Skorti vettvang fyrir konur í Breiðholtinu Hjörvar Ólafsson skrifar 6. nóvember 2018 16:30 Frá æfingu kvennaliðsins. þórður einarsson Leiknir Reykjavík hefur sett á stofn kvennalið í knattspyrnu í meistaraflokki og stefnan er sú að leika í 2. deildinni næsta sumar. Liðið er hugarfóstur Garðars Gunnars Ásgeirsson sem þjálfaði um árabil bæði yngri flokka og meistaraflokk hjá félaginu og Þórðar Einarssonar, yfirþjálfara hjá knattspyrnudeild félagsins. Fyrsta æfingin hjá liðinu var haldin um síðustu helgi og ljóst að mikil spenna er fyrir þessu verkefni. „Við höfum gengið með þessa pælingu í maganum í um það bil ár og það var svo sem ekkert meitlað í stein að ég myndi þjálfa liðið. Leiknir hefur verið með kvennastarf upp í 3. flokk undanfarin ár og eftir það hafa leikmenn á okkar vegum annaðhvort hætt eða farið í önnur félög. Okkur fannst vera kominn tími á að leikmenn í yngri flokkum hjá okkur hefðu fyrirmyndir og að þeir hefðu líka vettvang til þess að hefja meistaraflokksferil,“ segir Garðar Gunnar í samtali við Fréttablaðið. „Uppistaðan í liðinu eru leikmenn sem voru á sínum tíma í Stjörnunni en voru hættir að spila fótbolta. Það voru svo fjórir leikmenn sem höfðu æft upp yngri flokkana hjá okkur og þrír leikmenn sem eru að æfa í 3. flokki. Þá komu tveir leikmenn sem höfðu spilað með HK/Víkingi, en höfðu verið í pásu frá fótboltaiðkun. Allt í allt voru þetta rúmlega 20 leikmenn og ég veit af fleiri leikmönnum sem ætla að mæta en komust ekki á fyrstu æfinguna,“ segir þjálfarinn margreyndi um fyrstu sporin hjá nýju liði. „Það hefur vantað töluvert upp á að kvennastarfi í íþróttum sé gert eins hátt undir höfði og það ætti að vera. Það kostar vissulega töluverða vinnu að koma þessu á fót, en við erum reiðubúin til að leggja það á okkur. Við erum að skipuleggja það að finna æfingaleiki við hæfi og erum svo búin að skrá liðið til keppni í Lengjubikar og í 2. deildinni. Leikmönnum hefur verið gerð grein fyrir því að Leiknir er að leggja í þó nokkurn kostnað og á móti er þess krafist að leikmenn sinni verkefninu almennilega,“ segir þessi mikli Leiknismaður. „Það er hins vegar meginmarkmiðið að leikmenn hafi gaman af þessu. Við áttum okkur á því að við erum með leikmannahóp sem er samansettur af leikmönnum sem við getum ekki krafist að æfi eins og efstudeildarlið. Leikmenn hafa aðrar skuldbindingar sem geta á tímum verið í forgangi. Það er hins vegar á hreinu að farið er fram á að leikmenn mæti eins vel og mögulegt er og forsenda fyrir því að leikmenn láti leiki alla jafna ganga fyrir öðrum verkefnum sínum,“ segir Garðar Gunnar um framhaldið hjá liðinu. „Leiknir hefur í gegnum tíðina alið upp leikmenn sem hafa leikið í hæsta gæðaflokki á öðrum vettvangi. Það er frábært að Leikniskonur hafi nú tækifæri til að leika í Leiknisbúningi í meistaraflokki. Svo er það mín tilfinning að það sé nokkuð stór hópur af leikmönnum sem komist ekki að hjá stóru félögunum og vantar vettvang til þess að spila í meistaraflokki. Hér er komið lið sem leikmenn getað leitað til ef þannig stendur á,“ segir hann um Leiknisliðið. Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Leiknir Reykjavík hefur sett á stofn kvennalið í knattspyrnu í meistaraflokki og stefnan er sú að leika í 2. deildinni næsta sumar. Liðið er hugarfóstur Garðars Gunnars Ásgeirsson sem þjálfaði um árabil bæði yngri flokka og meistaraflokk hjá félaginu og Þórðar Einarssonar, yfirþjálfara hjá knattspyrnudeild félagsins. Fyrsta æfingin hjá liðinu var haldin um síðustu helgi og ljóst að mikil spenna er fyrir þessu verkefni. „Við höfum gengið með þessa pælingu í maganum í um það bil ár og það var svo sem ekkert meitlað í stein að ég myndi þjálfa liðið. Leiknir hefur verið með kvennastarf upp í 3. flokk undanfarin ár og eftir það hafa leikmenn á okkar vegum annaðhvort hætt eða farið í önnur félög. Okkur fannst vera kominn tími á að leikmenn í yngri flokkum hjá okkur hefðu fyrirmyndir og að þeir hefðu líka vettvang til þess að hefja meistaraflokksferil,“ segir Garðar Gunnar í samtali við Fréttablaðið. „Uppistaðan í liðinu eru leikmenn sem voru á sínum tíma í Stjörnunni en voru hættir að spila fótbolta. Það voru svo fjórir leikmenn sem höfðu æft upp yngri flokkana hjá okkur og þrír leikmenn sem eru að æfa í 3. flokki. Þá komu tveir leikmenn sem höfðu spilað með HK/Víkingi, en höfðu verið í pásu frá fótboltaiðkun. Allt í allt voru þetta rúmlega 20 leikmenn og ég veit af fleiri leikmönnum sem ætla að mæta en komust ekki á fyrstu æfinguna,“ segir þjálfarinn margreyndi um fyrstu sporin hjá nýju liði. „Það hefur vantað töluvert upp á að kvennastarfi í íþróttum sé gert eins hátt undir höfði og það ætti að vera. Það kostar vissulega töluverða vinnu að koma þessu á fót, en við erum reiðubúin til að leggja það á okkur. Við erum að skipuleggja það að finna æfingaleiki við hæfi og erum svo búin að skrá liðið til keppni í Lengjubikar og í 2. deildinni. Leikmönnum hefur verið gerð grein fyrir því að Leiknir er að leggja í þó nokkurn kostnað og á móti er þess krafist að leikmenn sinni verkefninu almennilega,“ segir þessi mikli Leiknismaður. „Það er hins vegar meginmarkmiðið að leikmenn hafi gaman af þessu. Við áttum okkur á því að við erum með leikmannahóp sem er samansettur af leikmönnum sem við getum ekki krafist að æfi eins og efstudeildarlið. Leikmenn hafa aðrar skuldbindingar sem geta á tímum verið í forgangi. Það er hins vegar á hreinu að farið er fram á að leikmenn mæti eins vel og mögulegt er og forsenda fyrir því að leikmenn láti leiki alla jafna ganga fyrir öðrum verkefnum sínum,“ segir Garðar Gunnar um framhaldið hjá liðinu. „Leiknir hefur í gegnum tíðina alið upp leikmenn sem hafa leikið í hæsta gæðaflokki á öðrum vettvangi. Það er frábært að Leikniskonur hafi nú tækifæri til að leika í Leiknisbúningi í meistaraflokki. Svo er það mín tilfinning að það sé nokkuð stór hópur af leikmönnum sem komist ekki að hjá stóru félögunum og vantar vettvang til þess að spila í meistaraflokki. Hér er komið lið sem leikmenn getað leitað til ef þannig stendur á,“ segir hann um Leiknisliðið.
Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira