Landið að rísa aftur á Skaganum Hjörvar Ólafsson skrifar 22. september 2018 10:00 Undanfarin tíu ár hafa verið rússíbanareið á milli efstu og næstefstu deildar hjá stórveldinu ÍA. Fréttablaðið/stefán Síðustu dagar hafa verið gjöfulir fyrir knattspyrnufélagið ÍA hjá karlahlið félagsins. Meistaraflokkur félagsins tryggði sér nýverið sæti í efstu deild, en liðið fylgir þar HK upp um deild. Þá varð annar flokkur félagsins Íslandsmeistari á fimmtudagskvöldið, en liðið hafði þar betur gegn KR í baráttu þessara fornu fjenda um titilinn. Kári, sem er venslafélag ÍA, var framan af í toppbaráttu annarrar deildar, en gaf eftir á lokakaflanum þar sem liðið missti lykilleikmenn sem áttu ríkan þátt í að tryggja öðrum flokknum Íslandsmeistaratitilinn. Síðast en alls ekki síst þá fór Skallagrímur, annað venslafélag Akranesliðsins, sem að drjúgum hluta er skipað leikmönnum sem hafa fengið knattspyrnuuppeldi sitt á Akranesi, upp úr fjórðu deildinni í þá þriðju. Það sem gerir framangreindan árangur ekki síður eftirtektarverðan er að aðallið ÍA er að mestu leyti skipað uppöldum leikmönnum, auk þess að félagið hefur misst spóna úr aski sínum með sölu til erlendra liða. Má þar nefna Tryggva Hrafn Haraldsson sem leikur fyrir sænska liðið Halmstad og Arnór Sigurðsson sem nýverið gekk til liðs við rússneska liðið CSKA Moskvu.Spennandi tímar fram undan ÍA hefur undanfarna tvo áratugi átt erfitt með að festa sig í sessi í efstu deild, en liðið hefur flakkað á milli efstu og næstefstu deildar síðan það féll úr deild þeirra bestu haustið 2008. Um svipað leyti og íslensku bankarnir hrundu fór að molna undan veldinu sem Skagamenn höfðu í gegnum tíðina verið í íslenskri knattspyrnu. Hefðin er hins vegar sterk á Skaganum og félagið hefur verið duglegt við að ala upp sína eigin leikmenn. Liðið er að njóta góðs af þeirri vinnu þessa stundina. „Samstarfið hér á Akranesi, bæði milli þjálfara yngri flokkanna, og þjálfara ÍA og Kára og nú í seinni tíð Skallagríms hefur verið algerlega frábært. Öllum leikmönnum er veitt verkefni við hæfi, en hvert haust ganga um það bil tíu leikmenn upp úr öðrum flokki ÍA. Þar af fara einn til tveir í meistaraflokk ÍA, Kári getur tekið við sex til átta leikmönnum og Skallagrímur hefur komið inn í þetta undanfarið,“ segir Lúðvík Gunnarsson, yfirþjálfari ÍA og þjálfari Kára. „Við getum ekki keppt við stærstu félög landsins um bestu bitana á leikmannamarkaðnum og þess vegna verðum við að huga vel að þeim leikmönnum sem eru til staðar hjá félaginu hverju sinni, allt í senn í meistaraflokki ÍA, yngri flokkunum, hjá Kára og núna Skallagrími. Við ræðum mikið saman í hverri viku og skipuleggjum þetta í sameiningu svo allir fái að njóta sín. Ég og Sigurður Jónsson, aðstoðarþjálfari meistaraflokksins og þjálfari annars flokksins, ræðum til að mynda afar mikið saman í hverri viku,“ segir Lúðvík enn fremur um starfið á Skaganum. „Ég myndi segja að staðan sé alveg kjörin eins og hún er núna. Það er að vera með samkeppnishæft lið í meistaraflokki, nánast eingöngu myndað af Skagamönnum, sterkan annan flokk, lið í annarri deildinni og lið í þriðju deildinni. Þannig geta allir okkar leikmenn sem eru um og yfir tvítugt og þaðan af yngri leikið við andstæðinga við sitt hæfi. Svo náum við að selja leikmenn við og við til útlanda sem hjálpar til við fjárhagshliðina. Ég hlakka mikið til að sjá hvernig málin þróast hér á Akranesi næsta árið og tel að áfram verði haldið að vinna eftir sömu stefnu,“ segir Lúðvík um framhaldið í knattspyrnunni á Akranesi. