Svikalogn Hörður Ægisson skrifar 21. september 2018 07:00 Þetta stóð tæpt. Með farsælli lendingu í skuldabréfaútboði WOW air, þar sem flugfélaginu tókst að tryggja sér fjármögnun upp á um 7,7 milljarða króna, hefur meiriháttar efnahagslegu slysi verið afstýrt. Það er samt engin ástæða til að fara í kringum hlutina. Sú staða var uppi í byrjun liðinnar viku, þegar útlitið var orðið verulega dökkt varðandi hvort útboðið myndi klárast, að raunhæfar líkur voru á því að félagið þyrfti að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Sú niðurstaða varð sem betur fer ekki að veruleika. Óþarfi er að fjölyrða um afleiðingarnar. Höggið fyrir íslenskt efnahagslíf, að minnsta kosti til skemmri tíma litið, hefði verið umtalsvert þar sem gengið hefði veikst, eignamarkaðir lækkað og spár um hóflegan hagvöxt snúist upp í samdrátt. Flugfélagið er núna komið fyrir vind – að minnsta kosti í bili – en það stendur hins vegar eftir sem áður, rétt eins og mörg önnur evrópsk flugfélög, frammi fyrir erfiðum áskorunum á komandi vetri og stjórnendur hafa lítið svigrúm til að taka rangar ákvarðanir. Engar olíuverðslækkanir eru í spákortunum og gríðarhörð samkeppni í flugi yfir hafið þýðir að meðalfargjöld munu áfram haldast mjög lág. Áætlanir WOW air gera ráð fyrir rúmlega þriggja milljarða tapi á þessu ári en að verulegur viðsnúningur verði í afkomu félagsins á næsta ári. Erfitt er að sjá hvernig þær spár, sem eru sagðar grundvallast á auknum hliðartekjum, eigi að geta gengið eftir miðað við óbreyttar ytri aðstæður. Nauðsynlegt er því að treysta fjárhagsstöðu WOW air, en eigið fé þess var hverfandi um mitt þetta ár, með aðkomu nýrra fjárfesta í hluthafahópinn. Það þarf að gerast fyrr frekar en síðar. Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi félagsins, hefur sagst ætla að sækja sér um 22 til 33 milljarða í nýtt hlutafé með því að selja allt að helmingshlut í fyrirtækinu og skrá það á markað á næstu 12 til 18 mánuðum. Það má ekki seinna vera. Þótt fjárhagsstaða íslensku flugfélaganna sé um margt ólík – hún er augljóslega sterkari í tilfelli Icelandair – þá er ljóst að fjárfestar hafa takmarkaða trú á því að stjórnendum Icelandair takist að rétta við gengi félagsins. Nú þegar WOW air hefur tekist að klára fjármögnun félagsins kann sú staða að vera komin upp að það er Icelandair sem situr uppi með heitu kartöfluna enda eru minni líkur núna á því að meðalfargjöld hækki á komandi ári. Flugfélagið hefur orðið undir í samkeppninni og þarf að leita allra leiða til hagræðingar eigi það að vera samkeppnisfært. Ákvörðun um að setja flugfreyjum afarkosti – að velja milli þess að vera í fullu starfi ellegar vera sagt upp störfum – í því skyni að ná niður launakostnaði er líklega aðeins fyrirheit um það sem koma skal. Miklu stærri og erfiðari ákvarðanir bíða stjórnenda félagsins. Að öðrum kosti er hætt við því að illa muni fara. Staðan í hagkerfinu er þess vegna viðkvæm. Það er erfiður vetur í vændum, ekki aðeins sökum óvissu um rekstrarhorfur flugfélaganna, heldur ekki síður vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Niðurstaða þeirra viðræðna, verði hún á þá leið sem róttækustu verkalýðsleiðtogar landsins hafa kallað eftir, mun tryggja að væntingar um sjaldséða mjúka lendingu verða að engu. Á sama tíma og þessi efnahagsveruleiki blasir við hefur ríkisstjórnin ákveðið að blása til útgjaldaveislu og reka ríkissjóð með minnsta mögulega afgangi. Þær áætlanir ganga út frá því að ekkert geti mögulega farið úrskeiðis. Flestir vita hins vegar betur. Leyfi menn sér að vera bjartsýnir, þá er líklega í besta falli hægt að segja það eitt að það er alls ekkert víst að þetta klikki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Icelandair Skoðun WOW Air Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þetta stóð tæpt. Með farsælli lendingu í skuldabréfaútboði WOW air, þar sem flugfélaginu tókst að tryggja sér fjármögnun upp á um 7,7 milljarða króna, hefur meiriháttar efnahagslegu slysi verið afstýrt. Það er samt engin ástæða til að fara í kringum hlutina. Sú staða var uppi í byrjun liðinnar viku, þegar útlitið var orðið verulega dökkt varðandi hvort útboðið myndi klárast, að raunhæfar líkur voru á því að félagið þyrfti að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Sú niðurstaða varð sem betur fer ekki að veruleika. Óþarfi er að fjölyrða um afleiðingarnar. Höggið fyrir íslenskt efnahagslíf, að minnsta kosti til skemmri tíma litið, hefði verið umtalsvert þar sem gengið hefði veikst, eignamarkaðir lækkað og spár um hóflegan hagvöxt snúist upp í samdrátt. Flugfélagið er núna komið fyrir vind – að minnsta kosti í bili – en það stendur hins vegar eftir sem áður, rétt eins og mörg önnur evrópsk flugfélög, frammi fyrir erfiðum áskorunum á komandi vetri og stjórnendur hafa lítið svigrúm til að taka rangar ákvarðanir. Engar olíuverðslækkanir eru í spákortunum og gríðarhörð samkeppni í flugi yfir hafið þýðir að meðalfargjöld munu áfram haldast mjög lág. Áætlanir WOW air gera ráð fyrir rúmlega þriggja milljarða tapi á þessu ári en að verulegur viðsnúningur verði í afkomu félagsins á næsta ári. Erfitt er að sjá hvernig þær spár, sem eru sagðar grundvallast á auknum hliðartekjum, eigi að geta gengið eftir miðað við óbreyttar ytri aðstæður. Nauðsynlegt er því að treysta fjárhagsstöðu WOW air, en eigið fé þess var hverfandi um mitt þetta ár, með aðkomu nýrra fjárfesta í hluthafahópinn. Það þarf að gerast fyrr frekar en síðar. Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi félagsins, hefur sagst ætla að sækja sér um 22 til 33 milljarða í nýtt hlutafé með því að selja allt að helmingshlut í fyrirtækinu og skrá það á markað á næstu 12 til 18 mánuðum. Það má ekki seinna vera. Þótt fjárhagsstaða íslensku flugfélaganna sé um margt ólík – hún er augljóslega sterkari í tilfelli Icelandair – þá er ljóst að fjárfestar hafa takmarkaða trú á því að stjórnendum Icelandair takist að rétta við gengi félagsins. Nú þegar WOW air hefur tekist að klára fjármögnun félagsins kann sú staða að vera komin upp að það er Icelandair sem situr uppi með heitu kartöfluna enda eru minni líkur núna á því að meðalfargjöld hækki á komandi ári. Flugfélagið hefur orðið undir í samkeppninni og þarf að leita allra leiða til hagræðingar eigi það að vera samkeppnisfært. Ákvörðun um að setja flugfreyjum afarkosti – að velja milli þess að vera í fullu starfi ellegar vera sagt upp störfum – í því skyni að ná niður launakostnaði er líklega aðeins fyrirheit um það sem koma skal. Miklu stærri og erfiðari ákvarðanir bíða stjórnenda félagsins. Að öðrum kosti er hætt við því að illa muni fara. Staðan í hagkerfinu er þess vegna viðkvæm. Það er erfiður vetur í vændum, ekki aðeins sökum óvissu um rekstrarhorfur flugfélaganna, heldur ekki síður vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Niðurstaða þeirra viðræðna, verði hún á þá leið sem róttækustu verkalýðsleiðtogar landsins hafa kallað eftir, mun tryggja að væntingar um sjaldséða mjúka lendingu verða að engu. Á sama tíma og þessi efnahagsveruleiki blasir við hefur ríkisstjórnin ákveðið að blása til útgjaldaveislu og reka ríkissjóð með minnsta mögulega afgangi. Þær áætlanir ganga út frá því að ekkert geti mögulega farið úrskeiðis. Flestir vita hins vegar betur. Leyfi menn sér að vera bjartsýnir, þá er líklega í besta falli hægt að segja það eitt að það er alls ekkert víst að þetta klikki.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun