Hóta að halda áfram kjarnorkuuppbyggingu verði viðskiptaþvingunum ekki aflétt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. nóvember 2018 10:37 Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu (t.h.) og Donald Trump Bandaríkjaforseti á leiðtogafundi þeirra í Singapúr fyrr á árinu. Vísir/Getty Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa kallað eftir því að Bandaríkin aflétti viðskiptaþvingunum gagnvart sér, ellegar íhugi þau að endurhugsa stefnu sína í kjarnorkumálum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu gaf út í gærkvöldi. Þar segir að stjórnvöld landsins gætu ákveðið að endurvekja svokallaða „pyongjin“-stefnu sem snýr að uppbyggingu kjarnorkuvopnabúrs landsins á sama tíma og ráðist er í efnahagslega uppbyggingu. Norðurkóresk stjórnvöld gengu þó ekki svo langt að hóta að slíta samningaviðræðum við Bandaríkjamenn, en ríkin tvö hafa staðið í viðræðum, meðal annars um kjarnorkumál, síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, funduðu í Singapúr í júní á þessu ári.Utanríkisráðherrar funda von bráðarMike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í viðtali við Fox-fréttastöðina í gær að fyrirætlaður væri í næstu viku fundur milli hans og norðurkóreska utanríkisráðherrans Kim Yong Chol. Pompeo gaf ekki upp nákvæma tímasetningu eða staðsetningu fundarins sem mun að öllum líkindum snúa að því að sannfæra Norður-Kóreumenn um að ganga lengra í kjarnorkuafvopnun. „Það er mikil vinna fyrir höndum, en ég er handviss um það að við munum halda áfram að beita efnahagslegum þrýstingi þar til formaðurinn Kim hefur staðið við þau loforð sem hann gaf Trump forseta í júní,“ sagði Pompeo í viðtalinu.Norður-Kórea „hlær“ að hugmyndum BandaríkjannaÍ yfirlýsingu utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu segir að umbætur á sambandi ríkjanna og viðskiptaþvinganir séu tveir gagnverkandi þættir. „Bandaríkin telja að síendurteknar „þvinganir og þrýstingur“ muni leiða til „kjarnorkuafvopnunar.“ Við getum ekki annað en hlegið að svo kjánalegum hugmyndum.“ Þá sagði í yfirlýsingunni að aflétting viðskiptaþvingana væru eðlileg og viðeigandi viðbrögð við „frumkvæði og lipurð“ Norður-Kóreu í kjarnorkuafvopnun til þessa. Bandaríkin Donald Trump Erlent Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim ætlar að loka skotpöllum og tilraunasvæðum Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, samþykkti á fundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að einum aðal eldflaugaskotpalli ríkisins yrði lokað. Þá stefna ríkin á að afkjarnorkuvopnavæða Kóreu-skaga. 19. september 2018 09:14 Telja Norður-Kóreumenn búa yfir 20 til 60 kjarnavopnum Ráðherra sameiningarmála í Suður-Kóreu greindi frá þessu í svari til suður-kóreska þingsins. 2. október 2018 10:44 Stefnir í annan fund með Trump Bandaríski miðillinn Politico sagði í gær að þar í landi fylgdust stjórnvöld náið með fundinum í vikunni og reyndu að komast að því hvort grundvöllur væri fyrir öðrum leiðtogafundi Trumps og Kim 19. september 2018 08:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa kallað eftir því að Bandaríkin aflétti viðskiptaþvingunum gagnvart sér, ellegar íhugi þau að endurhugsa stefnu sína í kjarnorkumálum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu gaf út í gærkvöldi. Þar segir að stjórnvöld landsins gætu ákveðið að endurvekja svokallaða „pyongjin“-stefnu sem snýr að uppbyggingu kjarnorkuvopnabúrs landsins á sama tíma og ráðist er í efnahagslega uppbyggingu. Norðurkóresk stjórnvöld gengu þó ekki svo langt að hóta að slíta samningaviðræðum við Bandaríkjamenn, en ríkin tvö hafa staðið í viðræðum, meðal annars um kjarnorkumál, síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, funduðu í Singapúr í júní á þessu ári.Utanríkisráðherrar funda von bráðarMike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í viðtali við Fox-fréttastöðina í gær að fyrirætlaður væri í næstu viku fundur milli hans og norðurkóreska utanríkisráðherrans Kim Yong Chol. Pompeo gaf ekki upp nákvæma tímasetningu eða staðsetningu fundarins sem mun að öllum líkindum snúa að því að sannfæra Norður-Kóreumenn um að ganga lengra í kjarnorkuafvopnun. „Það er mikil vinna fyrir höndum, en ég er handviss um það að við munum halda áfram að beita efnahagslegum þrýstingi þar til formaðurinn Kim hefur staðið við þau loforð sem hann gaf Trump forseta í júní,“ sagði Pompeo í viðtalinu.Norður-Kórea „hlær“ að hugmyndum BandaríkjannaÍ yfirlýsingu utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu segir að umbætur á sambandi ríkjanna og viðskiptaþvinganir séu tveir gagnverkandi þættir. „Bandaríkin telja að síendurteknar „þvinganir og þrýstingur“ muni leiða til „kjarnorkuafvopnunar.“ Við getum ekki annað en hlegið að svo kjánalegum hugmyndum.“ Þá sagði í yfirlýsingunni að aflétting viðskiptaþvingana væru eðlileg og viðeigandi viðbrögð við „frumkvæði og lipurð“ Norður-Kóreu í kjarnorkuafvopnun til þessa.
Bandaríkin Donald Trump Erlent Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim ætlar að loka skotpöllum og tilraunasvæðum Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, samþykkti á fundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að einum aðal eldflaugaskotpalli ríkisins yrði lokað. Þá stefna ríkin á að afkjarnorkuvopnavæða Kóreu-skaga. 19. september 2018 09:14 Telja Norður-Kóreumenn búa yfir 20 til 60 kjarnavopnum Ráðherra sameiningarmála í Suður-Kóreu greindi frá þessu í svari til suður-kóreska þingsins. 2. október 2018 10:44 Stefnir í annan fund með Trump Bandaríski miðillinn Politico sagði í gær að þar í landi fylgdust stjórnvöld náið með fundinum í vikunni og reyndu að komast að því hvort grundvöllur væri fyrir öðrum leiðtogafundi Trumps og Kim 19. september 2018 08:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Kim ætlar að loka skotpöllum og tilraunasvæðum Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, samþykkti á fundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að einum aðal eldflaugaskotpalli ríkisins yrði lokað. Þá stefna ríkin á að afkjarnorkuvopnavæða Kóreu-skaga. 19. september 2018 09:14
Telja Norður-Kóreumenn búa yfir 20 til 60 kjarnavopnum Ráðherra sameiningarmála í Suður-Kóreu greindi frá þessu í svari til suður-kóreska þingsins. 2. október 2018 10:44
Stefnir í annan fund með Trump Bandaríski miðillinn Politico sagði í gær að þar í landi fylgdust stjórnvöld náið með fundinum í vikunni og reyndu að komast að því hvort grundvöllur væri fyrir öðrum leiðtogafundi Trumps og Kim 19. september 2018 08:00