Sýndi fram á frumbyggjablóð eftir ítrekaðar Pocahontas-háðsglósur Trumps Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2018 08:20 Elizabeth Warren situr í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Demókrataflokkinn. Getty/Andrew Harrer Bandaríska þingkonan Elizabeth Warren greindi í gær frá niðurstöðum erfðaprófs, sem sýna að hún á ættir að rekja til frumbyggja Norður-Ameríku. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gert gys að Warren fyrir að halda áðurnefndum ættartengslum sínum fram. Warren birti niðurstöðurnar í myndbandi sem hún deildi á Twitter-reikningi sínum í gær. Í myndbandinu ræðir Warren við fjölskyldu sína um uppruna móður sinnar, sem ólst upp í Oklahoma-ríki og er talin af ættum frumbyggja.My family (including Fox News-watchers) sat together and talked about what they think of @realDonaldTrump's attacks on our heritage. And yes, a famous geneticist analyzed my DNA and concluded that it contains Native American ancestry. pic.twitter.com/r3SNzP22f8— Elizabeth Warren (@elizabethforma) October 15, 2018 Warren hefur lengi haldið því fram að ættir hennar megi rekja til Cherokee-indíána. Ýmis samtök frumbyggja í Bandaríkjunum hafa þó gagnrýnt hana fyrir að gera svo mikið veður úr DNA-prófi og segja slíkt próf ekki hafa neina raunverulega þýðingu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert grín að þessum fullyrðingum Warren við fjölmörg tilefni. Hann hefur til að mynda ítrekað kallað hana nafni indíánaprinessunnar Pókahontas í hæðnistón, þar á meðal í ræðu sem hann hélt í Hvíta húsinu til heiðurs frumbyggjum sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni.MOMENTS AGO: Pres. Trump at White House event honoring Navajo code talkers, makes joke about "Pocahontas" Sen. Elizabeth Warren. pic.twitter.com/PgdhbxBrfT— World News Tonight (@ABCWorldNews) November 27, 2017 Trump var inntur eftir viðbrögðum við niðurstöðum erfðaprófs Warren í gær. „Hverjum er ekki sama?“ var svar forsetans. Í gær var Trump auk þess minntur á að hann hefði eitt sinn lofað Warren einni milljón Bandaríkjadala ef hún léti framkvæma DNA-próf, og niðurstöðurnar sýndu fram á að hún væri af frumbyggjaættum. Trump þvertók hins vegar fyrir að hafa nokkurn tímann látið umræddar fullyrðingar út úr sér. Elizabeth Warren er ein vinsælasta þingkona Demókrataflokksins. Hún hefur nokkrum sinnum verið orðuð við forsetaframboð og telja margir að þetta útspil hennar sé fyrsta skref í átt að framboði hennar til Bandaríkjaforseta árið 2020. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af andlegri heilsu Trump Nokkrir bandarískir þingmenn úr Repúblikanaflokknum, hafa áhyggjur af andlegri heilsu forsetans, Donalds Trump. 12. febrúar 2017 18:54 Elizabeth Warren býður sig ekki fram til forseta Warren var orðuð við forsetaframboð árið 2016. Hún segist ætla að einbeita sér að því að ná endurkjöri sem þingmaður í haust. 12. mars 2018 10:21 Pocahontas-uppnefni Trump sagt kynþáttalast Leiðtogar frumbyggja í Bandaríkjunum eru ekki sáttir við „brandara“ Donalds Trump um þingmann demókrata við athöfn til heiðurs stríðshetja í gær. 28. nóvember 2017 16:42 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Bandaríska þingkonan Elizabeth Warren greindi í gær frá niðurstöðum erfðaprófs, sem sýna að hún á ættir að rekja til frumbyggja Norður-Ameríku. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gert gys að Warren fyrir að halda áðurnefndum ættartengslum sínum fram. Warren birti niðurstöðurnar í myndbandi sem hún deildi á Twitter-reikningi sínum í gær. Í myndbandinu ræðir Warren við fjölskyldu sína um uppruna móður sinnar, sem ólst upp í Oklahoma-ríki og er talin af ættum frumbyggja.My family (including Fox News-watchers) sat together and talked about what they think of @realDonaldTrump's attacks on our heritage. And yes, a famous geneticist analyzed my DNA and concluded that it contains Native American ancestry. pic.twitter.com/r3SNzP22f8— Elizabeth Warren (@elizabethforma) October 15, 2018 Warren hefur lengi haldið því fram að ættir hennar megi rekja til Cherokee-indíána. Ýmis samtök frumbyggja í Bandaríkjunum hafa þó gagnrýnt hana fyrir að gera svo mikið veður úr DNA-prófi og segja slíkt próf ekki hafa neina raunverulega þýðingu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert grín að þessum fullyrðingum Warren við fjölmörg tilefni. Hann hefur til að mynda ítrekað kallað hana nafni indíánaprinessunnar Pókahontas í hæðnistón, þar á meðal í ræðu sem hann hélt í Hvíta húsinu til heiðurs frumbyggjum sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni.MOMENTS AGO: Pres. Trump at White House event honoring Navajo code talkers, makes joke about "Pocahontas" Sen. Elizabeth Warren. pic.twitter.com/PgdhbxBrfT— World News Tonight (@ABCWorldNews) November 27, 2017 Trump var inntur eftir viðbrögðum við niðurstöðum erfðaprófs Warren í gær. „Hverjum er ekki sama?“ var svar forsetans. Í gær var Trump auk þess minntur á að hann hefði eitt sinn lofað Warren einni milljón Bandaríkjadala ef hún léti framkvæma DNA-próf, og niðurstöðurnar sýndu fram á að hún væri af frumbyggjaættum. Trump þvertók hins vegar fyrir að hafa nokkurn tímann látið umræddar fullyrðingar út úr sér. Elizabeth Warren er ein vinsælasta þingkona Demókrataflokksins. Hún hefur nokkrum sinnum verið orðuð við forsetaframboð og telja margir að þetta útspil hennar sé fyrsta skref í átt að framboði hennar til Bandaríkjaforseta árið 2020.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af andlegri heilsu Trump Nokkrir bandarískir þingmenn úr Repúblikanaflokknum, hafa áhyggjur af andlegri heilsu forsetans, Donalds Trump. 12. febrúar 2017 18:54 Elizabeth Warren býður sig ekki fram til forseta Warren var orðuð við forsetaframboð árið 2016. Hún segist ætla að einbeita sér að því að ná endurkjöri sem þingmaður í haust. 12. mars 2018 10:21 Pocahontas-uppnefni Trump sagt kynþáttalast Leiðtogar frumbyggja í Bandaríkjunum eru ekki sáttir við „brandara“ Donalds Trump um þingmann demókrata við athöfn til heiðurs stríðshetja í gær. 28. nóvember 2017 16:42 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af andlegri heilsu Trump Nokkrir bandarískir þingmenn úr Repúblikanaflokknum, hafa áhyggjur af andlegri heilsu forsetans, Donalds Trump. 12. febrúar 2017 18:54
Elizabeth Warren býður sig ekki fram til forseta Warren var orðuð við forsetaframboð árið 2016. Hún segist ætla að einbeita sér að því að ná endurkjöri sem þingmaður í haust. 12. mars 2018 10:21
Pocahontas-uppnefni Trump sagt kynþáttalast Leiðtogar frumbyggja í Bandaríkjunum eru ekki sáttir við „brandara“ Donalds Trump um þingmann demókrata við athöfn til heiðurs stríðshetja í gær. 28. nóvember 2017 16:42