Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. janúar 2026 14:30 BHM stefnir nú að því að birta reglulegar greiningar á veikindaforföllum en Ingvari Frey Ingvarssyni hagfræðingi hjá BHM finnst umræðan um aukin forföll einkennast af einföldunum. Aðsend Aukin veikindaforföll hjá hinu opinbera eru ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála heldur kerfislægra. Þetta segir hagfræðingur hjá BHM sem stóð að nýrri greiningu á veikindaforföllum og streitu á vinnumarkaði á Íslandi í samanburði við þróunina á Norðurlöndum. BHM stefnir nú að því að birta reglulegar greiningar á veikindaforföllum en Ingvari Frey Ingvarssyni, hagfræðingi hjá BHM, finnst umræðan um aukin forföll einkennast af einföldunum. „Það er miklu meira sem býr að baki. Við erum að skoða gögn frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku og þá sjáum við að það liggja þarna að baki kerfislægar ástæður. Við erum að tala um álag, manneklu og sífellt kröfuharðara vinnuumhverfi. Og þá kemur upp þessi streita, kvíði og fleira; það er að segja þessir álagstengdu sjúkdómar sem bitna ekki síst á fólki í framlínu opinberrar þjónustu. Við erum að tala um menntunina, heilbrigði, og velferð. Þarna erum að ræða fjölmargar kvennastéttir og háskólamenntaða sérfræðinga og það sést vel til að mynda í Svíþjóð að konur eru frekar útsettar fyrir streitu og álagstengdum veikindum.“ Skortur á greinargóðum gögnum frá Íslandi Tölur frá virk sýna að konur séu útsettari fyrir streitu og álagstengdum veikindum en þær leiti sér líka frekar aðstoðar en karlmenn. Í greiningunni er kallað eftir því að aðgerðir til að bæta úr stöðunni taki mið af þessum upplýsingum. Þá er skortur á greinargóðum skráningum um veikindi og greiningu. „Við getum lesið fjölmargar rannsóknir í nágrannalöndunum okkar þar sem verið er að greina hvernig veikindi þetta eru og ástæður þess, við höfum ekki þessi sömu gögn hér á Íslandi og það er rosalega mikilvægt að við skráum upplýsingarnar til að við getum horft heildstætt á málið. Það þarf sérstaklega að efla vinnuvernd og forvarnir og styrkja snemmtæka endurhæfingu til að hjálpa fólki að koma til baka.“ Vandinn kerfislægur líkt og í nágrannalöndum Þau hafni því að vandinn sé einstaklingsbundinn. „Á Íslandi hefur verið gríðarleg fólksfjölgun á stuttum tíma og það reynir á þessa innviði sem við höfum, heilbrigðiskerfið, menntakerfið og fleira. Þau eru að taka á þessum mikla fjölda sem er að koma til landsins þannig að það er ekkert skrýtið þó að það bresti eitthvað og því miður hafa aðilar verið að einfalda umræðuna í stað þess að horfa kerfislægt á þetta,“ segir Ingvar. Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Auglýsing Reykjavíkurborgar eftir sérfræðingi í viðverustjórn hefur vakið talsverða athygli. Snorri Másson varaformaður Miðflokksins til að mynda dró auglýsinguna sundur og saman í háði en Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri borgarinnar lét sér hvergi bregða þegar hún var spurð út í hvað þetta væri eiginlega? 10. janúar 2026 09:02 Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Fjármálaráðherra segir hátt veikindahlutfall opinberra starfsmanna áhyggjuefni og stefnir á að lækka það með aðgerðum. Ný mannauðsáætlun hafi verið kynnt fyrir næstu þrjú ár sem á m.a. að stuðla að festu í stöðugleika og mönnun. 6. janúar 2026 19:08 Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Heildarkostnaður Reykjavíkurborgar og Landspítala vegna veikinda starfsmanna síðustu þrjú ár nemur um átján milljörðum króna hjá hvorri stofnun. Veikindi í opinberum stofnunum eru algengari nú en fyrir nokkrum árum. Veikindahlutfall hjá Seltjarnarnesi lækkaði um fjórðung milli ára eftir að sveitarfélagið réðst í aðgerðir að sögn bæjarstjóra. 2. janúar 2026 19:00 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
BHM stefnir nú að því að birta reglulegar greiningar á veikindaforföllum en Ingvari Frey Ingvarssyni, hagfræðingi hjá BHM, finnst umræðan um aukin forföll einkennast af einföldunum. „Það er miklu meira sem býr að baki. Við erum að skoða gögn frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku og þá sjáum við að það liggja þarna að baki kerfislægar ástæður. Við erum að tala um álag, manneklu og sífellt kröfuharðara vinnuumhverfi. Og þá kemur upp þessi streita, kvíði og fleira; það er að segja þessir álagstengdu sjúkdómar sem bitna ekki síst á fólki í framlínu opinberrar þjónustu. Við erum að tala um menntunina, heilbrigði, og velferð. Þarna erum að ræða fjölmargar kvennastéttir og háskólamenntaða sérfræðinga og það sést vel til að mynda í Svíþjóð að konur eru frekar útsettar fyrir streitu og álagstengdum veikindum.“ Skortur á greinargóðum gögnum frá Íslandi Tölur frá virk sýna að konur séu útsettari fyrir streitu og álagstengdum veikindum en þær leiti sér líka frekar aðstoðar en karlmenn. Í greiningunni er kallað eftir því að aðgerðir til að bæta úr stöðunni taki mið af þessum upplýsingum. Þá er skortur á greinargóðum skráningum um veikindi og greiningu. „Við getum lesið fjölmargar rannsóknir í nágrannalöndunum okkar þar sem verið er að greina hvernig veikindi þetta eru og ástæður þess, við höfum ekki þessi sömu gögn hér á Íslandi og það er rosalega mikilvægt að við skráum upplýsingarnar til að við getum horft heildstætt á málið. Það þarf sérstaklega að efla vinnuvernd og forvarnir og styrkja snemmtæka endurhæfingu til að hjálpa fólki að koma til baka.“ Vandinn kerfislægur líkt og í nágrannalöndum Þau hafni því að vandinn sé einstaklingsbundinn. „Á Íslandi hefur verið gríðarleg fólksfjölgun á stuttum tíma og það reynir á þessa innviði sem við höfum, heilbrigðiskerfið, menntakerfið og fleira. Þau eru að taka á þessum mikla fjölda sem er að koma til landsins þannig að það er ekkert skrýtið þó að það bresti eitthvað og því miður hafa aðilar verið að einfalda umræðuna í stað þess að horfa kerfislægt á þetta,“ segir Ingvar.
Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Auglýsing Reykjavíkurborgar eftir sérfræðingi í viðverustjórn hefur vakið talsverða athygli. Snorri Másson varaformaður Miðflokksins til að mynda dró auglýsinguna sundur og saman í háði en Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri borgarinnar lét sér hvergi bregða þegar hún var spurð út í hvað þetta væri eiginlega? 10. janúar 2026 09:02 Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Fjármálaráðherra segir hátt veikindahlutfall opinberra starfsmanna áhyggjuefni og stefnir á að lækka það með aðgerðum. Ný mannauðsáætlun hafi verið kynnt fyrir næstu þrjú ár sem á m.a. að stuðla að festu í stöðugleika og mönnun. 6. janúar 2026 19:08 Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Heildarkostnaður Reykjavíkurborgar og Landspítala vegna veikinda starfsmanna síðustu þrjú ár nemur um átján milljörðum króna hjá hvorri stofnun. Veikindi í opinberum stofnunum eru algengari nú en fyrir nokkrum árum. Veikindahlutfall hjá Seltjarnarnesi lækkaði um fjórðung milli ára eftir að sveitarfélagið réðst í aðgerðir að sögn bæjarstjóra. 2. janúar 2026 19:00 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Auglýsing Reykjavíkurborgar eftir sérfræðingi í viðverustjórn hefur vakið talsverða athygli. Snorri Másson varaformaður Miðflokksins til að mynda dró auglýsinguna sundur og saman í háði en Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri borgarinnar lét sér hvergi bregða þegar hún var spurð út í hvað þetta væri eiginlega? 10. janúar 2026 09:02
Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Fjármálaráðherra segir hátt veikindahlutfall opinberra starfsmanna áhyggjuefni og stefnir á að lækka það með aðgerðum. Ný mannauðsáætlun hafi verið kynnt fyrir næstu þrjú ár sem á m.a. að stuðla að festu í stöðugleika og mönnun. 6. janúar 2026 19:08
Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Heildarkostnaður Reykjavíkurborgar og Landspítala vegna veikinda starfsmanna síðustu þrjú ár nemur um átján milljörðum króna hjá hvorri stofnun. Veikindi í opinberum stofnunum eru algengari nú en fyrir nokkrum árum. Veikindahlutfall hjá Seltjarnarnesi lækkaði um fjórðung milli ára eftir að sveitarfélagið réðst í aðgerðir að sögn bæjarstjóra. 2. janúar 2026 19:00