Árásarmaðurinn, sem hefur eingöngu verið lýst sem hvítum skeggjuðum karlmanni, var handtekinn af lögreglu í kringum klukkan 15:30 á íslenskum tíma.
Lögregluforinginn Jason Lando hvatti íbúa Squirrel Hill hverfisins til að halda sig innandyra, ástandið væri óöruggt. Lögreglan í Pittsburgh hafði klukkan 14:34 tilkynnt um byssumann á svæðinu í kringum Wilkins breiðgötuna og Shady breiðgötuna en þar er Tree of Life bænahúsið að finna.
NBC segir að 12 manns hafi orðið fyrir skoti þar með taldir nokkrir lögreglumenn. Samkvæmt KDKA, útibúi CBS í Pittsburgh, mun maðurinn hafa gengið inn í bænahúsið og æpt „Allir gyðingar verða að deyja“.
Þegar lögreglu bar að garði hóf maðurinn að skjóta á þá. Í kúlnahríðinni á maðurinn að hafa særst og eftir viðræður við lögreglumenn gaf hann sig fram og var handtekinn.
Mikill fjöldi íbúa Squirrel Hill hverfisins aðhyllast gyðingdóm og var árásin gerð á sama tíma og bænastund átti að hefjast í Tree of Life.
Donald Trump Bandaríkjaforseti bað guð um að blessa alla í Pittsburgh og hvatti líkt og Lando fólk til að halda sig heima fyrir.
Watching the events unfolding in Pittsburgh, Pennsylvania. Law enforcement on the scene. People in Squirrel Hill area should remain sheltered. Looks like multiple fatalities. Beware of active shooter. God Bless All!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 27, 2018