Núvitund í skólum hefur jákvæð áhrif Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. ágúst 2018 20:30 Eitt af hverju tíu grunnskólabörnum líður illa og færri eru hamingjusöm en áður samkvæmt könnun Rannsóknar og greiningar. Þá eru framhaldsskólanemar kvíðnari og leiðari en áður. Landlæknir hóf rannsókn á áhrifum núvitundar í fimm grunnskólum á síðasta ári til að sporna við þessari þróun og eru fyrstu niðurstöður jákvæðar að sögn sviðsstjóra. Samkvæmt nýlegum könnunum eru vísbendingar um aukna tíðni depurðar og kvíða ásamt minni hamingju hjá börnum og ungmennum að sögn sviðsstjóra hjá Landlækni. Embættið blés til ráðstefnu um málaflokkinn undir fyrirsögninni heilsueflandi skólastarf. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Landlækni, segir mikilvægt að sporna við þessari þróun. „Við erum að sjá að það eru færri unglingar sem eru að upplifa sig hamingjusöm. Við erum að tala um 80 prósent á meðan það var vel yfir 90 prósentum. Við erum að sjá að það eru tíu prósent af unglingum sem líður illa í skólanum þannig að það er eitthvað sem við höfum áhyggjur af,“ segir Dóra Guðrún Hún segir svipaða þróun í framhaldsskólum en stelpur séu kvíðnari en áður og strákar leiðari og meira einmanna. Hægt sé að fara ýmsar leiðir til að auka vellíðan í skólum og ein þeirra sé að kenna börnum og starfsfólki núvitund en samkvæmt Lýðheilsustefnu velferðarráðuneytisins eigi að innleiða hana í leik-og grunnskóla. Verkefnið hófst á síðasta ári og taka nú þegar fimm grunnskólar þátt í því. Dóra segir fyrstu vísbendingar sýna að starfsfólki líði betur en áður. „Við erum að sjá einhverjar vísbendingar um það að þetta geti haft jákvæð áhrif þar og það er virkilega góðs viti og lofar góðu fyrir framhaldið,“ segir Dóra Guðrún. Hún segir hugmyndafræðina afar einfalda. „Núvitund er að vera til staðar í sátt við sjálfan sig án þess að dæma.“ Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Eitt af hverju tíu grunnskólabörnum líður illa og færri eru hamingjusöm en áður samkvæmt könnun Rannsóknar og greiningar. Þá eru framhaldsskólanemar kvíðnari og leiðari en áður. Landlæknir hóf rannsókn á áhrifum núvitundar í fimm grunnskólum á síðasta ári til að sporna við þessari þróun og eru fyrstu niðurstöður jákvæðar að sögn sviðsstjóra. Samkvæmt nýlegum könnunum eru vísbendingar um aukna tíðni depurðar og kvíða ásamt minni hamingju hjá börnum og ungmennum að sögn sviðsstjóra hjá Landlækni. Embættið blés til ráðstefnu um málaflokkinn undir fyrirsögninni heilsueflandi skólastarf. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Landlækni, segir mikilvægt að sporna við þessari þróun. „Við erum að sjá að það eru færri unglingar sem eru að upplifa sig hamingjusöm. Við erum að tala um 80 prósent á meðan það var vel yfir 90 prósentum. Við erum að sjá að það eru tíu prósent af unglingum sem líður illa í skólanum þannig að það er eitthvað sem við höfum áhyggjur af,“ segir Dóra Guðrún Hún segir svipaða þróun í framhaldsskólum en stelpur séu kvíðnari en áður og strákar leiðari og meira einmanna. Hægt sé að fara ýmsar leiðir til að auka vellíðan í skólum og ein þeirra sé að kenna börnum og starfsfólki núvitund en samkvæmt Lýðheilsustefnu velferðarráðuneytisins eigi að innleiða hana í leik-og grunnskóla. Verkefnið hófst á síðasta ári og taka nú þegar fimm grunnskólar þátt í því. Dóra segir fyrstu vísbendingar sýna að starfsfólki líði betur en áður. „Við erum að sjá einhverjar vísbendingar um það að þetta geti haft jákvæð áhrif þar og það er virkilega góðs viti og lofar góðu fyrir framhaldið,“ segir Dóra Guðrún. Hún segir hugmyndafræðina afar einfalda. „Núvitund er að vera til staðar í sátt við sjálfan sig án þess að dæma.“
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira