Sýndi fram á frumbyggjablóð eftir ítrekaðar Pocahontas-háðsglósur Trumps Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2018 08:20 Elizabeth Warren situr í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Demókrataflokkinn. Getty/Andrew Harrer Bandaríska þingkonan Elizabeth Warren greindi í gær frá niðurstöðum erfðaprófs, sem sýna að hún á ættir að rekja til frumbyggja Norður-Ameríku. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gert gys að Warren fyrir að halda áðurnefndum ættartengslum sínum fram. Warren birti niðurstöðurnar í myndbandi sem hún deildi á Twitter-reikningi sínum í gær. Í myndbandinu ræðir Warren við fjölskyldu sína um uppruna móður sinnar, sem ólst upp í Oklahoma-ríki og er talin af ættum frumbyggja.My family (including Fox News-watchers) sat together and talked about what they think of @realDonaldTrump's attacks on our heritage. And yes, a famous geneticist analyzed my DNA and concluded that it contains Native American ancestry. pic.twitter.com/r3SNzP22f8— Elizabeth Warren (@elizabethforma) October 15, 2018 Warren hefur lengi haldið því fram að ættir hennar megi rekja til Cherokee-indíána. Ýmis samtök frumbyggja í Bandaríkjunum hafa þó gagnrýnt hana fyrir að gera svo mikið veður úr DNA-prófi og segja slíkt próf ekki hafa neina raunverulega þýðingu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert grín að þessum fullyrðingum Warren við fjölmörg tilefni. Hann hefur til að mynda ítrekað kallað hana nafni indíánaprinessunnar Pókahontas í hæðnistón, þar á meðal í ræðu sem hann hélt í Hvíta húsinu til heiðurs frumbyggjum sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni.MOMENTS AGO: Pres. Trump at White House event honoring Navajo code talkers, makes joke about "Pocahontas" Sen. Elizabeth Warren. pic.twitter.com/PgdhbxBrfT— World News Tonight (@ABCWorldNews) November 27, 2017 Trump var inntur eftir viðbrögðum við niðurstöðum erfðaprófs Warren í gær. „Hverjum er ekki sama?“ var svar forsetans. Í gær var Trump auk þess minntur á að hann hefði eitt sinn lofað Warren einni milljón Bandaríkjadala ef hún léti framkvæma DNA-próf, og niðurstöðurnar sýndu fram á að hún væri af frumbyggjaættum. Trump þvertók hins vegar fyrir að hafa nokkurn tímann látið umræddar fullyrðingar út úr sér. Elizabeth Warren er ein vinsælasta þingkona Demókrataflokksins. Hún hefur nokkrum sinnum verið orðuð við forsetaframboð og telja margir að þetta útspil hennar sé fyrsta skref í átt að framboði hennar til Bandaríkjaforseta árið 2020. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af andlegri heilsu Trump Nokkrir bandarískir þingmenn úr Repúblikanaflokknum, hafa áhyggjur af andlegri heilsu forsetans, Donalds Trump. 12. febrúar 2017 18:54 Elizabeth Warren býður sig ekki fram til forseta Warren var orðuð við forsetaframboð árið 2016. Hún segist ætla að einbeita sér að því að ná endurkjöri sem þingmaður í haust. 12. mars 2018 10:21 Pocahontas-uppnefni Trump sagt kynþáttalast Leiðtogar frumbyggja í Bandaríkjunum eru ekki sáttir við „brandara“ Donalds Trump um þingmann demókrata við athöfn til heiðurs stríðshetja í gær. 28. nóvember 2017 16:42 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Bandaríska þingkonan Elizabeth Warren greindi í gær frá niðurstöðum erfðaprófs, sem sýna að hún á ættir að rekja til frumbyggja Norður-Ameríku. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gert gys að Warren fyrir að halda áðurnefndum ættartengslum sínum fram. Warren birti niðurstöðurnar í myndbandi sem hún deildi á Twitter-reikningi sínum í gær. Í myndbandinu ræðir Warren við fjölskyldu sína um uppruna móður sinnar, sem ólst upp í Oklahoma-ríki og er talin af ættum frumbyggja.My family (including Fox News-watchers) sat together and talked about what they think of @realDonaldTrump's attacks on our heritage. And yes, a famous geneticist analyzed my DNA and concluded that it contains Native American ancestry. pic.twitter.com/r3SNzP22f8— Elizabeth Warren (@elizabethforma) October 15, 2018 Warren hefur lengi haldið því fram að ættir hennar megi rekja til Cherokee-indíána. Ýmis samtök frumbyggja í Bandaríkjunum hafa þó gagnrýnt hana fyrir að gera svo mikið veður úr DNA-prófi og segja slíkt próf ekki hafa neina raunverulega þýðingu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert grín að þessum fullyrðingum Warren við fjölmörg tilefni. Hann hefur til að mynda ítrekað kallað hana nafni indíánaprinessunnar Pókahontas í hæðnistón, þar á meðal í ræðu sem hann hélt í Hvíta húsinu til heiðurs frumbyggjum sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni.MOMENTS AGO: Pres. Trump at White House event honoring Navajo code talkers, makes joke about "Pocahontas" Sen. Elizabeth Warren. pic.twitter.com/PgdhbxBrfT— World News Tonight (@ABCWorldNews) November 27, 2017 Trump var inntur eftir viðbrögðum við niðurstöðum erfðaprófs Warren í gær. „Hverjum er ekki sama?“ var svar forsetans. Í gær var Trump auk þess minntur á að hann hefði eitt sinn lofað Warren einni milljón Bandaríkjadala ef hún léti framkvæma DNA-próf, og niðurstöðurnar sýndu fram á að hún væri af frumbyggjaættum. Trump þvertók hins vegar fyrir að hafa nokkurn tímann látið umræddar fullyrðingar út úr sér. Elizabeth Warren er ein vinsælasta þingkona Demókrataflokksins. Hún hefur nokkrum sinnum verið orðuð við forsetaframboð og telja margir að þetta útspil hennar sé fyrsta skref í átt að framboði hennar til Bandaríkjaforseta árið 2020.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af andlegri heilsu Trump Nokkrir bandarískir þingmenn úr Repúblikanaflokknum, hafa áhyggjur af andlegri heilsu forsetans, Donalds Trump. 12. febrúar 2017 18:54 Elizabeth Warren býður sig ekki fram til forseta Warren var orðuð við forsetaframboð árið 2016. Hún segist ætla að einbeita sér að því að ná endurkjöri sem þingmaður í haust. 12. mars 2018 10:21 Pocahontas-uppnefni Trump sagt kynþáttalast Leiðtogar frumbyggja í Bandaríkjunum eru ekki sáttir við „brandara“ Donalds Trump um þingmann demókrata við athöfn til heiðurs stríðshetja í gær. 28. nóvember 2017 16:42 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af andlegri heilsu Trump Nokkrir bandarískir þingmenn úr Repúblikanaflokknum, hafa áhyggjur af andlegri heilsu forsetans, Donalds Trump. 12. febrúar 2017 18:54
Elizabeth Warren býður sig ekki fram til forseta Warren var orðuð við forsetaframboð árið 2016. Hún segist ætla að einbeita sér að því að ná endurkjöri sem þingmaður í haust. 12. mars 2018 10:21
Pocahontas-uppnefni Trump sagt kynþáttalast Leiðtogar frumbyggja í Bandaríkjunum eru ekki sáttir við „brandara“ Donalds Trump um þingmann demókrata við athöfn til heiðurs stríðshetja í gær. 28. nóvember 2017 16:42