Siggi Jóns gerði Skagastrákana að Íslandsmeisturum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2018 12:30 Nýkrýndir Íslandsmeistarar ÍA/Kára/Skallagríms. Mynd/Instagram/ia_akranes Skagamenn eru komnir upp í Pepsideild karla í fótbolta á nýjan leik og þeir ættu að hafa nóg af ungum og flottum strákum þar sem að 2. flokkur félagsins tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gær. Liðið spilar undir sameiginlegu merkjum ÍA, Kára og Skallagríms og tryggði sér endanlega titilinn með 7-0 sigri á Fylki í lokaumferðinni í gær. Áður höfðu Skagamenn unnið 5-1 sigur á Blikum í óopinberum úrslitaleik mótsins fyrir aðeins þremur dögum. ÍA strákarnir enduðu með 42 stig alveg eins og KR/KV en voru með tólf marka forskot í markatölu. Ekkert lið skoraði meira í deildinni en liðið var með 63 mörk í 18 leikjum. Blikar enduðu aðeins einu stigi á eftir toppliðunum og Skagamenn tóku titilinn því með góðum endaspretti. Blikar misstigu sig á lokasprettinum. Þjálfararnir hjá ÍA/Kára/Skallagrími eru Sigurður Jónsson og Elinbergur Sveinsson en þeir eru heldur betur að koma með þá upp á hárréttum tíma. Mörk ÍA í gær skoruðu Ísak Bergmann Jóhannesson (2 mörk), Bjarki Steinn Bjarkason, Ólafur Karel Eiríksson, Stefán Ómar Magnússon, Sigurður Hrannar Þorsteinsson og Þór Llorens Þórðarson. Ísak Bergmann Jóhannesson er enn í 3. flokki og verður það líka sumarið 2019 en hann er sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar þjálfara ÍA. Nú er bara spurningin hvort pabbi taki strákinn upp í meistaraflokkinn í Pepsideildinni næsta sumar. Markahæstir hjá Skagaliðinu á Íslandsmótinu í sumar voru þeir Þór Llorens Þórðarson og Stefán Ómar Magnússon sem báðir skoruðu 10 mörk. Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði 8 mörk. Þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem ÍA vinnur 2. flokkinn. Það gerðist síðast árið 2005 en þá voru í aðalhlutverki í liðinu menn eins og Arnar Már Guðjónsson og Jón Vilhelm Ákason. Garðar Gunnlaugsson, leikmaður meistaraflokksins, er ánægður með strákana og hrósar þeim á Twitter.2. flokkur ÍA ljúka ótrúlegu tímabili með Íslandsmeistaratitli! Einnig má nefna að hluti þeirra skiluðu Skallagrím upp um deild og svo var Kári mjög nálægt því að komast upp í Inkasso. Framtíðin er björt á skaganum ef haldið er rétt á spilunum. — Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) September 20, 2018Fyrir áhugasama þá er hægt að horfa á allan leikinn frá því gær hér fyrir neðan. Íslenski boltinn Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Skagamenn eru komnir upp í Pepsideild karla í fótbolta á nýjan leik og þeir ættu að hafa nóg af ungum og flottum strákum þar sem að 2. flokkur félagsins tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gær. Liðið spilar undir sameiginlegu merkjum ÍA, Kára og Skallagríms og tryggði sér endanlega titilinn með 7-0 sigri á Fylki í lokaumferðinni í gær. Áður höfðu Skagamenn unnið 5-1 sigur á Blikum í óopinberum úrslitaleik mótsins fyrir aðeins þremur dögum. ÍA strákarnir enduðu með 42 stig alveg eins og KR/KV en voru með tólf marka forskot í markatölu. Ekkert lið skoraði meira í deildinni en liðið var með 63 mörk í 18 leikjum. Blikar enduðu aðeins einu stigi á eftir toppliðunum og Skagamenn tóku titilinn því með góðum endaspretti. Blikar misstigu sig á lokasprettinum. Þjálfararnir hjá ÍA/Kára/Skallagrími eru Sigurður Jónsson og Elinbergur Sveinsson en þeir eru heldur betur að koma með þá upp á hárréttum tíma. Mörk ÍA í gær skoruðu Ísak Bergmann Jóhannesson (2 mörk), Bjarki Steinn Bjarkason, Ólafur Karel Eiríksson, Stefán Ómar Magnússon, Sigurður Hrannar Þorsteinsson og Þór Llorens Þórðarson. Ísak Bergmann Jóhannesson er enn í 3. flokki og verður það líka sumarið 2019 en hann er sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar þjálfara ÍA. Nú er bara spurningin hvort pabbi taki strákinn upp í meistaraflokkinn í Pepsideildinni næsta sumar. Markahæstir hjá Skagaliðinu á Íslandsmótinu í sumar voru þeir Þór Llorens Þórðarson og Stefán Ómar Magnússon sem báðir skoruðu 10 mörk. Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði 8 mörk. Þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem ÍA vinnur 2. flokkinn. Það gerðist síðast árið 2005 en þá voru í aðalhlutverki í liðinu menn eins og Arnar Már Guðjónsson og Jón Vilhelm Ákason. Garðar Gunnlaugsson, leikmaður meistaraflokksins, er ánægður með strákana og hrósar þeim á Twitter.2. flokkur ÍA ljúka ótrúlegu tímabili með Íslandsmeistaratitli! Einnig má nefna að hluti þeirra skiluðu Skallagrím upp um deild og svo var Kári mjög nálægt því að komast upp í Inkasso. Framtíðin er björt á skaganum ef haldið er rétt á spilunum. — Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) September 20, 2018Fyrir áhugasama þá er hægt að horfa á allan leikinn frá því gær hér fyrir neðan.
Íslenski boltinn Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira