Raforkan frá Húsafelli samsvarar meðalnotkun þúsunda heimila Kristján Már Unnarsson skrifar 20. október 2018 21:45 Hrefna Sigmarsdóttir og Bergþór Kristleifsson, bændur á Húsafelli, við lón Urðarfellsvirkjunar. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur á Húsafelli framleiða nú raforku sem samsvarar meðalnotkun þrjúþúsund heimila en nýjasta smávirkjunin er sú fjórða í röðinni sem þar rís. Rætt var við Húsafellshjónin Bergþór Kristleifsson og Hrefnu Sigmarsdóttur í fréttum Stöðvar 2. Virkjanasaga Húsafellsbænda teygir sig sjötíu ár aftur í tímann en sú fyrsta árið 1948 þjónaði gamla íbúðarhúsinu og fjósinu. „Síðan virkjaði pabbi 1978 fyrir sumahúsabyggðina, - til að geta skaffað rafmagn á sumarhúsabyggðina. Það var ekki í boði á þeim tíma næg orka fyrir sumarhúsahverfi sem hann var að byggja upp,” segir Bergþór.Kristleifur Þorsteinsson, faðir Bergþórs, virkjaði sérstaklega fyrir sumarhúsabyggðina árið 1978.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þriðja virkjunin reis fyrir fimmtán árum og nú er sú fjórða komin, sem kallast Urðarfellsvirkjun. Þar er 270 metra hátt fall virkjað úr litlum lindám á heiðinni ofan Húsafells. Úr þessu fallvatni fá þau orku upp á 1,1 megavatt. Þessi orkuframleiðsla bætist við það sem fæst úr eldri virkjunum en orkan er seld í gegnum RARIK inn á dreifikerfið. „Þannig að við erum að búa til 1.650 kílóvött, eitthvað svoleiðis, eða 1,6 megavatt, og það svona samsvarar meðalnotkun fyrir rúmlega þrjúþúsund heimili á upphituðum svæðum,” segir Bergþór. Þau segja fjárfestinguna í nýju virkjuninni nema einhverjum hundruð milljóna og telja hana hagstæða. „Þeir eru náttúrlega ekki að gera þetta í fyrsta sinn, - hafa reynslu. Búnir að gera aðrar virkjanir,” segir Hrefna. „Það má segja að fjárhagsáætlun hafi staðist alveg þannig að það tókst vel,” segir Bergþór.Frá inntaksmannvirki Urðarfellsvirkjunar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Hótel Húsafelli geta þau jafnframt státað af sjálfbærri ferðaþjónustu. „Húsafell er algerlega sjálfbært hvað varðar orkuöflun,” segir Hrefna. Svo fékkst sá bónus að vegurinn sem lagður var vegna Urðarfellsvirkjunar opnar greiðari leið að útivistarsvæði. „Stutt að fara upp í Ok og komast hérna. Það er hægt að leggja bílum upp við lónið og labba um fjöll og firnindi,” segir Hrefna. Fjallað verður um Húsafell og nágrenni í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um þessa nýjustu virkjun Húsafellsbænda: Borgarbyggð Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. 18. október 2018 21:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Bændur á Húsafelli framleiða nú raforku sem samsvarar meðalnotkun þrjúþúsund heimila en nýjasta smávirkjunin er sú fjórða í röðinni sem þar rís. Rætt var við Húsafellshjónin Bergþór Kristleifsson og Hrefnu Sigmarsdóttur í fréttum Stöðvar 2. Virkjanasaga Húsafellsbænda teygir sig sjötíu ár aftur í tímann en sú fyrsta árið 1948 þjónaði gamla íbúðarhúsinu og fjósinu. „Síðan virkjaði pabbi 1978 fyrir sumahúsabyggðina, - til að geta skaffað rafmagn á sumarhúsabyggðina. Það var ekki í boði á þeim tíma næg orka fyrir sumarhúsahverfi sem hann var að byggja upp,” segir Bergþór.Kristleifur Þorsteinsson, faðir Bergþórs, virkjaði sérstaklega fyrir sumarhúsabyggðina árið 1978.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þriðja virkjunin reis fyrir fimmtán árum og nú er sú fjórða komin, sem kallast Urðarfellsvirkjun. Þar er 270 metra hátt fall virkjað úr litlum lindám á heiðinni ofan Húsafells. Úr þessu fallvatni fá þau orku upp á 1,1 megavatt. Þessi orkuframleiðsla bætist við það sem fæst úr eldri virkjunum en orkan er seld í gegnum RARIK inn á dreifikerfið. „Þannig að við erum að búa til 1.650 kílóvött, eitthvað svoleiðis, eða 1,6 megavatt, og það svona samsvarar meðalnotkun fyrir rúmlega þrjúþúsund heimili á upphituðum svæðum,” segir Bergþór. Þau segja fjárfestinguna í nýju virkjuninni nema einhverjum hundruð milljóna og telja hana hagstæða. „Þeir eru náttúrlega ekki að gera þetta í fyrsta sinn, - hafa reynslu. Búnir að gera aðrar virkjanir,” segir Hrefna. „Það má segja að fjárhagsáætlun hafi staðist alveg þannig að það tókst vel,” segir Bergþór.Frá inntaksmannvirki Urðarfellsvirkjunar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Hótel Húsafelli geta þau jafnframt státað af sjálfbærri ferðaþjónustu. „Húsafell er algerlega sjálfbært hvað varðar orkuöflun,” segir Hrefna. Svo fékkst sá bónus að vegurinn sem lagður var vegna Urðarfellsvirkjunar opnar greiðari leið að útivistarsvæði. „Stutt að fara upp í Ok og komast hérna. Það er hægt að leggja bílum upp við lónið og labba um fjöll og firnindi,” segir Hrefna. Fjallað verður um Húsafell og nágrenni í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um þessa nýjustu virkjun Húsafellsbænda:
Borgarbyggð Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. 18. október 2018 21:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. 18. október 2018 21:30