Epli og ástarpungar Guðrún Hafsteinsdóttir og Gylfi Jónasson skrifar 18. október 2018 10:00 Epli og appelsínur eru hvort tveggja matvörur og hnöttóttar á að líta. Það er líka hið eina sem þær eiga sameiginlegt. Við frekari samanburð yrði frekar fjallað um það sem ólíkt er með þessum vörum. Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna í Nevadaríki í Bandaríkjunum og íslenska lífeyrissjóðakerfið eiga ýmislegt sameiginlegt en við samanburð verður líka að halda til haga öllu því sem ekki er þar sambærilegt í rekstri og starfsemi. Sé þess ekki gætt er stutt í að bera saman epli og appelsínur, jafnvel epli og ástarpunga. Gagnlegt hefði nú verið og fagnaðarefni ef RÚV hefði sett sér markmið um innlegg í upplýsta umræðu með því að senda teymi á vegum þáttarins Kveiks alla leið til Nevada til að kanna starfsemi þessa lífeyrissjóðs og birta niðurstöður skilmerkilega. Því miður var það ekki svo. Að okkur læðist sú tilfinning að meiningin hafi frekar verið sú að tína til punkta við hæfi og skapa þá ímynd að einn maður ræki í dagvinnu lífeyrissjóð á stærð við allt íslenska lífeyrissjóðakerfið og ávaxtaði iðgjöldin miklu betur, fyrir brotabrot af rekstrarkostnaði okkar sjóða. Svo einfalt er nú málið ekki þegar að er gáð. Þarf ekki annað en að glugga í ársskýrslu sjóðsins og bera saman við gögn um íslenska kerfið. Það gerðum við og sama hefði teymi Kveiks betur gert. Einföld „rannsókn“ okkar á aðgengilegum gögnum leiðir margt áhugavert í ljós: l Hrein eign Nevadasjóðsins nam um 4.400 milljörðum króna í lok árs 2017 en hrein eign íslenska kerfisins nam þá um 4.000 milljörðum króna. Um 60% eigna sjóðsins eru í hlutabréfum, 30% í skuldabréfum og annað í fasteignum og framtaksfjárfestingum. l Starfsmenn bandaríska sjóðsins eru alls 78, þar af er einn (Steve Edmundson, viðmælandi RÚV) titlaður forstöðumaður eignastýringar (investment officer). l Tólf ráðgjafarfyrirtæki koma að fjárfestingarákvörðunum og bein fjárfestingargjöld sjóðsins námu um 5,5 milljörðum íslenskra króna árið 2017, sem er miklu hærra en gerist og gengur í íslenska kerfinu. l Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður bandaríska sjóðsins er um einn sjötti hluti af því sem gerist í íslenska kerfinu. Sá bandaríski er einfaldlega lífeyrissjóður sem tekur við iðgjöldum, ávaxtar þau og greiðir út lífeyri en hefur ekki til viðbótar á sinni könnu fjölmörg verkefni íslenska kerfisins: l Hann rekur hvorki séreignardeildir né millifærir iðgjöld inn á lán. l Hann lánar ekki sjóðfélögum. l Launagreiðendur eru fáir opinberir aðilar og því hverfandi umsýsla vegna innheimtu. l Örorkubyrðin er sáralítil og hverfandi umsýsla þar. Engin ákvæði eru um að flýta eða seinka lífeyrisgreiðslum, sem kallar á umtalsverða umsýslu. l Engin innheimta fyrir endurhæfingarsjóð. l Ekki er að sjá af ársskýrslu sjóðsins að bandarískir lífeyrissjóðir ríkisstarfsmanna greiði fyrir fjármálaeftirlit þar í landi. Fjármálakerfið á Íslandi borgar hins vegar rekstur Fjármálaeftirlitsins og sá kostnaður nemur 4-5% af rekstrarkostnaði lífeyrissjóða.Gylfi Jónasson, framkvæmdastjóri Festu lífeyrissjóðsAfkoma sjóðsins hefur verið með ágætum undanfarin ár en þrátt fyrir það vekur tryggingafræðileg staða hans óneitanlega athygli í ljósi krafna sem gerðar eru til íslenskra lífeyrissjóða um að eignir standi undir lífeyrisskuldbindingum. Þannig var halli upp á 13,3 milljarða Bandaríkjadala á Nevadasjóðnum fjárhagsárið 2017 eða sem nemur rúmlega fjórðungi skuldbindinga. Stjórnendur hans gera ráð fyrir að vöxtur eigna og skuldbindinga verði 4,75% umfram verðlagsbreytingar, sem þeir gefa sér að verði 2,75%. Því er miðað við 7,5% ávöxtunarkröfu en sé hún lækkuð í 6,5% færi hallinn í liðlega 20 milljarða dala eða sem svarar til nær 40% af skuldbindingum! Á Íslandi mælir laga- og regluverk fyrir um hvernig brugðist skuli við þegar eignir standa ekki undir skuldbindingum lífeyrissjóða. Það hefði verið fróðlegt að fá svör í Nevada við því hvort til standi að bregðast á einhvern hátt við og þá hvernig. Viðmælandi Kveiks hefur þarna verk að vinna en það passaði sýnilega ekki í þá mynd sem dregin var upp og ætlunin var að draga upp í þættinum. Vinnubrögðin eru RÚV hvorki til sóma né álitsauka. Ekki er til of mikils mælst að vandað sé til verka í þætti sem vill láta taka sig alvarlega og kennir sig við „rannsóknarblaðamennsku“.Guðrún Hafsteinsdóttir er stjórnarformaður Landssamtaka lífeyrissjóða og Gylfi Jónasson er framkvæmdastjóri Festu lífeyrissjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Epli og appelsínur eru hvort tveggja matvörur og hnöttóttar á að líta. Það er líka hið eina sem þær eiga sameiginlegt. Við frekari samanburð yrði frekar fjallað um það sem ólíkt er með þessum vörum. Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna í Nevadaríki í Bandaríkjunum og íslenska lífeyrissjóðakerfið eiga ýmislegt sameiginlegt en við samanburð verður líka að halda til haga öllu því sem ekki er þar sambærilegt í rekstri og starfsemi. Sé þess ekki gætt er stutt í að bera saman epli og appelsínur, jafnvel epli og ástarpunga. Gagnlegt hefði nú verið og fagnaðarefni ef RÚV hefði sett sér markmið um innlegg í upplýsta umræðu með því að senda teymi á vegum þáttarins Kveiks alla leið til Nevada til að kanna starfsemi þessa lífeyrissjóðs og birta niðurstöður skilmerkilega. Því miður var það ekki svo. Að okkur læðist sú tilfinning að meiningin hafi frekar verið sú að tína til punkta við hæfi og skapa þá ímynd að einn maður ræki í dagvinnu lífeyrissjóð á stærð við allt íslenska lífeyrissjóðakerfið og ávaxtaði iðgjöldin miklu betur, fyrir brotabrot af rekstrarkostnaði okkar sjóða. Svo einfalt er nú málið ekki þegar að er gáð. Þarf ekki annað en að glugga í ársskýrslu sjóðsins og bera saman við gögn um íslenska kerfið. Það gerðum við og sama hefði teymi Kveiks betur gert. Einföld „rannsókn“ okkar á aðgengilegum gögnum leiðir margt áhugavert í ljós: l Hrein eign Nevadasjóðsins nam um 4.400 milljörðum króna í lok árs 2017 en hrein eign íslenska kerfisins nam þá um 4.000 milljörðum króna. Um 60% eigna sjóðsins eru í hlutabréfum, 30% í skuldabréfum og annað í fasteignum og framtaksfjárfestingum. l Starfsmenn bandaríska sjóðsins eru alls 78, þar af er einn (Steve Edmundson, viðmælandi RÚV) titlaður forstöðumaður eignastýringar (investment officer). l Tólf ráðgjafarfyrirtæki koma að fjárfestingarákvörðunum og bein fjárfestingargjöld sjóðsins námu um 5,5 milljörðum íslenskra króna árið 2017, sem er miklu hærra en gerist og gengur í íslenska kerfinu. l Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður bandaríska sjóðsins er um einn sjötti hluti af því sem gerist í íslenska kerfinu. Sá bandaríski er einfaldlega lífeyrissjóður sem tekur við iðgjöldum, ávaxtar þau og greiðir út lífeyri en hefur ekki til viðbótar á sinni könnu fjölmörg verkefni íslenska kerfisins: l Hann rekur hvorki séreignardeildir né millifærir iðgjöld inn á lán. l Hann lánar ekki sjóðfélögum. l Launagreiðendur eru fáir opinberir aðilar og því hverfandi umsýsla vegna innheimtu. l Örorkubyrðin er sáralítil og hverfandi umsýsla þar. Engin ákvæði eru um að flýta eða seinka lífeyrisgreiðslum, sem kallar á umtalsverða umsýslu. l Engin innheimta fyrir endurhæfingarsjóð. l Ekki er að sjá af ársskýrslu sjóðsins að bandarískir lífeyrissjóðir ríkisstarfsmanna greiði fyrir fjármálaeftirlit þar í landi. Fjármálakerfið á Íslandi borgar hins vegar rekstur Fjármálaeftirlitsins og sá kostnaður nemur 4-5% af rekstrarkostnaði lífeyrissjóða.Gylfi Jónasson, framkvæmdastjóri Festu lífeyrissjóðsAfkoma sjóðsins hefur verið með ágætum undanfarin ár en þrátt fyrir það vekur tryggingafræðileg staða hans óneitanlega athygli í ljósi krafna sem gerðar eru til íslenskra lífeyrissjóða um að eignir standi undir lífeyrisskuldbindingum. Þannig var halli upp á 13,3 milljarða Bandaríkjadala á Nevadasjóðnum fjárhagsárið 2017 eða sem nemur rúmlega fjórðungi skuldbindinga. Stjórnendur hans gera ráð fyrir að vöxtur eigna og skuldbindinga verði 4,75% umfram verðlagsbreytingar, sem þeir gefa sér að verði 2,75%. Því er miðað við 7,5% ávöxtunarkröfu en sé hún lækkuð í 6,5% færi hallinn í liðlega 20 milljarða dala eða sem svarar til nær 40% af skuldbindingum! Á Íslandi mælir laga- og regluverk fyrir um hvernig brugðist skuli við þegar eignir standa ekki undir skuldbindingum lífeyrissjóða. Það hefði verið fróðlegt að fá svör í Nevada við því hvort til standi að bregðast á einhvern hátt við og þá hvernig. Viðmælandi Kveiks hefur þarna verk að vinna en það passaði sýnilega ekki í þá mynd sem dregin var upp og ætlunin var að draga upp í þættinum. Vinnubrögðin eru RÚV hvorki til sóma né álitsauka. Ekki er til of mikils mælst að vandað sé til verka í þætti sem vill láta taka sig alvarlega og kennir sig við „rannsóknarblaðamennsku“.Guðrún Hafsteinsdóttir er stjórnarformaður Landssamtaka lífeyrissjóða og Gylfi Jónasson er framkvæmdastjóri Festu lífeyrissjóðs.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun