Allt á hvolfi í Cleveland eftir að liðið vann loksins leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. september 2018 07:31 LeBron James er farinn frá Cleveland en það er nýr kóngur í borginni - Baker Mayfield. Hann fagnar hér eftir að hafa gripið snertimarkssendingu. vísir/getty Eftir 635 daga eyðimerkurgöngu kom loksins að því að Cleveland Browns vann leik í NFL-deildinni. Stuðningsmenn fögnuðu eins og liðið hefði unnið Super Bowl-leikinn er þeir skelltu NY Jets, 21-17. Browns vann síðast leik á aðfangadag árið 2016. Liðið hafði spilað 19 leiki í röð í deildinni án þess að vinna. Flestir hafa vorkennt liðinu í eyðirmerkurgöngu sinni en stuðningsmennirnir hafa slegið flestu upp í grín og fóru meðal annars í skrúðgöngu í lok síðasta tímabilsins til þess að fagna hörmulegu gengi liðsins. Sigurinn getur liðið þakkað nýliðaleikstjórnandanum sínum, Baker Mayfield, sem fékk loksins tækifæri í nótt og skilaði sigri í fyrsta leik. Mayfield var valinn fyrstur í nýliðavalinu fyrir tímabilið en mátti sætta sig við setu á bekknum í fyrstu leikjunum. Aðalleikstjórnandi liðsins, Tyrod Taylor, fór meiddur af velli eftir hörmungarframmistöðu. Þá var Cleveland undir, 0-14. Undir styrkri stjórn Mayfield snéri liðið leiknum við og vann eftirminnilegan sigur, 21-17. Hér að neðan má sjá tilþrif Mayfield í leiknum.The No. 1 overall pick made his NFL debut. And led the @Browns to a win! @bakermayfield's BEST PLAYS from #NYJvsCLE! #TNF#Brownspic.twitter.com/81QYWMhlan — NFL (@NFL) September 21, 2018 Flottustu tilþrif kvöldsins komu er Mayfield greip sjálfur snertimarkssendingu frá útherjanum Jarvis Landry. Geggjuð tilþrif. Þarna voru þeir að leika eftir tilþrif meistara Eagles frá Super Bowl en kerfið þá fékk strax nafnið, Philly Special.Baker Special vs. Philly Special pic.twitter.com/k6uo8sfhGq — NFL (@NFL) September 21, 2018 Stemningin í borginni var engu lík eftir leik. Allir barir borgarinnar fylltust og líklega fáir að mæta í vinnu í dag. Það var eins og titill væri í húsi og aðdáendur opnuðu meðal annars kampavín.Every Cleveland bar is Believeland tonight pic.twitter.com/V5CTdNBXIP — Bleacher Report (@BleacherReport) September 21, 2018 Sigurtilfinningin var svo góð hjá stuðningsmönnum Browns að þeir gátu ekki annað en sungið We Are The Champions. Það er langt síðan þetta fólk fagnaði og það átti það skilið.Browns fans singing "We Are the Champions" after ending losing drought pic.twitter.com/Vfbcl1zyul — Bleacher Report (@BleacherReport) September 21, 2018 NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Eftir 635 daga eyðimerkurgöngu kom loksins að því að Cleveland Browns vann leik í NFL-deildinni. Stuðningsmenn fögnuðu eins og liðið hefði unnið Super Bowl-leikinn er þeir skelltu NY Jets, 21-17. Browns vann síðast leik á aðfangadag árið 2016. Liðið hafði spilað 19 leiki í röð í deildinni án þess að vinna. Flestir hafa vorkennt liðinu í eyðirmerkurgöngu sinni en stuðningsmennirnir hafa slegið flestu upp í grín og fóru meðal annars í skrúðgöngu í lok síðasta tímabilsins til þess að fagna hörmulegu gengi liðsins. Sigurinn getur liðið þakkað nýliðaleikstjórnandanum sínum, Baker Mayfield, sem fékk loksins tækifæri í nótt og skilaði sigri í fyrsta leik. Mayfield var valinn fyrstur í nýliðavalinu fyrir tímabilið en mátti sætta sig við setu á bekknum í fyrstu leikjunum. Aðalleikstjórnandi liðsins, Tyrod Taylor, fór meiddur af velli eftir hörmungarframmistöðu. Þá var Cleveland undir, 0-14. Undir styrkri stjórn Mayfield snéri liðið leiknum við og vann eftirminnilegan sigur, 21-17. Hér að neðan má sjá tilþrif Mayfield í leiknum.The No. 1 overall pick made his NFL debut. And led the @Browns to a win! @bakermayfield's BEST PLAYS from #NYJvsCLE! #TNF#Brownspic.twitter.com/81QYWMhlan — NFL (@NFL) September 21, 2018 Flottustu tilþrif kvöldsins komu er Mayfield greip sjálfur snertimarkssendingu frá útherjanum Jarvis Landry. Geggjuð tilþrif. Þarna voru þeir að leika eftir tilþrif meistara Eagles frá Super Bowl en kerfið þá fékk strax nafnið, Philly Special.Baker Special vs. Philly Special pic.twitter.com/k6uo8sfhGq — NFL (@NFL) September 21, 2018 Stemningin í borginni var engu lík eftir leik. Allir barir borgarinnar fylltust og líklega fáir að mæta í vinnu í dag. Það var eins og titill væri í húsi og aðdáendur opnuðu meðal annars kampavín.Every Cleveland bar is Believeland tonight pic.twitter.com/V5CTdNBXIP — Bleacher Report (@BleacherReport) September 21, 2018 Sigurtilfinningin var svo góð hjá stuðningsmönnum Browns að þeir gátu ekki annað en sungið We Are The Champions. Það er langt síðan þetta fólk fagnaði og það átti það skilið.Browns fans singing "We Are the Champions" after ending losing drought pic.twitter.com/Vfbcl1zyul — Bleacher Report (@BleacherReport) September 21, 2018
NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti