Sýndi fram á frumbyggjablóð eftir ítrekaðar Pocahontas-háðsglósur Trumps Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2018 08:20 Elizabeth Warren situr í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Demókrataflokkinn. Getty/Andrew Harrer Bandaríska þingkonan Elizabeth Warren greindi í gær frá niðurstöðum erfðaprófs, sem sýna að hún á ættir að rekja til frumbyggja Norður-Ameríku. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gert gys að Warren fyrir að halda áðurnefndum ættartengslum sínum fram. Warren birti niðurstöðurnar í myndbandi sem hún deildi á Twitter-reikningi sínum í gær. Í myndbandinu ræðir Warren við fjölskyldu sína um uppruna móður sinnar, sem ólst upp í Oklahoma-ríki og er talin af ættum frumbyggja.My family (including Fox News-watchers) sat together and talked about what they think of @realDonaldTrump's attacks on our heritage. And yes, a famous geneticist analyzed my DNA and concluded that it contains Native American ancestry. pic.twitter.com/r3SNzP22f8— Elizabeth Warren (@elizabethforma) October 15, 2018 Warren hefur lengi haldið því fram að ættir hennar megi rekja til Cherokee-indíána. Ýmis samtök frumbyggja í Bandaríkjunum hafa þó gagnrýnt hana fyrir að gera svo mikið veður úr DNA-prófi og segja slíkt próf ekki hafa neina raunverulega þýðingu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert grín að þessum fullyrðingum Warren við fjölmörg tilefni. Hann hefur til að mynda ítrekað kallað hana nafni indíánaprinessunnar Pókahontas í hæðnistón, þar á meðal í ræðu sem hann hélt í Hvíta húsinu til heiðurs frumbyggjum sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni.MOMENTS AGO: Pres. Trump at White House event honoring Navajo code talkers, makes joke about "Pocahontas" Sen. Elizabeth Warren. pic.twitter.com/PgdhbxBrfT— World News Tonight (@ABCWorldNews) November 27, 2017 Trump var inntur eftir viðbrögðum við niðurstöðum erfðaprófs Warren í gær. „Hverjum er ekki sama?“ var svar forsetans. Í gær var Trump auk þess minntur á að hann hefði eitt sinn lofað Warren einni milljón Bandaríkjadala ef hún léti framkvæma DNA-próf, og niðurstöðurnar sýndu fram á að hún væri af frumbyggjaættum. Trump þvertók hins vegar fyrir að hafa nokkurn tímann látið umræddar fullyrðingar út úr sér. Elizabeth Warren er ein vinsælasta þingkona Demókrataflokksins. Hún hefur nokkrum sinnum verið orðuð við forsetaframboð og telja margir að þetta útspil hennar sé fyrsta skref í átt að framboði hennar til Bandaríkjaforseta árið 2020. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af andlegri heilsu Trump Nokkrir bandarískir þingmenn úr Repúblikanaflokknum, hafa áhyggjur af andlegri heilsu forsetans, Donalds Trump. 12. febrúar 2017 18:54 Elizabeth Warren býður sig ekki fram til forseta Warren var orðuð við forsetaframboð árið 2016. Hún segist ætla að einbeita sér að því að ná endurkjöri sem þingmaður í haust. 12. mars 2018 10:21 Pocahontas-uppnefni Trump sagt kynþáttalast Leiðtogar frumbyggja í Bandaríkjunum eru ekki sáttir við „brandara“ Donalds Trump um þingmann demókrata við athöfn til heiðurs stríðshetja í gær. 28. nóvember 2017 16:42 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Bandaríska þingkonan Elizabeth Warren greindi í gær frá niðurstöðum erfðaprófs, sem sýna að hún á ættir að rekja til frumbyggja Norður-Ameríku. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gert gys að Warren fyrir að halda áðurnefndum ættartengslum sínum fram. Warren birti niðurstöðurnar í myndbandi sem hún deildi á Twitter-reikningi sínum í gær. Í myndbandinu ræðir Warren við fjölskyldu sína um uppruna móður sinnar, sem ólst upp í Oklahoma-ríki og er talin af ættum frumbyggja.My family (including Fox News-watchers) sat together and talked about what they think of @realDonaldTrump's attacks on our heritage. And yes, a famous geneticist analyzed my DNA and concluded that it contains Native American ancestry. pic.twitter.com/r3SNzP22f8— Elizabeth Warren (@elizabethforma) October 15, 2018 Warren hefur lengi haldið því fram að ættir hennar megi rekja til Cherokee-indíána. Ýmis samtök frumbyggja í Bandaríkjunum hafa þó gagnrýnt hana fyrir að gera svo mikið veður úr DNA-prófi og segja slíkt próf ekki hafa neina raunverulega þýðingu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert grín að þessum fullyrðingum Warren við fjölmörg tilefni. Hann hefur til að mynda ítrekað kallað hana nafni indíánaprinessunnar Pókahontas í hæðnistón, þar á meðal í ræðu sem hann hélt í Hvíta húsinu til heiðurs frumbyggjum sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni.MOMENTS AGO: Pres. Trump at White House event honoring Navajo code talkers, makes joke about "Pocahontas" Sen. Elizabeth Warren. pic.twitter.com/PgdhbxBrfT— World News Tonight (@ABCWorldNews) November 27, 2017 Trump var inntur eftir viðbrögðum við niðurstöðum erfðaprófs Warren í gær. „Hverjum er ekki sama?“ var svar forsetans. Í gær var Trump auk þess minntur á að hann hefði eitt sinn lofað Warren einni milljón Bandaríkjadala ef hún léti framkvæma DNA-próf, og niðurstöðurnar sýndu fram á að hún væri af frumbyggjaættum. Trump þvertók hins vegar fyrir að hafa nokkurn tímann látið umræddar fullyrðingar út úr sér. Elizabeth Warren er ein vinsælasta þingkona Demókrataflokksins. Hún hefur nokkrum sinnum verið orðuð við forsetaframboð og telja margir að þetta útspil hennar sé fyrsta skref í átt að framboði hennar til Bandaríkjaforseta árið 2020.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af andlegri heilsu Trump Nokkrir bandarískir þingmenn úr Repúblikanaflokknum, hafa áhyggjur af andlegri heilsu forsetans, Donalds Trump. 12. febrúar 2017 18:54 Elizabeth Warren býður sig ekki fram til forseta Warren var orðuð við forsetaframboð árið 2016. Hún segist ætla að einbeita sér að því að ná endurkjöri sem þingmaður í haust. 12. mars 2018 10:21 Pocahontas-uppnefni Trump sagt kynþáttalast Leiðtogar frumbyggja í Bandaríkjunum eru ekki sáttir við „brandara“ Donalds Trump um þingmann demókrata við athöfn til heiðurs stríðshetja í gær. 28. nóvember 2017 16:42 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af andlegri heilsu Trump Nokkrir bandarískir þingmenn úr Repúblikanaflokknum, hafa áhyggjur af andlegri heilsu forsetans, Donalds Trump. 12. febrúar 2017 18:54
Elizabeth Warren býður sig ekki fram til forseta Warren var orðuð við forsetaframboð árið 2016. Hún segist ætla að einbeita sér að því að ná endurkjöri sem þingmaður í haust. 12. mars 2018 10:21
Pocahontas-uppnefni Trump sagt kynþáttalast Leiðtogar frumbyggja í Bandaríkjunum eru ekki sáttir við „brandara“ Donalds Trump um þingmann demókrata við athöfn til heiðurs stríðshetja í gær. 28. nóvember 2017 16:42
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent