðakerfinu lagist í kvöld eftir því sem snjómokstur heldur áfram og umferð minnkar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Strætó Veður Tengdar fréttir Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs, segir aðstæður verulega krefjandi fyrir akstur Strætó í dag. Vagnar hafi setið fastir í umferð vegna vanbúinna bíla. Hann segir allt að fjóra vagna fasta í snjó og dráttarbíll strætó hafi verið nýttur til að losa bílana í dag. 28. október 2025 13:58 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs, segir aðstæður verulega krefjandi fyrir akstur Strætó í dag. Vagnar hafi setið fastir í umferð vegna vanbúinna bíla. Hann segir allt að fjóra vagna fasta í snjó og dráttarbíll strætó hafi verið nýttur til að losa bílana í dag. 28. október 2025 13:58