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið gjöfulir fyrir knattspyrnufélagið ÍA hjá karlahlið félagsins. Meistaraflokkur félagsins tryggði sér nýverið sæti í efstu deild, en liðið fylgir þar HK upp um deild. Þá varð annar flokkur félagsins Íslandsmeistari á fimmtudagskvöldið, en liðið hafði þar betur gegn KR í baráttu þessara fornu fjenda um titilinn. Kári, sem er venslafélag ÍA, var framan af í toppbaráttu annarrar deildar, en gaf eftir á lokakaflanum þar sem liðið missti lykilleikmenn sem áttu ríkan þátt í að tryggja öðrum flokknum Íslandsmeistaratitilinn. Síðast en alls ekki síst þá fór Skallagrímur, annað venslafélag Akranesliðsins, sem að drjúgum hluta er skipað leikmönnum sem hafa fengið knattspyrnuuppeldi sitt á Akranesi, upp úr fjórðu deildinni í þá þriðju. Það sem gerir framangreindan árangur ekki síður eftirtektarverðan er að aðallið ÍA er að mestu leyti skipað uppöldum leikmönnum, auk þess að félagið hefur misst spóna úr aski sínum með sölu til erlendra liða. Má þar nefna Tryggva Hrafn Haraldsson sem leikur fyrir sænska liðið Halmstad og Arnór Sigurðsson sem nýverið gekk til liðs við rússneska liðið CSKA Moskvu.Spennandi tímar fram undan ÍA hefur undanfarna tvo áratugi átt erfitt með að festa sig í sessi í efstu deild, en liðið hefur flakkað á milli efstu og næstefstu deildar síðan það féll úr deild þeirra bestu haustið 2008. Um svipað leyti og íslensku bankarnir hrundu fór að molna undan veldinu sem Skagamenn höfðu í gegnum tíðina verið í íslenskri knattspyrnu. Hefðin er hins vegar sterk á Skaganum og félagið hefur verið duglegt við að ala upp sína eigin leikmenn. Liðið er að njóta góðs af þeirri vinnu þessa stundina. „Samstarfið hér á Akranesi, bæði milli þjálfara yngri flokkanna, og þjálfara ÍA og Kára og nú í seinni tíð Skallagríms hefur verið algerlega frábært. Öllum leikmönnum er veitt verkefni við hæfi, en hvert haust ganga um það bil tíu leikmenn upp úr öðrum flokki ÍA. Þar af fara einn til tveir í meistaraflokk ÍA, Kári getur tekið við sex til átta leikmönnum og Skallagrímur hefur komið inn í þetta undanfarið,“ segir Lúðvík Gunnarsson, yfirþjálfari ÍA og þjálfari Kára. „Við getum ekki keppt við stærstu félög landsins um bestu bitana á leikmannamarkaðnum og þess vegna verðum við að huga vel að þeim leikmönnum sem eru til staðar hjá félaginu hverju sinni, allt í senn í meistaraflokki ÍA, yngri flokkunum, hjá Kára og núna Skallagrími. Við ræðum mikið saman í hverri viku og skipuleggjum þetta í sameiningu svo allir fái að njóta sín. Ég og Sigurður Jónsson, aðstoðarþjálfari meistaraflokksins og þjálfari annars flokksins, ræðum til að mynda afar mikið saman í hverri viku,“ segir Lúðvík enn fremur um starfið á Skaganum. „Ég myndi segja að staðan sé alveg kjörin eins og hún er núna. Það er að vera með samkeppnishæft lið í meistaraflokki, nánast eingöngu myndað af Skagamönnum, sterkan annan flokk, lið í annarri deildinni og lið í þriðju deildinni. Þannig geta allir okkar leikmenn sem eru um og yfir tvítugt og þaðan af yngri leikið við andstæðinga við sitt hæfi. Svo náum við að selja leikmenn við og við til útlanda sem hjálpar til við fjárhagshliðina. Ég hlakka mikið til að sjá hvernig málin þróast hér á Akranesi næsta árið og tel að áfram verði haldið að vinna eftir sömu stefnu,“ segir Lúðvík um framhaldið í knattspyrnunni á Akranesi.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira