Frekari málshöfðun kemur til greina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 18:59 Mögulegt er að fleiri mál verði höfðuð á vegum þrotabús United Silicon að sögn slitastjóra þrotabúsins. Greint var frá því í dag að þrotabú United Silicon hafi höfðað annað skaðabótamál á hendur Magnúsi Ólafi Garðarssyni, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, fyrir fjársvik. Þrotabúið gerði fyrr í þessum mánuði kröfu um að Magnús verði dæmdur til að greiða 570 þúsund evrur auk vaxta, eða sem nemur 71 milljón króna, sem talið er að hann hafi látið leggja inn á bankareikning sem hann lét stofna í Danmörku í nafni félagsins í ágúst 2014. Ekki komst upp um málið fyrr en á greiðslustöðvunartímabilinu árið 2017 að sögn Geirs Gestssonar, skiptastjóra þrotabús United Silicon. „Við höfum fengið sem sagt reikningsyfirlit frá þessum banka og þar kemur fram að það hafi verið lögð inn fjárhæð sem nemur stefnufjárhæðinni, 570.660 evrum, inn á reikninginn í Danmörku og síðan hafi sú fjárhæð verið tekin út í þrennu lagi og lögð inn á reikning fyrirtækis Magnúsar, Tomahawk Development á Íslandi,“ segir Geir. Þetta er önnur stefnan á hendur Magnúsi en í upphafi árs stefndi þrotabúið Magnúsi fyrir útgáfu tilhæfulausra og falsaðra reikninga. Í þeirri stefnu er farið fram á kyrrsetningu á fasteignum Magnúsar í Kópavogi og í Danmörku, ásamt tveimur bifreiðum Magnúsar og á eignarhlutum hans í félögunum Brimstone ehf. og Tomahawk Development á Íslandi hf. Þá fór United Silicon fram á að hann yrði dæmdur til að greiða félaginu rúmlega 530 milljónir króna. Nýja stefnan á rætur að rekja til rannsóknarvinnu endurskoðendafyrirtækisins KMPG fyrir þrotabúið. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness 12. september og óskar þrotabúið eftir því að málin tvö verði sameinuð. Þá segir Geir til greina koma að frekari mál verði höfðuð á vegum þrotabúsins. „Já það kemur til greina, við erum með það til skoðunar,“ segir Geir. Aðspurður segir hann ekki tímabært á þessu stigi málsins að greina frá því hvers eðlis sú málshöfðun yrði. Tengdar fréttir Arion tekur yfir eignir United Silicon Ætlun bankans er að úrbótum á kísilverksmiðjunni í Helguvík áður en hún verður svo seld. 23. febrúar 2018 17:29 Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Fundu reikning Magnúsar í Danmörku sem enginn vissi um Þrotabú United Silicon höfðaði fyrr í mánuðinum annað skaðabótamál á hendur Magnúsi Ólafi Garðssyni, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, fyrir fjársvik. 23. ágúst 2018 13:22 Frestur til að lýsa kröfum í bú United Silicon runninn út Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú United Silicon rann út á föstudaginn langa, eða 30. mars. 3. apríl 2018 06:00 Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00 Gríðarlangur listi aðfinnslna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um United Silicon Úttekt Vinnueftirlits ríkisins, skortur á athugun á bakgrunni rekstraraðila og kröfuleysi við framkvæmd umhverfismats er meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslu sinni um United Silicon. Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð síðasta haust eftir ítrekaðar uppákomuar í rekstri verksmiðjunnar. 18. maí 2018 08:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira
Mögulegt er að fleiri mál verði höfðuð á vegum þrotabús United Silicon að sögn slitastjóra þrotabúsins. Greint var frá því í dag að þrotabú United Silicon hafi höfðað annað skaðabótamál á hendur Magnúsi Ólafi Garðarssyni, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, fyrir fjársvik. Þrotabúið gerði fyrr í þessum mánuði kröfu um að Magnús verði dæmdur til að greiða 570 þúsund evrur auk vaxta, eða sem nemur 71 milljón króna, sem talið er að hann hafi látið leggja inn á bankareikning sem hann lét stofna í Danmörku í nafni félagsins í ágúst 2014. Ekki komst upp um málið fyrr en á greiðslustöðvunartímabilinu árið 2017 að sögn Geirs Gestssonar, skiptastjóra þrotabús United Silicon. „Við höfum fengið sem sagt reikningsyfirlit frá þessum banka og þar kemur fram að það hafi verið lögð inn fjárhæð sem nemur stefnufjárhæðinni, 570.660 evrum, inn á reikninginn í Danmörku og síðan hafi sú fjárhæð verið tekin út í þrennu lagi og lögð inn á reikning fyrirtækis Magnúsar, Tomahawk Development á Íslandi,“ segir Geir. Þetta er önnur stefnan á hendur Magnúsi en í upphafi árs stefndi þrotabúið Magnúsi fyrir útgáfu tilhæfulausra og falsaðra reikninga. Í þeirri stefnu er farið fram á kyrrsetningu á fasteignum Magnúsar í Kópavogi og í Danmörku, ásamt tveimur bifreiðum Magnúsar og á eignarhlutum hans í félögunum Brimstone ehf. og Tomahawk Development á Íslandi hf. Þá fór United Silicon fram á að hann yrði dæmdur til að greiða félaginu rúmlega 530 milljónir króna. Nýja stefnan á rætur að rekja til rannsóknarvinnu endurskoðendafyrirtækisins KMPG fyrir þrotabúið. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness 12. september og óskar þrotabúið eftir því að málin tvö verði sameinuð. Þá segir Geir til greina koma að frekari mál verði höfðuð á vegum þrotabúsins. „Já það kemur til greina, við erum með það til skoðunar,“ segir Geir. Aðspurður segir hann ekki tímabært á þessu stigi málsins að greina frá því hvers eðlis sú málshöfðun yrði.
Tengdar fréttir Arion tekur yfir eignir United Silicon Ætlun bankans er að úrbótum á kísilverksmiðjunni í Helguvík áður en hún verður svo seld. 23. febrúar 2018 17:29 Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Fundu reikning Magnúsar í Danmörku sem enginn vissi um Þrotabú United Silicon höfðaði fyrr í mánuðinum annað skaðabótamál á hendur Magnúsi Ólafi Garðssyni, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, fyrir fjársvik. 23. ágúst 2018 13:22 Frestur til að lýsa kröfum í bú United Silicon runninn út Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú United Silicon rann út á föstudaginn langa, eða 30. mars. 3. apríl 2018 06:00 Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00 Gríðarlangur listi aðfinnslna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um United Silicon Úttekt Vinnueftirlits ríkisins, skortur á athugun á bakgrunni rekstraraðila og kröfuleysi við framkvæmd umhverfismats er meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslu sinni um United Silicon. Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð síðasta haust eftir ítrekaðar uppákomuar í rekstri verksmiðjunnar. 18. maí 2018 08:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira
Arion tekur yfir eignir United Silicon Ætlun bankans er að úrbótum á kísilverksmiðjunni í Helguvík áður en hún verður svo seld. 23. febrúar 2018 17:29
Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48
Fundu reikning Magnúsar í Danmörku sem enginn vissi um Þrotabú United Silicon höfðaði fyrr í mánuðinum annað skaðabótamál á hendur Magnúsi Ólafi Garðssyni, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, fyrir fjársvik. 23. ágúst 2018 13:22
Frestur til að lýsa kröfum í bú United Silicon runninn út Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú United Silicon rann út á föstudaginn langa, eða 30. mars. 3. apríl 2018 06:00
Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00
Gríðarlangur listi aðfinnslna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um United Silicon Úttekt Vinnueftirlits ríkisins, skortur á athugun á bakgrunni rekstraraðila og kröfuleysi við framkvæmd umhverfismats er meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslu sinni um United Silicon. Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð síðasta haust eftir ítrekaðar uppákomuar í rekstri verksmiðjunnar. 18. maí 2018 08:00