Klám og káf Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. september 2018 07:00 Sumt er svo sjálfsagt að engin þörf ætti að vera á að setja það í reglur. Þetta á til dæmis við um almenna kurteisi sem svo eðlilegt er að fólk temji sér í samskiptum við aðra. Hverjum og einum einstaklingi sem er tamt að sýna kurteisi í samskiptum er ljóst að sumt gerir maður alls ekki. Þannig ætti ekki að þurfa að setja vinnustaðareglur um það að einstaklingar séu ekki að angra aðra með óviðeigandi tölvupósti og sýni þá sjálfstjórn að sleppa því að tala niðrandi til annarra og láti vera að káfa á öðrum. Klámhundar og káfarar hafa aldrei vakið sérlega lukku, þótt þeir ímyndi sér annað. Alltaf eru þó einhverjir sem átta sig engan veginn á þessu. Karlmaður sem klæmist við kvenkyns vinnufélaga telur sig jafnvel vera að slá á létta strengi. Hann kann jafnvel að ætla sem svo að hann eigi í afar skemmtilegum samskiptum þegar hann káfar á konu, eins og hann telur sig eiga fullan rétt á. Engum er þó skemmt nema honum. Þá þarf að koma honum í skilning um það. Ekki ætti að vera erfitt að siða slíkan mann til, en þá þarf áhugi til þess að vera fyrir hendi. Stundum er áhuginn í lágmarki, nánast enginn. Flestir þekkja dæmi um að stjórnendur kjósi að taka ekki á erfiðum málum í þeirri von að þau hverfi. Reyndin er sú að þau hlaða utan á sig. Vanda má afstýra ef tekið er á honum strax. Starfsmannastjóri og/eða forstjóri eiga að bregðast við með því að kalla til sín þann mann sem er að valda samstarfsfólki óþægindum og segja honum að ef hann láti ekki af því að senda óviðeigandi tölvupósta eða segja afdankaða klámbrandara þá verði honum sagt upp störfum. Hann hafi ekki leyfi til að eitra andrúmsloft á vinnustaðnum. Sömuleiðis á káfari ekki að fá að vaða uppi og áreita aðra. Hann tekur sig á eða víkur. Þarna hefur dóninn val. Það er ekkert harkalegt við þessi skilyrði. Þarna er verið að taka á málum af festu, eins og er skylt að gera. Af hverju var ekki hægt að vinna á þennan hátt hjá Orkuveitu Reykjavíkur? Þar kvartaði kona ítrekað undan vinnufélaga, karlmanni sem hegðaði sér á óviðeigandi hátt. Ekki verður annað séð en að viðbrögð þeirra sem taka áttu á málinu hafi verið þau að andvarpa og afgreiða málið með því konan væri með vesen. Hvað á að gera við konu sem er með vesen og lætur sér ekki segjast? Lausnin var einföld, henni var sagt upp störfum. Sem er einfaldlega galið! Það er hlálegt að hjá Orkuveitu Reykjavíkur sé í gildi jafnréttisstefna sem þótti á sínum tíma svo metnaðarfull að hún var verðlaunuð. Þarna er skólabókardæmi um það að hægt er að setja alls kyns fagurlega orðuð markmið á blað, jafnvel gera þau að reglum, en það jafngildir engan veginn því að þeim sé framfylgt af sannfæringu. Ýmislegt rotið leynist svo auðveldlega undir snyrtilegu yfirborði. Þá er þörf á umtalsverðri hreingerningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Sjá meira
Sumt er svo sjálfsagt að engin þörf ætti að vera á að setja það í reglur. Þetta á til dæmis við um almenna kurteisi sem svo eðlilegt er að fólk temji sér í samskiptum við aðra. Hverjum og einum einstaklingi sem er tamt að sýna kurteisi í samskiptum er ljóst að sumt gerir maður alls ekki. Þannig ætti ekki að þurfa að setja vinnustaðareglur um það að einstaklingar séu ekki að angra aðra með óviðeigandi tölvupósti og sýni þá sjálfstjórn að sleppa því að tala niðrandi til annarra og láti vera að káfa á öðrum. Klámhundar og káfarar hafa aldrei vakið sérlega lukku, þótt þeir ímyndi sér annað. Alltaf eru þó einhverjir sem átta sig engan veginn á þessu. Karlmaður sem klæmist við kvenkyns vinnufélaga telur sig jafnvel vera að slá á létta strengi. Hann kann jafnvel að ætla sem svo að hann eigi í afar skemmtilegum samskiptum þegar hann káfar á konu, eins og hann telur sig eiga fullan rétt á. Engum er þó skemmt nema honum. Þá þarf að koma honum í skilning um það. Ekki ætti að vera erfitt að siða slíkan mann til, en þá þarf áhugi til þess að vera fyrir hendi. Stundum er áhuginn í lágmarki, nánast enginn. Flestir þekkja dæmi um að stjórnendur kjósi að taka ekki á erfiðum málum í þeirri von að þau hverfi. Reyndin er sú að þau hlaða utan á sig. Vanda má afstýra ef tekið er á honum strax. Starfsmannastjóri og/eða forstjóri eiga að bregðast við með því að kalla til sín þann mann sem er að valda samstarfsfólki óþægindum og segja honum að ef hann láti ekki af því að senda óviðeigandi tölvupósta eða segja afdankaða klámbrandara þá verði honum sagt upp störfum. Hann hafi ekki leyfi til að eitra andrúmsloft á vinnustaðnum. Sömuleiðis á káfari ekki að fá að vaða uppi og áreita aðra. Hann tekur sig á eða víkur. Þarna hefur dóninn val. Það er ekkert harkalegt við þessi skilyrði. Þarna er verið að taka á málum af festu, eins og er skylt að gera. Af hverju var ekki hægt að vinna á þennan hátt hjá Orkuveitu Reykjavíkur? Þar kvartaði kona ítrekað undan vinnufélaga, karlmanni sem hegðaði sér á óviðeigandi hátt. Ekki verður annað séð en að viðbrögð þeirra sem taka áttu á málinu hafi verið þau að andvarpa og afgreiða málið með því konan væri með vesen. Hvað á að gera við konu sem er með vesen og lætur sér ekki segjast? Lausnin var einföld, henni var sagt upp störfum. Sem er einfaldlega galið! Það er hlálegt að hjá Orkuveitu Reykjavíkur sé í gildi jafnréttisstefna sem þótti á sínum tíma svo metnaðarfull að hún var verðlaunuð. Þarna er skólabókardæmi um það að hægt er að setja alls kyns fagurlega orðuð markmið á blað, jafnvel gera þau að reglum, en það jafngildir engan veginn því að þeim sé framfylgt af sannfæringu. Ýmislegt rotið leynist svo auðveldlega undir snyrtilegu yfirborði. Þá er þörf á umtalsverðri hreingerningu.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun