Góðar fréttir fyrir Repúblikana Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. nóvember 2018 09:00 Það ræðst hver fer með völdin í bandaríska þinghúsinu í kosningunum sem fara fram á þriðjudag. Vísir/Getty Alls voru 250.000 ný störf sköpuð í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, atvinnuleysi mældist 3,7 prósent og er það lægsta í hálfa öld og laun hækkuðu um 3,1 prósent á milli mánaða, hafa ekki hækkað meira í tæpan áratug. Þetta kom fram í skýrslu sem vinnumálastofnun Bandaríkjanna birti í gær. Skýrslan kemur á besta tíma fyrir Repúblikana enda eru nú ekki nema þrír dagar þangað til Bandaríkjamenn kjósa til beggja deilda þingsins, til ríkisþinga, ríkisstjóra og ýmislegs annars. Á fjölmörgum stöðum er mjótt á munum á milli frambjóðenda Repúblikana og Demókrata og geta Repúblikanar því stært sig af efnahagsmálunum enda í meirihluta í báðum deildum og með Hvíta húsið sömuleiðis. Samkvæmt könnun sem Pew Research birti fyrir um mánuði eru efnahagsmálin ofarlega í huga kjósenda. Alls sögðu 74 prósent kjósenda að þau skiptu þá afar miklu máli. Einungis tvö mál skoruðu hærra, heilbrigðismál með 75 prósent og skipan dómara í hæstarétt með 76 prósent. Vert er að taka fram að tilnefning Bretts Kavanaugh var fyrir þinginu þegar könnunin var gerð og gæti það skýrt þann mikla fjölda sem nefndi skipan dómara. En þótt staða efnahagsmála hafi verið með ágætum að undanförnu virðist það ekki enn hafa skilað sér í auknum stuðningi við Donald Trump forseta. Samkvæmt vegnu meðaltali skoðanakannana sem FiveThirtyEight birti mælist Trump með stuðning 42,1 prósents en 52,9 prósent segjast ekki styðja forsetann. Til samanburðar studdu 44,7 prósent Barack Obama á sama tíma forsetatíðar hans og ekki nema 42 prósent Ronald Reagan sem þó vann öll ríki nema eitt þegar hann sóttist eftir endurkjöri fyrir rúmlega þrjátíu árum. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30 Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Stefnendur í máli gegn Bandaríkjaforseta geta nú óskað eftir upplýsingum um viðskipti Trump-hótelsins í Washington-borg við erlend ríki. 2. nóvember 2018 19:43 Twitter eyddi tíu þúsund reikningum sem hvöttu fólk til að kjósa ekki Sjálfvirkir reikningar sigldu undir fölsku flaggi og tístu í nafni demókrata skilaboðum um að fólk skyldi ekki kjósa í þingkosningum í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Alls voru 250.000 ný störf sköpuð í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, atvinnuleysi mældist 3,7 prósent og er það lægsta í hálfa öld og laun hækkuðu um 3,1 prósent á milli mánaða, hafa ekki hækkað meira í tæpan áratug. Þetta kom fram í skýrslu sem vinnumálastofnun Bandaríkjanna birti í gær. Skýrslan kemur á besta tíma fyrir Repúblikana enda eru nú ekki nema þrír dagar þangað til Bandaríkjamenn kjósa til beggja deilda þingsins, til ríkisþinga, ríkisstjóra og ýmislegs annars. Á fjölmörgum stöðum er mjótt á munum á milli frambjóðenda Repúblikana og Demókrata og geta Repúblikanar því stært sig af efnahagsmálunum enda í meirihluta í báðum deildum og með Hvíta húsið sömuleiðis. Samkvæmt könnun sem Pew Research birti fyrir um mánuði eru efnahagsmálin ofarlega í huga kjósenda. Alls sögðu 74 prósent kjósenda að þau skiptu þá afar miklu máli. Einungis tvö mál skoruðu hærra, heilbrigðismál með 75 prósent og skipan dómara í hæstarétt með 76 prósent. Vert er að taka fram að tilnefning Bretts Kavanaugh var fyrir þinginu þegar könnunin var gerð og gæti það skýrt þann mikla fjölda sem nefndi skipan dómara. En þótt staða efnahagsmála hafi verið með ágætum að undanförnu virðist það ekki enn hafa skilað sér í auknum stuðningi við Donald Trump forseta. Samkvæmt vegnu meðaltali skoðanakannana sem FiveThirtyEight birti mælist Trump með stuðning 42,1 prósents en 52,9 prósent segjast ekki styðja forsetann. Til samanburðar studdu 44,7 prósent Barack Obama á sama tíma forsetatíðar hans og ekki nema 42 prósent Ronald Reagan sem þó vann öll ríki nema eitt þegar hann sóttist eftir endurkjöri fyrir rúmlega þrjátíu árum.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30 Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Stefnendur í máli gegn Bandaríkjaforseta geta nú óskað eftir upplýsingum um viðskipti Trump-hótelsins í Washington-borg við erlend ríki. 2. nóvember 2018 19:43 Twitter eyddi tíu þúsund reikningum sem hvöttu fólk til að kjósa ekki Sjálfvirkir reikningar sigldu undir fölsku flaggi og tístu í nafni demókrata skilaboðum um að fólk skyldi ekki kjósa í þingkosningum í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30
Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Stefnendur í máli gegn Bandaríkjaforseta geta nú óskað eftir upplýsingum um viðskipti Trump-hótelsins í Washington-borg við erlend ríki. 2. nóvember 2018 19:43
Twitter eyddi tíu þúsund reikningum sem hvöttu fólk til að kjósa ekki Sjálfvirkir reikningar sigldu undir fölsku flaggi og tístu í nafni demókrata skilaboðum um að fólk skyldi ekki kjósa í þingkosningum í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2018 21:00
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent