Röð „tilviljana“? Sigurður Pétursson skrifar 5. nóvember 2018 07:45 Þegar heimsmetið var sett í Vatnsdalalsá í ágúst átti sér stað nokkur röð tilviljana sem hér fylgir: kokkur sem hefur tjáð sig svarinn andstæðing fiskeldis er svo „óheppinn“ að fanga eldislax langt fjarri árósum þessar laxveiðiár. Sérfræðingur frá Hafrannsóknastofnun var tilbúnir áður en hann fékk laxinn í hendur til greiningar að koma með ályktanir þess efnis að þetta væri „nú bara toppurinn á ísjakanum.“ Haft var eftir öðrum sérfræðing að líklega kæmi fiskurinn frá Vestfjörðum. Á sama tíma á öðrum stað var kokkalandslið að mæra gæði eldislax og undirbúa sig fyrir þátttöku í móti erlendis þar sem eldislax var helsta afurðin. Einnig stutt frá var fimm manna nefnd (ÚUA) að meta það m.a. hvort kærendur laxeldis ættu raunverulega aðild að málinu enda flestir veiðiréttahafar laxveiðiáa fjarri þeim eldissvæðum sem kærð voru. „Tilviljanir“ ollu því að umræddur kokkur er víst einvaldur í að meta hvaða kokkar fá að taka þátt í heimsmeistaramóti (Bocuse d’Or) matreiðslumanna. Áin sem umræddur eldislax var fangaður er í eigu Óttars Yngvasonar lögmanns og Íslandsmeistara í kærum á hendur fiskeldismönnum. Afleiðingin leiddi til uppþota innan kokkalandsliðsins og ÚUA mat, byggt á umfjöllun í fjölmiðlum, að vegna eldislaxins í Vatnsdalsánni hefðu kærendur hagsmuni að gæta vegna fiskeldis á Vestfjörðum! Hafrannsóknastofnun hefur nú gefið út að ólíklegt sé að ókynþroska eldislax geti verið veiddur í miðri ferskvatnsá. Einnig hafa þeir útskýrt að þeir eldislaxar (búið að greina 4 laxa) sem veiddir hafa verið við Ísland hafa enn ekki verið upprunagreindir þ.e.a.s. óvíst hvaðan þeir hafa komið. Bara til samanbuðar þá munar ekki svo mikilli fjarlægð frá Vatnsdalnum til suðurfjarða Vestfjarða eða til heimsmeistara laxeldis í Færeyjum. Það er alltaf sætt þegar sannleikurinn kemur fram og ég leyfi mér að birta hluta úr nýrri yfirlýsingu íslenska kokkalandsliðsins: „Eldislax er notaður alls staðar um allan heim og er fyrsta flokks vara og sem dæmi er sambærileg vara notuð á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í Luxemburg og víðar.“ Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kokkalandsliðið Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þegar heimsmetið var sett í Vatnsdalalsá í ágúst átti sér stað nokkur röð tilviljana sem hér fylgir: kokkur sem hefur tjáð sig svarinn andstæðing fiskeldis er svo „óheppinn“ að fanga eldislax langt fjarri árósum þessar laxveiðiár. Sérfræðingur frá Hafrannsóknastofnun var tilbúnir áður en hann fékk laxinn í hendur til greiningar að koma með ályktanir þess efnis að þetta væri „nú bara toppurinn á ísjakanum.“ Haft var eftir öðrum sérfræðing að líklega kæmi fiskurinn frá Vestfjörðum. Á sama tíma á öðrum stað var kokkalandslið að mæra gæði eldislax og undirbúa sig fyrir þátttöku í móti erlendis þar sem eldislax var helsta afurðin. Einnig stutt frá var fimm manna nefnd (ÚUA) að meta það m.a. hvort kærendur laxeldis ættu raunverulega aðild að málinu enda flestir veiðiréttahafar laxveiðiáa fjarri þeim eldissvæðum sem kærð voru. „Tilviljanir“ ollu því að umræddur kokkur er víst einvaldur í að meta hvaða kokkar fá að taka þátt í heimsmeistaramóti (Bocuse d’Or) matreiðslumanna. Áin sem umræddur eldislax var fangaður er í eigu Óttars Yngvasonar lögmanns og Íslandsmeistara í kærum á hendur fiskeldismönnum. Afleiðingin leiddi til uppþota innan kokkalandsliðsins og ÚUA mat, byggt á umfjöllun í fjölmiðlum, að vegna eldislaxins í Vatnsdalsánni hefðu kærendur hagsmuni að gæta vegna fiskeldis á Vestfjörðum! Hafrannsóknastofnun hefur nú gefið út að ólíklegt sé að ókynþroska eldislax geti verið veiddur í miðri ferskvatnsá. Einnig hafa þeir útskýrt að þeir eldislaxar (búið að greina 4 laxa) sem veiddir hafa verið við Ísland hafa enn ekki verið upprunagreindir þ.e.a.s. óvíst hvaðan þeir hafa komið. Bara til samanbuðar þá munar ekki svo mikilli fjarlægð frá Vatnsdalnum til suðurfjarða Vestfjarða eða til heimsmeistara laxeldis í Færeyjum. Það er alltaf sætt þegar sannleikurinn kemur fram og ég leyfi mér að birta hluta úr nýrri yfirlýsingu íslenska kokkalandsliðsins: „Eldislax er notaður alls staðar um allan heim og er fyrsta flokks vara og sem dæmi er sambærileg vara notuð á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í Luxemburg og víðar.“ Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar